Tuttugu hafa látið lífið í umferðarslysum á árinu 18. september 2006 04:30 Suðurlandsvegur. Forstjóri Umferðarstofu segist ánægður með viðtökur Íslendinga við umferðarátakinu "Nú segjum við STOPP". Hann segir óhætt að kalla það þjóðarinnræti Íslendinga að vilja leggja lóð á vogarskálarnar. Banaslys varð á Suðurlandsvegi austan við Selfoss um níu leytið á laugardagskvöld. Ekið var mann á sextugsaldri sem var á hestbaki. Talið er að hann hafi látist samstundis. Ökumaður bifreiðarinnar var einn í bílnum og þurfti að nota klippur Brunavarna Árnessýslu til að ná honum út. Hann var fluttur á Landspítala háskólasjúkrahús í Reykjavík en er að sögn lögreglunnar á Selfossi ekki alvarlega slasaður. Samkvæmt lögreglunni bendir ekkert til þess að um hraðakstur eða ölvunarakstur hafi verið að ræða. Veginum var lokað í þrjá tíma eftir slysið og myndaðist við það nokkur umferðarteppa. Tildrög slyssins eru í rannsókn hjá Rannsóknarnefnd umferðarslysa. Banaslysið á laugardaginn er það tuttugasta í umferðinni það sem af er þessu ári. Á sama tíma í fyrra höfðu sautján látið lífið í umferðarslysum og sextán um þetta leyti árið 2004. Umferðarstofa og samgönguráðuneytið standa nú fyrir átaki gegn umferðarslysum sem ber nafnið Nú segjum við STOPP. Á heimasíðu átaksins getur fólk skrifað undir yfirlýsingu um betri hegðun í umferðinni með það að markmiði að fækka slysum. Um hádegi á laugardag höfðu um átján þúsund manns skrifað nafn sitt við yfirlýsinguna. Í henni segir meðal annars að undirritaður hyggist fara að lögum í umferðinni, hann muni gera allt sem hann getur til að skaða hvorki sjálfan sig né aðra í umferðinni og að hann ætli að auðvelda öðrum vegfarendum að komast leiðar sinnar á sem öruggastan hátt. Þátttakan í átakinu er mjög góð og svo sem ekkert öðruvísi en við bjuggumst við. Það vilja allir vera með í að leggja lóð á vogarskálarnar. Það er óhætt að kalla þetta þjóðarinnræti, segir Karl Ragnars, forstjóri Umferðarstofu, um viðtökur Íslendinga við umferðarátakinu. Því miður eru kannski ekki allir tilbúnir að haga sér eftir því og alltaf einhverjir sem alls ekki vilja það. Þarna er verið að reyna að hafa áhrif á þá sem ástunda þessa hegðun. Innlent Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fleiri fréttir Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Sjá meira
Banaslys varð á Suðurlandsvegi austan við Selfoss um níu leytið á laugardagskvöld. Ekið var mann á sextugsaldri sem var á hestbaki. Talið er að hann hafi látist samstundis. Ökumaður bifreiðarinnar var einn í bílnum og þurfti að nota klippur Brunavarna Árnessýslu til að ná honum út. Hann var fluttur á Landspítala háskólasjúkrahús í Reykjavík en er að sögn lögreglunnar á Selfossi ekki alvarlega slasaður. Samkvæmt lögreglunni bendir ekkert til þess að um hraðakstur eða ölvunarakstur hafi verið að ræða. Veginum var lokað í þrjá tíma eftir slysið og myndaðist við það nokkur umferðarteppa. Tildrög slyssins eru í rannsókn hjá Rannsóknarnefnd umferðarslysa. Banaslysið á laugardaginn er það tuttugasta í umferðinni það sem af er þessu ári. Á sama tíma í fyrra höfðu sautján látið lífið í umferðarslysum og sextán um þetta leyti árið 2004. Umferðarstofa og samgönguráðuneytið standa nú fyrir átaki gegn umferðarslysum sem ber nafnið Nú segjum við STOPP. Á heimasíðu átaksins getur fólk skrifað undir yfirlýsingu um betri hegðun í umferðinni með það að markmiði að fækka slysum. Um hádegi á laugardag höfðu um átján þúsund manns skrifað nafn sitt við yfirlýsinguna. Í henni segir meðal annars að undirritaður hyggist fara að lögum í umferðinni, hann muni gera allt sem hann getur til að skaða hvorki sjálfan sig né aðra í umferðinni og að hann ætli að auðvelda öðrum vegfarendum að komast leiðar sinnar á sem öruggastan hátt. Þátttakan í átakinu er mjög góð og svo sem ekkert öðruvísi en við bjuggumst við. Það vilja allir vera með í að leggja lóð á vogarskálarnar. Það er óhætt að kalla þetta þjóðarinnræti, segir Karl Ragnars, forstjóri Umferðarstofu, um viðtökur Íslendinga við umferðarátakinu. Því miður eru kannski ekki allir tilbúnir að haga sér eftir því og alltaf einhverjir sem alls ekki vilja það. Þarna er verið að reyna að hafa áhrif á þá sem ástunda þessa hegðun.
Innlent Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fleiri fréttir Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Sjá meira