Kakkalakkafaraldurshætta 23. september 2006 08:30 Pöddur í húsnæði varnarliðsins Skorkvikindi ná að grassera í fyrrum húsnæði Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli ef ný stjórn svæðisins grípur ekki til viðeigandi ráðstafana. Viðar Már Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri hjá bænum, hefur áhyggjur af því að kakkalakkar og rottur geti til dæmis borist með skólpinu inn í bæinn. Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ hafa áhyggjur af því að skorkvikindi nái að blómstra í húsnæði hersins á Keflavíkurflugvelli ef vallarsvæðið er látið eftirlitslaust lengi og meindýraeyðingu lítið sinnt. Viðar Már Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar, segir að þetta sé stórmál. „Skorkvikindi mega ekki „grassera“ þarna eftirlitslaust. Það þurfa að koma til einhverjar aðgerðir þannig að þau breiðist ekki út,“ segir Viðar Már og telur alls kyns pöddur, kakkalakka og rottur munu lifa góðu lífi ef svæðið verði lengi „eftirlitslítið draugabæli“. Eitt ár er langur tími og á þeim tíma telur Viðar Már að kakkalakkar og önnur óværa kunni að breiðast út til Keflavíkur, til dæmis með holræsum. „Við tökum við öllu skólpi í hreinsistöðinni þannig að þetta er allt tengt hingað niður í bæinn,“ segir hann. Kakkalakkar og önnur skorkvikindi hafa lengi verið viðloðandi húsnæði Bandaríkjahers og hafa Bandaríkjamennirnir séð um þau mál sjálfir. Viðar Már segir að nú þurfi ný stjórn svæðisins að sjá til þess að svæðið fái vöktun þannig að það lendi ekki í eyði. „Vonandi kemur þetta meindýramál til skoðunar hjá nýrri stjórn.“ Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Meindýraeyðingar Suðurnesja, segir að mýs hafi alltaf verið á varnarsvæðinu og rottur í einhverjum mæli. Verra sé með kakkalakkana. „Ég myndi hafa áhyggjur af kakkalökkunum. Ef það er ekki eitrað í þessum húsum þegar herinn hættir með sína eitrun fjölgar þessum kvikindum óáreitt. Það er alveg ljóst og þarf engan sérfræðing til að sjá það,“ segir hann. Ólafur hefur áhyggjur af því að kakkalakkarnir geti borist með fólki sem ber með sér egg og skordýr út af svæðinu. „Það þarf að eitra reglulega. Eitrið er virkt í nokkra mánuði og það þarf að eitra þangað til þetta er upprætt,“ segir hann og telur kostnaðinn aðeins nema fáeinum milljónum á ári þar til vandinn sé upprættur, svo framarlega sem engir nýir kakkalakkar berist inn á svæðið. Ólafur segir að Íslendingar hafi ekkert þol gagnvart kakkalökkum og eitri alltaf strax. Kakkalakkar hafi því aldrei náð fótfestu nema á varnarsvæðinu. Innlent Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira
Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ hafa áhyggjur af því að skorkvikindi nái að blómstra í húsnæði hersins á Keflavíkurflugvelli ef vallarsvæðið er látið eftirlitslaust lengi og meindýraeyðingu lítið sinnt. Viðar Már Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar, segir að þetta sé stórmál. „Skorkvikindi mega ekki „grassera“ þarna eftirlitslaust. Það þurfa að koma til einhverjar aðgerðir þannig að þau breiðist ekki út,“ segir Viðar Már og telur alls kyns pöddur, kakkalakka og rottur munu lifa góðu lífi ef svæðið verði lengi „eftirlitslítið draugabæli“. Eitt ár er langur tími og á þeim tíma telur Viðar Már að kakkalakkar og önnur óværa kunni að breiðast út til Keflavíkur, til dæmis með holræsum. „Við tökum við öllu skólpi í hreinsistöðinni þannig að þetta er allt tengt hingað niður í bæinn,“ segir hann. Kakkalakkar og önnur skorkvikindi hafa lengi verið viðloðandi húsnæði Bandaríkjahers og hafa Bandaríkjamennirnir séð um þau mál sjálfir. Viðar Már segir að nú þurfi ný stjórn svæðisins að sjá til þess að svæðið fái vöktun þannig að það lendi ekki í eyði. „Vonandi kemur þetta meindýramál til skoðunar hjá nýrri stjórn.“ Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Meindýraeyðingar Suðurnesja, segir að mýs hafi alltaf verið á varnarsvæðinu og rottur í einhverjum mæli. Verra sé með kakkalakkana. „Ég myndi hafa áhyggjur af kakkalökkunum. Ef það er ekki eitrað í þessum húsum þegar herinn hættir með sína eitrun fjölgar þessum kvikindum óáreitt. Það er alveg ljóst og þarf engan sérfræðing til að sjá það,“ segir hann. Ólafur hefur áhyggjur af því að kakkalakkarnir geti borist með fólki sem ber með sér egg og skordýr út af svæðinu. „Það þarf að eitra reglulega. Eitrið er virkt í nokkra mánuði og það þarf að eitra þangað til þetta er upprætt,“ segir hann og telur kostnaðinn aðeins nema fáeinum milljónum á ári þar til vandinn sé upprættur, svo framarlega sem engir nýir kakkalakkar berist inn á svæðið. Ólafur segir að Íslendingar hafi ekkert þol gagnvart kakkalökkum og eitri alltaf strax. Kakkalakkar hafi því aldrei náð fótfestu nema á varnarsvæðinu.
Innlent Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira