Samfylking ætlar að lækka matvöruverð 24. september 2006 07:30 Í tilkynningu frá Samfylkingunni segir að matarverð á Íslandi sé með því hæsta í heiminum og um helmingi hærra en hjá nágrannaþjóðum. Hátt verð á matvælum á Íslandi sé hins vegar heimatilbúinn vandi sem vel sé hægt að bregðast við. Þingmenn Samfylkingarinnar ætla að leggja fram tillögur á Alþingi sem þeir telja að geti lækkað matarreikning heimilanna um tvö hundruð þúsund krónur á ári. Til að ná því fram vill flokkurinn meðal annars fella niður vörugjald af matvælum og lækka virðisaukaskatt af matvælum um helming. Einnig er lagt til að innflutningstollar af matvælum verði lagðir niður í áföngum. 1. júlí næstkomandi verði helmingur þeirra afnuminn og ári síðar verði allir tollar endanlega fallnir niður. Í tilkynningu frá flokknum segir að Samfylkingin hafi ein flokka barist fyrir lækkun matvælaverðs á undanförnum árum, ríkisstjórnarflokkarnir hafi staðið gegn slíkum tillögum á Alþingi. Matvælakostnaður heimilanna nemi að meðaltali um 750 þúsund krónum á ári og því myndu tillögurnar lækka matarreikninginn um rúman fjórðung. Þá segir að matarverð á Íslandi sé með því hæsta í heiminum og um fimmtíu prósentum hærra en hjá nágrannaþjóðunum. Hátt verð á matvælum á Íslandi sé hins vegar heimatilbúinn vandi sem vel sé hægt að bregðast við. Lagt er til að fyrirkomulagi á stuðningi við bændur verði breytt; teknar verði upp tímabundnar beinar greiðslur og umhverfisstyrkir. Þetta fyrirkomulag verði útfært í samvinnu við bændur. Jafnframt muni Samfylkingin leggja fram frumvarp þar sem afnuminn sé réttur landbúnaðarráðuneytis til að hafna breytingum á tollskrám sem varða breytingar á innflutningsvernd búvara. „Við leggjum til að létta bændum aðlögunina og þá verði tekinn upp tímabundinn stuðningur við bændur sem verði mótaður í samráði við samtök þeirra. Þar eru ýmsar leiðir sem koma til greina,“ segir Össur Skarphéðinsson, þingflokksformaður Samfylkingar. „Til dæmis er orðið löngu tímabært að taka upp svokallaða græna styrki og einnig er hægt að styðja við atvinnuuppbyggingu í sveitum þar sem kynnu að skapast einhverjir tímabundnir erfiðleikar.“ Innlent Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Sjá meira
Þingmenn Samfylkingarinnar ætla að leggja fram tillögur á Alþingi sem þeir telja að geti lækkað matarreikning heimilanna um tvö hundruð þúsund krónur á ári. Til að ná því fram vill flokkurinn meðal annars fella niður vörugjald af matvælum og lækka virðisaukaskatt af matvælum um helming. Einnig er lagt til að innflutningstollar af matvælum verði lagðir niður í áföngum. 1. júlí næstkomandi verði helmingur þeirra afnuminn og ári síðar verði allir tollar endanlega fallnir niður. Í tilkynningu frá flokknum segir að Samfylkingin hafi ein flokka barist fyrir lækkun matvælaverðs á undanförnum árum, ríkisstjórnarflokkarnir hafi staðið gegn slíkum tillögum á Alþingi. Matvælakostnaður heimilanna nemi að meðaltali um 750 þúsund krónum á ári og því myndu tillögurnar lækka matarreikninginn um rúman fjórðung. Þá segir að matarverð á Íslandi sé með því hæsta í heiminum og um fimmtíu prósentum hærra en hjá nágrannaþjóðunum. Hátt verð á matvælum á Íslandi sé hins vegar heimatilbúinn vandi sem vel sé hægt að bregðast við. Lagt er til að fyrirkomulagi á stuðningi við bændur verði breytt; teknar verði upp tímabundnar beinar greiðslur og umhverfisstyrkir. Þetta fyrirkomulag verði útfært í samvinnu við bændur. Jafnframt muni Samfylkingin leggja fram frumvarp þar sem afnuminn sé réttur landbúnaðarráðuneytis til að hafna breytingum á tollskrám sem varða breytingar á innflutningsvernd búvara. „Við leggjum til að létta bændum aðlögunina og þá verði tekinn upp tímabundinn stuðningur við bændur sem verði mótaður í samráði við samtök þeirra. Þar eru ýmsar leiðir sem koma til greina,“ segir Össur Skarphéðinsson, þingflokksformaður Samfylkingar. „Til dæmis er orðið löngu tímabært að taka upp svokallaða græna styrki og einnig er hægt að styðja við atvinnuuppbyggingu í sveitum þar sem kynnu að skapast einhverjir tímabundnir erfiðleikar.“
Innlent Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Sjá meira