Lögreglan rannsakar ógn við þjóðaröryggi 21. september 2006 08:00 Lögregluyfirvöld hér á landi rannsaka nú mál sem flokkast undir þjóðaröryggismál, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Í byrjun árs barst lögreglunni í Reykjavík tilkynning um karlmann sem legði sig fram um að kynna sér hvernig búa ætti til sprengjur. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hefur maðurinn, sem er af erlendum uppruna, búið og starfað hér á landi um skeið. Í ljós hafði komið að honum varð tíðförult inn á erlendar vefsíður þar sem voru leiðbeiningar um meðferð sprengiefnis og hvernig búa ætti til sprengjur. Lögreglan í Reykjavík fékk síðan upplýsingar um athafnir mannsins. Þaðan fór málið til embættis ríkislögreglustjóra, þar sem það er til rannsóknar nú. Þetta mun ekki vera fyrsta málið af þessum toga sem upp kemur, en slík mál eru litin mjög alvarlegum augum. Ingimundur Einarsson, varalögreglustjóri hjá lögreglunni í Reykjavík, sagði spurður um málið að hann tjáði sig ekki um einstök mál. Hörður Jóhannesson yfirlögregluþjónn kvaðst ekki vilja tjá sig. Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra, vísaði fyrirspurnum Fréttablaðsins til Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra. Hann er erlendis um þessar mundir. Í niðurstöðu matsskýrslu um hryðjuverkavarnir á Íslandi, sem tveir sérfræðingar sem starfa á vegum Evrópusambandsins unnu fyrr á þessu ári, var bent á takmarkaðar heimildir lögregluyfirvalda til að rannsaka mál sem ekki flokkast undir bein brot. Bent var á að engar reglur væru til um beitingu sérstakra rannsóknarúrræða, einkum forvirkra, sem öryggisþjónustur beita venjulega áður en til opinberrar rannsóknar lögreglu kemur. Forvirkar aðgerðir eru því óheimilar að lögum, segir í skýrslunni. „Þegar grunsemdir eru á annað borð til staðar getur lögreglan beitt úrræðum svo sem húsleit, hlerunum, hlustunum, myndatökum og svo framvegis,“ segir Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, spurð álits á lagalegri hlið rannsóknarúrræða í málum af þessu tagi. Innlent Mest lesið Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Innlent Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Erlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Fleiri fréttir Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Sjá meira
Lögregluyfirvöld hér á landi rannsaka nú mál sem flokkast undir þjóðaröryggismál, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Í byrjun árs barst lögreglunni í Reykjavík tilkynning um karlmann sem legði sig fram um að kynna sér hvernig búa ætti til sprengjur. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hefur maðurinn, sem er af erlendum uppruna, búið og starfað hér á landi um skeið. Í ljós hafði komið að honum varð tíðförult inn á erlendar vefsíður þar sem voru leiðbeiningar um meðferð sprengiefnis og hvernig búa ætti til sprengjur. Lögreglan í Reykjavík fékk síðan upplýsingar um athafnir mannsins. Þaðan fór málið til embættis ríkislögreglustjóra, þar sem það er til rannsóknar nú. Þetta mun ekki vera fyrsta málið af þessum toga sem upp kemur, en slík mál eru litin mjög alvarlegum augum. Ingimundur Einarsson, varalögreglustjóri hjá lögreglunni í Reykjavík, sagði spurður um málið að hann tjáði sig ekki um einstök mál. Hörður Jóhannesson yfirlögregluþjónn kvaðst ekki vilja tjá sig. Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra, vísaði fyrirspurnum Fréttablaðsins til Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra. Hann er erlendis um þessar mundir. Í niðurstöðu matsskýrslu um hryðjuverkavarnir á Íslandi, sem tveir sérfræðingar sem starfa á vegum Evrópusambandsins unnu fyrr á þessu ári, var bent á takmarkaðar heimildir lögregluyfirvalda til að rannsaka mál sem ekki flokkast undir bein brot. Bent var á að engar reglur væru til um beitingu sérstakra rannsóknarúrræða, einkum forvirkra, sem öryggisþjónustur beita venjulega áður en til opinberrar rannsóknar lögreglu kemur. Forvirkar aðgerðir eru því óheimilar að lögum, segir í skýrslunni. „Þegar grunsemdir eru á annað borð til staðar getur lögreglan beitt úrræðum svo sem húsleit, hlerunum, hlustunum, myndatökum og svo framvegis,“ segir Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, spurð álits á lagalegri hlið rannsóknarúrræða í málum af þessu tagi.
Innlent Mest lesið Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Innlent Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Erlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Fleiri fréttir Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Sjá meira