Mönnunarvandi á leikskólum í Reykjavík var meðal þess sem rætt var á fundi leikskólaráðs fyrir helgi. Um helgina vantaði enn 38 starfsmenn á leikskóla í Reykjavík, sem var svipaður fjöldi og fyrir viku síðan.
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, formaður leikskólaráðs, segir að skoða þurfi fleira en launin til að leysa mönnunarvanda og tekur sem dæmi fjölda barna á hvern starfsmann.
Á fundinum var einnig ákveðið að veita sex leikskólum hvatningarverðlaun árlega og er markmiðið með verðlaunum að vekja athygli á því sem vel er gert.