Íslenskt sjónvarpsefni aukið á RÚV 29. september 2006 00:01 Nú verða sagðar fréttir. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Páll Magnússon útvarpsstjóri fluttu fréttir af nýjum samningi um hlutverk og skyldur RÚV í gær. MYND/heiða Hlutfall innlends dagskrárefnis á kjörtíma (19.00-23.00) Sjónvarpsins eykst úr 44 prósentum nú í 65 prósent á næstu fimm árum. Á sama tíma skal Sjónvarpið kaupa innlent dagskrárefni af sjálfstæðum framleiðendum fyrir meira en tvöfalda þá upphæð sem nú er keypt fyrir. Þetta er meðal þess sem kveðið er á um í nýjum samningi menntamálaráðuneytisins og Ríkisútvarpsins um þjónustu RÚV. Samningurinn, sem nær til ársins 2011, hefur ekki verið undarritaður og öðlast ekki gildi fyrr en Ríkisútvarpið er orðið að hlutafélagi í eigu ríksins. Frumvarp þar að lútandi verður lagt fram í næstu viku. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir samninginn ekki nauðsynlegan fylgifisk nýrra laga um RÚV en telur efni hans skerpa hlutverk þess. Þarna kemur fram til hvers við ætlumst af RÚV og að forgangsraðað verði í þágu innlendrar dagskrárgerðar, textunar, barnaefnis og svo framvegis. Ríkisútvapið kaupir í dag innlent sjónvarpsefni af sjálfstæðum framleiðendum fyrir um 100 milljónir á ári. Við lok samningstímans 2011 skal RÚV kaupa slíkt efni fyrir 250 milljónir. Um leið er rágðert að RÚV auki eigin framleiðslu. Páll Magnússon útvarpsstjóri segir miklar kröfur gerðar til Ríkisútvarpsins í samningnum og hann virki hvetjandi á starfsfólk. Ég lít á samninginn sem svipu á okkur til að fara markvisst og hraðar í þá átt, sem við öll viljum fara í, að auka innlent efni í dagskránni. Mælikvarðar verði á dagskránni og vel fylgst með hvort kröfurnar séu uppfylltar. Það verður erfitt að uppfylla þetta enda meira en að segja það að auka hlutdeild innlends efnis á kjörtíma í sjónvarpi um 50 prósent. En við gerum það samt, segir Páll. Auk almennra ákvæða sem snúa að þjónustu Ríkisútvarpsins í almannaþágu eru einstök atriði í samningnum sem kveða á um breytingar. Fjöldi textaðra klukkustunda skal aukast að lágmarki um 100 prósent frá upphafi samningstímans til loka hans, leitast skal við að miðla fréttum og upplýsingum á erlendu tungumáli og sjónvarpsefni á Norðurlandamálum skal að jafnaði vera að lágmarki fimm prósent af útsendu efni. Innlent Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Hlutfall innlends dagskrárefnis á kjörtíma (19.00-23.00) Sjónvarpsins eykst úr 44 prósentum nú í 65 prósent á næstu fimm árum. Á sama tíma skal Sjónvarpið kaupa innlent dagskrárefni af sjálfstæðum framleiðendum fyrir meira en tvöfalda þá upphæð sem nú er keypt fyrir. Þetta er meðal þess sem kveðið er á um í nýjum samningi menntamálaráðuneytisins og Ríkisútvarpsins um þjónustu RÚV. Samningurinn, sem nær til ársins 2011, hefur ekki verið undarritaður og öðlast ekki gildi fyrr en Ríkisútvarpið er orðið að hlutafélagi í eigu ríksins. Frumvarp þar að lútandi verður lagt fram í næstu viku. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir samninginn ekki nauðsynlegan fylgifisk nýrra laga um RÚV en telur efni hans skerpa hlutverk þess. Þarna kemur fram til hvers við ætlumst af RÚV og að forgangsraðað verði í þágu innlendrar dagskrárgerðar, textunar, barnaefnis og svo framvegis. Ríkisútvapið kaupir í dag innlent sjónvarpsefni af sjálfstæðum framleiðendum fyrir um 100 milljónir á ári. Við lok samningstímans 2011 skal RÚV kaupa slíkt efni fyrir 250 milljónir. Um leið er rágðert að RÚV auki eigin framleiðslu. Páll Magnússon útvarpsstjóri segir miklar kröfur gerðar til Ríkisútvarpsins í samningnum og hann virki hvetjandi á starfsfólk. Ég lít á samninginn sem svipu á okkur til að fara markvisst og hraðar í þá átt, sem við öll viljum fara í, að auka innlent efni í dagskránni. Mælikvarðar verði á dagskránni og vel fylgst með hvort kröfurnar séu uppfylltar. Það verður erfitt að uppfylla þetta enda meira en að segja það að auka hlutdeild innlends efnis á kjörtíma í sjónvarpi um 50 prósent. En við gerum það samt, segir Páll. Auk almennra ákvæða sem snúa að þjónustu Ríkisútvarpsins í almannaþágu eru einstök atriði í samningnum sem kveða á um breytingar. Fjöldi textaðra klukkustunda skal aukast að lágmarki um 100 prósent frá upphafi samningstímans til loka hans, leitast skal við að miðla fréttum og upplýsingum á erlendu tungumáli og sjónvarpsefni á Norðurlandamálum skal að jafnaði vera að lágmarki fimm prósent af útsendu efni.
Innlent Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira