Sigríður Á. Andersen lögfræðingur sækist eftir 5.-7. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Sigríður var lögfræðingur Verslunarráðs og síðar Viðskiptaráðs frá 1999 og fram á þetta ár.
Hún er formaður Félags sjálfstæðismanna í Vestur- og Miðbæ og hefur gegnt ýmsum öðrum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn.
