Refsivert að auglýsa vændi 20. september 2006 08:00 Björn Bjarnason Dómsmálaráðherra boðar hertari viðurlög við kynferðisbrotum. Enn fremur er í frumvarpi hans gert ráð fyrir að refsing fyrir að stunda vændi sér til framfærslu verði felld niður og í staðinn gert refsivert að auglýsa eftir kynmökum. Nýtt frumvarp Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra um kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga gerir ráð fyrir umfangsmiklum breytingum frá því sem nú er kveðið á um í lögunum. Björn kynnti frumvarpið á fundi ríkisstjórnarinnar í gærmorgun en það er endurbætt útgáfa af frumvarpi sem hann lagði fyrir Alþingi síðasta vor en hlaut ekki framgöngu. Meðal nýmæla frumvarpsins er að upphaf fyrningarfrests kynferðisbrota miðist við átján ára aldur brotaþola en ekki fjórtán ár eins og nú er. Refsihámark fyrir kynferðislega áreitni gegn börnum verður hækkað þannig að brot gegn yngstu börnunum munu fyrnast á lengri tíma en nú er kveðið á um. Refsing fyrir samræði og önnur kynferðismök við barn yngra en fjórtán ára verður þyngd og verða refsimörkin þau sömu og fyrir nauðgun; fangelsi frá einu ári og allt að sextán árum. Með því er lögð áhersla á alvarleika slíkra brota og teljast þá nauðgun og kynmök við börn yngri en fjórtán ára alvarlegustu kynferðisbrotin í stað nauðgunar einnar áður. Þó er gert ráð fyrir að heimilt verði að lækka refsingu eða fella hana niður ef sá er gerist sekur um samræði eða önnur kynferðismök gagnvart barni yngra en fjórtán ára er á svipuðum aldri og þroskastigi og barnið. Hugtakið nauðgun verður rýmkað frá því sem nú er. Þannig er gert ráð fyrir að önnur kynferðisnauðung og misnotkun á bágu andlegu ástandi og því að þolandi getur ekki spornað við verknaðinum eða skilið þýðingu hans teljist nauðgun. Við það þyngist refsing vegna slíkra brota frá því sem nú er og verður fangelsisvist frá einu ári og allt að sextán árum, í stað fangelsis allt að sex árum nú. Þá er í frumvarpinu gert ráð fyrir að refsing fyrir að stunda vændi sér til framfærslu verði felld niður og í staðinn gert refsivert að bjóða fram, miðla eða óska eftir kynmökum í opinberum auglýsingum. Enn fremur er í frumvarpinu almennt ákvæði um lögfestingu refsiábyrgðar vegna kynferðislegrar áreitni. Innlent Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Nýtt frumvarp Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra um kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga gerir ráð fyrir umfangsmiklum breytingum frá því sem nú er kveðið á um í lögunum. Björn kynnti frumvarpið á fundi ríkisstjórnarinnar í gærmorgun en það er endurbætt útgáfa af frumvarpi sem hann lagði fyrir Alþingi síðasta vor en hlaut ekki framgöngu. Meðal nýmæla frumvarpsins er að upphaf fyrningarfrests kynferðisbrota miðist við átján ára aldur brotaþola en ekki fjórtán ár eins og nú er. Refsihámark fyrir kynferðislega áreitni gegn börnum verður hækkað þannig að brot gegn yngstu börnunum munu fyrnast á lengri tíma en nú er kveðið á um. Refsing fyrir samræði og önnur kynferðismök við barn yngra en fjórtán ára verður þyngd og verða refsimörkin þau sömu og fyrir nauðgun; fangelsi frá einu ári og allt að sextán árum. Með því er lögð áhersla á alvarleika slíkra brota og teljast þá nauðgun og kynmök við börn yngri en fjórtán ára alvarlegustu kynferðisbrotin í stað nauðgunar einnar áður. Þó er gert ráð fyrir að heimilt verði að lækka refsingu eða fella hana niður ef sá er gerist sekur um samræði eða önnur kynferðismök gagnvart barni yngra en fjórtán ára er á svipuðum aldri og þroskastigi og barnið. Hugtakið nauðgun verður rýmkað frá því sem nú er. Þannig er gert ráð fyrir að önnur kynferðisnauðung og misnotkun á bágu andlegu ástandi og því að þolandi getur ekki spornað við verknaðinum eða skilið þýðingu hans teljist nauðgun. Við það þyngist refsing vegna slíkra brota frá því sem nú er og verður fangelsisvist frá einu ári og allt að sextán árum, í stað fangelsis allt að sex árum nú. Þá er í frumvarpinu gert ráð fyrir að refsing fyrir að stunda vændi sér til framfærslu verði felld niður og í staðinn gert refsivert að bjóða fram, miðla eða óska eftir kynmökum í opinberum auglýsingum. Enn fremur er í frumvarpinu almennt ákvæði um lögfestingu refsiábyrgðar vegna kynferðislegrar áreitni.
Innlent Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði