Kennarar krafnir um endurgreiðslu launa 20. september 2006 07:30 Verkfall 2004 Kennarar eru nú krafðir um ofgreidd laun frá 2004 vegna mistaka starfsmanns Reykjavíkurborgar. MYND/E.ól Fimmtán grunnskólakennurum í Reykjavík er gert að endurgreiða ofgreidd laun frá árinu 2004. Mannlegum mistökum starfsmanns borgarinnar er um að kenna. Upphæðirnar nema frá tugum þúsunda en þeir sem verst verða úti þurfa að greiða á annað hundrað þúsund króna. Ingunn Gísladóttir, starfsmannastjóri menntasviðs Reykjavíkurborgar, segir ofgreiðsluna tilkomna í kennaraverkfallinu haustið 2004. „Það var samið við kennara um fyrirframgreiðslu sem kæmi til frádráttar næstu mánaðamót á eftir. Um síðustu mánaðamót kom í ljós að þessi greiðsla var ekki tekin til baka.“ Ingunn segir að um mannleg mistök sé að ræða. „Ég geri mér fullkomlega grein fyrir að þetta er afskaplega óheppilegt.“ Spurð hvort ekki hafi komið til greina að borgin bæri kostnaðinn vegna þessara mistaka segir Ingunn að engar heimildir séu fyrir slíku. „Ábyrgðin er líka að hluta til hjá starfsmanninum sem tekur við greiðslunni.“ Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir kennara hafa leitað til félagsins vegna málsins og búið sé að koma mótmælum til borgaryfirvalda vegna þess. „Þeir kennarar sem tóku við þessum launum í góðri trú gátu ekki vitað að þeir hefðu fengið ofgreitt. Á þeim forsendum finnst okkur afar ósanngjarnt að krefjast endurgreiðslu á þennan hátt núna.“ Ólafur segir að leitað verði til borgarinnar um lausn málsins en ef það skili ekki árangri þá muni lögfræðingur félagsins fá málið til umfjöllunar. Innlent Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Innlent Fleiri fréttir „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir minni samningsvilja hjá ríkinu en Kennarasambandinu Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Sjá meira
Fimmtán grunnskólakennurum í Reykjavík er gert að endurgreiða ofgreidd laun frá árinu 2004. Mannlegum mistökum starfsmanns borgarinnar er um að kenna. Upphæðirnar nema frá tugum þúsunda en þeir sem verst verða úti þurfa að greiða á annað hundrað þúsund króna. Ingunn Gísladóttir, starfsmannastjóri menntasviðs Reykjavíkurborgar, segir ofgreiðsluna tilkomna í kennaraverkfallinu haustið 2004. „Það var samið við kennara um fyrirframgreiðslu sem kæmi til frádráttar næstu mánaðamót á eftir. Um síðustu mánaðamót kom í ljós að þessi greiðsla var ekki tekin til baka.“ Ingunn segir að um mannleg mistök sé að ræða. „Ég geri mér fullkomlega grein fyrir að þetta er afskaplega óheppilegt.“ Spurð hvort ekki hafi komið til greina að borgin bæri kostnaðinn vegna þessara mistaka segir Ingunn að engar heimildir séu fyrir slíku. „Ábyrgðin er líka að hluta til hjá starfsmanninum sem tekur við greiðslunni.“ Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir kennara hafa leitað til félagsins vegna málsins og búið sé að koma mótmælum til borgaryfirvalda vegna þess. „Þeir kennarar sem tóku við þessum launum í góðri trú gátu ekki vitað að þeir hefðu fengið ofgreitt. Á þeim forsendum finnst okkur afar ósanngjarnt að krefjast endurgreiðslu á þennan hátt núna.“ Ólafur segir að leitað verði til borgarinnar um lausn málsins en ef það skili ekki árangri þá muni lögfræðingur félagsins fá málið til umfjöllunar.
Innlent Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Innlent Fleiri fréttir „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir minni samningsvilja hjá ríkinu en Kennarasambandinu Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Sjá meira