Gangsett með rafmagni frá háhitasvæðum 25. september 2006 05:00 Ómar Ragnarsson sjónvarpsfréttamaður Ómar Ragnarsson sjónvarpsfréttamaður er hættur að fjalla um umhverfismál í fréttum og ætlar að beita sér fyrir því að Kárahnjúkavirkjun verði ekki sett í gang fyrr en eftir sex ár þegar tekst að útvega rafmagn til þess frá háhitasvæðum á Norðausturlandi. Ómar telur að aldrei muni nást þjóðarsátt um eyðileggingu náttúruverðmæta. Fylgjendur álvers sætti sig ekki við að missa það og erfitt sé að sjá möguleika á annarri þjóðarsátt en hvorutveggja, álveri og Hjalladal. Hvað telur Ómar að þurfi til? Hugrekki og vilja, það segir hann að sé allt sem þarf. Kostnaðurinn við frestun myndi nema um fimmtán til tuttugu milljörðum króna á ári og væri hlutfallslega minna átak fyrir þjóðina en vegna Eyjagossins á sínum tíma. Þessi kostnaður væri álíka og þjóðin greiðir beint til landbúnaðar. Hvernig skiptist þessi kostnaður? Ómar telur að fimm til sex milljarðar á ári færu í skaðabætur til Alcoa og þrír milljarðar í kaup til 450 starfsmanna Alcoa. Hvernig er þetta hugsað? Starfsmennirnir myndu stimpla sig inn og út á vinnuskyldum dögum en þyrftu ekki að vinna í álverinu fyrr en það tæki til starfa. Í frítíma sínum gætu þeir fengið sér aukavinnu við uppbyggingu á þjóðgarði norðan Vatnajökuls, svæði heimsminjaskrár UNESCO á virkjunarsvæðinu og tengda ferðaþjónustu á Austurlandi. Myndu íbúarnir skaðast fjárhagslega? Nei. Vegna mætingarskyldu myndi þjónusta ekki skerðast og íbúarnir ekki skaðast fjárhagslega, þvert á móti myndu þeir hagnast með nýjum möguleikum til uppbyggingar í tengslum við þjóðgarð og heimsminjasvæði sem sköpuðust. Líklega yrði að reikna með sjö til átta milljarða aukalegum fjármagnskostnaði. Innlent Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Ómar Ragnarsson sjónvarpsfréttamaður er hættur að fjalla um umhverfismál í fréttum og ætlar að beita sér fyrir því að Kárahnjúkavirkjun verði ekki sett í gang fyrr en eftir sex ár þegar tekst að útvega rafmagn til þess frá háhitasvæðum á Norðausturlandi. Ómar telur að aldrei muni nást þjóðarsátt um eyðileggingu náttúruverðmæta. Fylgjendur álvers sætti sig ekki við að missa það og erfitt sé að sjá möguleika á annarri þjóðarsátt en hvorutveggja, álveri og Hjalladal. Hvað telur Ómar að þurfi til? Hugrekki og vilja, það segir hann að sé allt sem þarf. Kostnaðurinn við frestun myndi nema um fimmtán til tuttugu milljörðum króna á ári og væri hlutfallslega minna átak fyrir þjóðina en vegna Eyjagossins á sínum tíma. Þessi kostnaður væri álíka og þjóðin greiðir beint til landbúnaðar. Hvernig skiptist þessi kostnaður? Ómar telur að fimm til sex milljarðar á ári færu í skaðabætur til Alcoa og þrír milljarðar í kaup til 450 starfsmanna Alcoa. Hvernig er þetta hugsað? Starfsmennirnir myndu stimpla sig inn og út á vinnuskyldum dögum en þyrftu ekki að vinna í álverinu fyrr en það tæki til starfa. Í frítíma sínum gætu þeir fengið sér aukavinnu við uppbyggingu á þjóðgarði norðan Vatnajökuls, svæði heimsminjaskrár UNESCO á virkjunarsvæðinu og tengda ferðaþjónustu á Austurlandi. Myndu íbúarnir skaðast fjárhagslega? Nei. Vegna mætingarskyldu myndi þjónusta ekki skerðast og íbúarnir ekki skaðast fjárhagslega, þvert á móti myndu þeir hagnast með nýjum möguleikum til uppbyggingar í tengslum við þjóðgarð og heimsminjasvæði sem sköpuðust. Líklega yrði að reikna með sjö til átta milljarða aukalegum fjármagnskostnaði.
Innlent Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira