Sagður ómótstæðilegur og víkingalegur bláskjár 24. september 2006 06:30 Björgólfur Þór Björgólfsson. Stór blá augu, ómótstæðilegt bros og víkingalegt atgervi gera Björgólf kynþokkafyllstan auðjöfra í flokkun fjármálatímaritsins Financial Times. Björgólfur Thor Björgólfsson er kynþokkafyllsti auðjöfur heims, að því er kemur fram í upptalningu viðskiptablaðsins Financial Times á kostum ríkustu manna heimsins. Í umsögn blaðsins segir að þessi ríkasti milljarðamæringur Íslands og 350. ríkasti maður heims hafi stór blá augu og bros sem slái vopn úr höndum fólks. Þá sé víkingalegt atgervi hans bæði geðfellt og mikilfenglegt. Velgengni Björgólfs er sögð hafa leitt til orðaleikja um víkingauppruna hans og að sjálfsögðu auki hún á kyntöfra hans. Auðjöfrarnir á lista Financial Times eru settir í ýmsa óhefðbundna flokka. Þar á meðal er kanadíski raftækjamógúllinn Robert Miller, sem þykir líklegastur auðjöfra til að verða ódauðlegur. Miller er sagður nógu ríkur til að geta lagt fé í ólíklegan og hugsanlega vonlausan málstað. Er vísað í orðróm um að Miller hyggist láta frysta sig eftir dauða sinn svo hægt verði að endurlífga hann í framtíðinni. Philip Knight, Bandaríkjamaðurinn á bak við sportvörurisann Nike, fær þann vafasama titil að vera verst klæddi auðjöfurinn. Hann er talinn vel að titlinum kominn þar sem hann klæðist iðulega kúrekahatti, krumpuðum fötum og skordýralegum sólgleraugum. Frjóasti milljarðamæringurinn er hinn 94 ára gamli Saleh Bin Abdul Aziz Al Rajhi, bankaeigandi og athafnamaður frá Sádi-Arabíu. Enginn milljarðamæringur á lista fjármálatímaritsins Forbes yfir ríkasta fólk í heimi á jafn mörg börn og Al-Rajhi, sem á sextíu börn og sjö eiginkonur. Þar sem hann er 84. ríkasti maður í heimi á hann þó ekki í vandræðum með að sjá barnahersingunni farborða. Mestur viðsnúningur hefur orðið á högum J.K. Rowling, að mati Financial Times, en hana þekkja margir sem höfund bókanna um Harry Potter. Fyrstu bókina skrifaði Rowling á notaða ritvél og lifði á meðan á bótum sem einstæð móðir. Ári síðar seldi hún handritið og í kjölfarið varð hún fyrsta manneskjan til að verða milljarðamæringur á því að skrifa bækur. Fárið í kringum bækurnar hefur náð farsakenndum hæðum í ár, að því er kemur fram í umsögn tímaritsins, eftir að smástirni var nefnt eftir Rowling. Einnig var beinagrind risaeðlu nefnd Dracorex hogwartsia, sem er tilvísun í bækurnar. Innlent Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Björgólfur Thor Björgólfsson er kynþokkafyllsti auðjöfur heims, að því er kemur fram í upptalningu viðskiptablaðsins Financial Times á kostum ríkustu manna heimsins. Í umsögn blaðsins segir að þessi ríkasti milljarðamæringur Íslands og 350. ríkasti maður heims hafi stór blá augu og bros sem slái vopn úr höndum fólks. Þá sé víkingalegt atgervi hans bæði geðfellt og mikilfenglegt. Velgengni Björgólfs er sögð hafa leitt til orðaleikja um víkingauppruna hans og að sjálfsögðu auki hún á kyntöfra hans. Auðjöfrarnir á lista Financial Times eru settir í ýmsa óhefðbundna flokka. Þar á meðal er kanadíski raftækjamógúllinn Robert Miller, sem þykir líklegastur auðjöfra til að verða ódauðlegur. Miller er sagður nógu ríkur til að geta lagt fé í ólíklegan og hugsanlega vonlausan málstað. Er vísað í orðróm um að Miller hyggist láta frysta sig eftir dauða sinn svo hægt verði að endurlífga hann í framtíðinni. Philip Knight, Bandaríkjamaðurinn á bak við sportvörurisann Nike, fær þann vafasama titil að vera verst klæddi auðjöfurinn. Hann er talinn vel að titlinum kominn þar sem hann klæðist iðulega kúrekahatti, krumpuðum fötum og skordýralegum sólgleraugum. Frjóasti milljarðamæringurinn er hinn 94 ára gamli Saleh Bin Abdul Aziz Al Rajhi, bankaeigandi og athafnamaður frá Sádi-Arabíu. Enginn milljarðamæringur á lista fjármálatímaritsins Forbes yfir ríkasta fólk í heimi á jafn mörg börn og Al-Rajhi, sem á sextíu börn og sjö eiginkonur. Þar sem hann er 84. ríkasti maður í heimi á hann þó ekki í vandræðum með að sjá barnahersingunni farborða. Mestur viðsnúningur hefur orðið á högum J.K. Rowling, að mati Financial Times, en hana þekkja margir sem höfund bókanna um Harry Potter. Fyrstu bókina skrifaði Rowling á notaða ritvél og lifði á meðan á bótum sem einstæð móðir. Ári síðar seldi hún handritið og í kjölfarið varð hún fyrsta manneskjan til að verða milljarðamæringur á því að skrifa bækur. Fárið í kringum bækurnar hefur náð farsakenndum hæðum í ár, að því er kemur fram í umsögn tímaritsins, eftir að smástirni var nefnt eftir Rowling. Einnig var beinagrind risaeðlu nefnd Dracorex hogwartsia, sem er tilvísun í bækurnar.
Innlent Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira