Viðræðurnar þróast í takt við vonir Geirs 20. september 2006 07:30 Geir H. Haarde Forsætisráðherra segir varnarviðræðurnar við Bandaríkjamenn hafa þróast í takt við væntingar sínar. Búist er við að niðurstöður viðræðna Íslendinga og Bandaríkjamanna um varnir Íslands verði kynntar fyrir helgi. Viðræðunefndir ríkjanna hittust síðast á fundi í húsakynnum bandaríska utanríkisráðuneytisins í Washington á fimmtudag og ræddu málin í um þrjár klukkustundir. Mikil leynd hefur hvílt yfir viðræðunum og nefndarmenn og ráðherra varist allra frétta. Yfirlýsingar og tilkynningar eftir fundi nefndanna hafa jafnan verið varfærnar en eftir fundinn á fimmtudag kvað við nýjan tón. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu sagði að gert væri ráð fyrir að samkomulag lægi fyrir fljótlega. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagðist í samtali við Fréttablaðið í gær enn vonast til að geta skýrt frá niðurstöðunum fyrir helgi. Ég geri mér vonir um að það dragi til tíðinda í þessari viku, sagði Geir en tók jafnframt fram að hann gæti ekki fullyrt um það. Aðspurður svaraði Geir því játandi að viðræðurnar hefðu þróast í takt við væntingar sínar. Já, upp á síðkastið hafa þær gert það. En auðvitað erum við að bregðast við ákveðnum breytingum sem við hefðum kosið að ekki hefðu orðið. Stjórnvöld hafa legið undir ámæli fyrir að upplýsa ekki stjórnarandstöðuna og utanríkismálanefnd Alþingis um gang mála í viðræðunum. Geir segir leyndina hafa verið nauðsynlega og boðar kynningu á málinu innan tíðar. Leyndin hefur verið nauðsynleg, meðal annars vegna þess að við þurfum að taka tillit til Bandaríkjamanna. Ég greindi stjórnarandstöðunni frá þessu í sumar og ég mun eiga fund með henni aftur við fyrsta tækifæri og jafnframt utanríkismálanefnd áður en málið verður gert opinbert. Geir segir ekki ljóst hvort viðræðunefndirnar þurfi að hittast á ný. Bandaríkjamenn tilkynntu um brotthvarf varnarliðsins frá Keflavíkurflugvelli þann 15. mars. Tveimur vikum síðar hittust viðræðunefndir ríkjanna á fundi í Reykjavík og síðan hafa verið haldnir fjórir fundir. Rætt hefur verið jöfnum höndum um varnir Íslands og yfirtöku Íslendinga á rekstri og viðhaldi Keflavíkurflugvallar. Innlent Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Sjá meira
Búist er við að niðurstöður viðræðna Íslendinga og Bandaríkjamanna um varnir Íslands verði kynntar fyrir helgi. Viðræðunefndir ríkjanna hittust síðast á fundi í húsakynnum bandaríska utanríkisráðuneytisins í Washington á fimmtudag og ræddu málin í um þrjár klukkustundir. Mikil leynd hefur hvílt yfir viðræðunum og nefndarmenn og ráðherra varist allra frétta. Yfirlýsingar og tilkynningar eftir fundi nefndanna hafa jafnan verið varfærnar en eftir fundinn á fimmtudag kvað við nýjan tón. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu sagði að gert væri ráð fyrir að samkomulag lægi fyrir fljótlega. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagðist í samtali við Fréttablaðið í gær enn vonast til að geta skýrt frá niðurstöðunum fyrir helgi. Ég geri mér vonir um að það dragi til tíðinda í þessari viku, sagði Geir en tók jafnframt fram að hann gæti ekki fullyrt um það. Aðspurður svaraði Geir því játandi að viðræðurnar hefðu þróast í takt við væntingar sínar. Já, upp á síðkastið hafa þær gert það. En auðvitað erum við að bregðast við ákveðnum breytingum sem við hefðum kosið að ekki hefðu orðið. Stjórnvöld hafa legið undir ámæli fyrir að upplýsa ekki stjórnarandstöðuna og utanríkismálanefnd Alþingis um gang mála í viðræðunum. Geir segir leyndina hafa verið nauðsynlega og boðar kynningu á málinu innan tíðar. Leyndin hefur verið nauðsynleg, meðal annars vegna þess að við þurfum að taka tillit til Bandaríkjamanna. Ég greindi stjórnarandstöðunni frá þessu í sumar og ég mun eiga fund með henni aftur við fyrsta tækifæri og jafnframt utanríkismálanefnd áður en málið verður gert opinbert. Geir segir ekki ljóst hvort viðræðunefndirnar þurfi að hittast á ný. Bandaríkjamenn tilkynntu um brotthvarf varnarliðsins frá Keflavíkurflugvelli þann 15. mars. Tveimur vikum síðar hittust viðræðunefndir ríkjanna á fundi í Reykjavík og síðan hafa verið haldnir fjórir fundir. Rætt hefur verið jöfnum höndum um varnir Íslands og yfirtöku Íslendinga á rekstri og viðhaldi Keflavíkurflugvallar.
Innlent Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Sjá meira