Kveður svið stjórnmálanna sátt 18. september 2006 06:45 Margrét Frímannsdóttir ávarpar kjördæmisráðið. Margrét Frímannsdóttir tilkynnti um ákvörðun sína á fundi kjördæmisráðs Samfylkingarinnar á Þorlákshöfn. Hún segist kveðja svið stjórnmálanna sátt. Margrét Frímannsdóttir, þingkona og þingflokksformaður Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi þingmennsku fyrir Samfylkinguna en hún hefur verði oddviti flokksins í Suðurkjördæmi um árabil. Margrét segist hafa ákveðið af stíga af sviðinu að vel athuguðu máli. Ég hugsaði þessi mál vel og tók ákvörðun um að gefa ekki kost á mér þar sem ég taldi skynsamlegast að breyta um starfsvettvang á þessum tímapunkti. Ég hef verið í yfir 25 ár í stjórnmálum, þar af tuttugu ár sem þingkona, og fengið tækifæri til þess að gegna mikilvægum embættum. Nú finnst mér vera kominn tími til þess að skipta um umhverfi. Margrét hefur ekki enn ákveðið hvað hún tekur sér fyrir hendur. Ég hef nú ekki fengið nein starfstilboð ennþá en vonandi getur einhver nýtt starfskrafta mína. Mér þykir afar vænt um þann stuðning sem ég hef fundið fyrir að undanförnu, en ég minnist þess ekki að hafa fengið jafn mikinn stuðning á mínum ferli og þann sem ég hef fundið svo sterkt fyrir síðustu daga. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að reyna að hafa áhrif til hins betra í samfélaginu. Ég er stolt af því að hafa komið inn á þing beint úr verkalýðshreyfingunni og tel að það hafi hjálpað mér mikið, því það getur skipt sköpum í stjórnmálum að þekkja til mála af reynslu. Ágúst Ólafur Ágústsson Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, segir leiðtogahæfileika Margrétar munu nýtast flokknum áfram. Það er mikill missir í Margréti. Hún er afar hæfur leiðtogi og sterkur persónuleiki sem hefur staðið sig afar vel. En ég geri ráð fyrir því að Samfylkingin muni njóta krafta Margrétar áfram. Össur Skarphéðinsson Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir Margréti einstakan stjórnmálamann. Það er mikil eftirsjá í Margréti því hún hefur verið einn öflugasti stjórnmálamaður jafnaðarmanna á Íslandi um árabil. Þegar þetta skeið sögunnar verður skrifað, og skoðað nákvæmlega, þá fyrst held ég að það komi fram hversu mikilvægu hlutverki hún gegndi við að skapa nýjan stjórnmálaflokk, Samfylkinguna. Hún bar hitann og þungann, og erfiðið, af því starfi sem fór fram þegar unnið var að því að sameina jafnaðarmenn. Margrét er að mörgu leyti einstakur stjórnmálamaður. Hún er stelpan af Stokkseyri sem komst inn á svið stjórnmálanna með dugnaði og varð einn af leiðandi stjórnmálamönnum sinnar kynslóðar.Þingmaður í tuttugu ár Störf innan stjórnmálaflokka:·Formaður Alþýðubandalagsins 1995-1998·Talsmaður Samfylkingarinnar í kosningunum 1999·Varaformaður Samfylkingarinnar 2000-2003 Alþingi:·Varaþingmaður Suðurlandskjördæmis 1983-1985 með hléum·Alþingismaður Suðurlandskjördæmis 1987-2003 (Alþýðubandalagið og Samfylkingin)·Alþingismaður Suðurkjördæmis frá 2003 (Samfylkingin)·Formaður þingflokks Alþýðubandalagsins 1988-1992·Formaður þingflokks Samfylkingarinnar frá 2004 Önnur störf:·Oddviti Stokkseyrarhrepps 1982-1990·Sat á allsherjarþingi SÞ 1989 og 1990·Sat í stjórnarnefnd Ríkisspítalanna 1993-1995 Innlent Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Margrét Frímannsdóttir, þingkona og þingflokksformaður Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi þingmennsku fyrir Samfylkinguna en hún hefur verði oddviti flokksins í Suðurkjördæmi um árabil. Margrét segist hafa ákveðið af stíga af sviðinu að vel athuguðu máli. Ég hugsaði þessi mál vel og tók ákvörðun um að gefa ekki kost á mér þar sem ég taldi skynsamlegast að breyta um starfsvettvang á þessum tímapunkti. Ég hef verið í yfir 25 ár í stjórnmálum, þar af tuttugu ár sem þingkona, og fengið tækifæri til þess að gegna mikilvægum embættum. Nú finnst mér vera kominn tími til þess að skipta um umhverfi. Margrét hefur ekki enn ákveðið hvað hún tekur sér fyrir hendur. Ég hef nú ekki fengið nein starfstilboð ennþá en vonandi getur einhver nýtt starfskrafta mína. Mér þykir afar vænt um þann stuðning sem ég hef fundið fyrir að undanförnu, en ég minnist þess ekki að hafa fengið jafn mikinn stuðning á mínum ferli og þann sem ég hef fundið svo sterkt fyrir síðustu daga. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að reyna að hafa áhrif til hins betra í samfélaginu. Ég er stolt af því að hafa komið inn á þing beint úr verkalýðshreyfingunni og tel að það hafi hjálpað mér mikið, því það getur skipt sköpum í stjórnmálum að þekkja til mála af reynslu. Ágúst Ólafur Ágústsson Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, segir leiðtogahæfileika Margrétar munu nýtast flokknum áfram. Það er mikill missir í Margréti. Hún er afar hæfur leiðtogi og sterkur persónuleiki sem hefur staðið sig afar vel. En ég geri ráð fyrir því að Samfylkingin muni njóta krafta Margrétar áfram. Össur Skarphéðinsson Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir Margréti einstakan stjórnmálamann. Það er mikil eftirsjá í Margréti því hún hefur verið einn öflugasti stjórnmálamaður jafnaðarmanna á Íslandi um árabil. Þegar þetta skeið sögunnar verður skrifað, og skoðað nákvæmlega, þá fyrst held ég að það komi fram hversu mikilvægu hlutverki hún gegndi við að skapa nýjan stjórnmálaflokk, Samfylkinguna. Hún bar hitann og þungann, og erfiðið, af því starfi sem fór fram þegar unnið var að því að sameina jafnaðarmenn. Margrét er að mörgu leyti einstakur stjórnmálamaður. Hún er stelpan af Stokkseyri sem komst inn á svið stjórnmálanna með dugnaði og varð einn af leiðandi stjórnmálamönnum sinnar kynslóðar.Þingmaður í tuttugu ár Störf innan stjórnmálaflokka:·Formaður Alþýðubandalagsins 1995-1998·Talsmaður Samfylkingarinnar í kosningunum 1999·Varaformaður Samfylkingarinnar 2000-2003 Alþingi:·Varaþingmaður Suðurlandskjördæmis 1983-1985 með hléum·Alþingismaður Suðurlandskjördæmis 1987-2003 (Alþýðubandalagið og Samfylkingin)·Alþingismaður Suðurkjördæmis frá 2003 (Samfylkingin)·Formaður þingflokks Alþýðubandalagsins 1988-1992·Formaður þingflokks Samfylkingarinnar frá 2004 Önnur störf:·Oddviti Stokkseyrarhrepps 1982-1990·Sat á allsherjarþingi SÞ 1989 og 1990·Sat í stjórnarnefnd Ríkisspítalanna 1993-1995
Innlent Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira