Íslendingar og Bandaríkjamenn gerðu sína mengunarskýrsluna hvorir þar sem segir nákvæmlega hvar þeir telji mengun vera á varnarsvæðinu og hvert mat manna sé á henni, að sögn Árna Sigfússonar, bæjarstjóra í Reykjanesbæ.
Bandaríkjamenn voru nákvæmari en Íslendingar og bentu á marga smærri bletti. Þessir punktar eru um sextíu talsins og eru dreifðir á stóru svæði. Árni telur að í næstu viku verði kynnt áætlað mat á kostnaði Íslendinga og hvernig þeir fái það jafnað upp með eignum á svæðinu.