Íslenskt sjónvarpsefni aukið á RÚV 29. september 2006 00:01 Nú verða sagðar fréttir. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Páll Magnússon útvarpsstjóri fluttu fréttir af nýjum samningi um hlutverk og skyldur RÚV í gær. MYND/heiða Hlutfall innlends dagskrárefnis á kjörtíma (19.00-23.00) Sjónvarpsins eykst úr 44 prósentum nú í 65 prósent á næstu fimm árum. Á sama tíma skal Sjónvarpið kaupa innlent dagskrárefni af sjálfstæðum framleiðendum fyrir meira en tvöfalda þá upphæð sem nú er keypt fyrir. Þetta er meðal þess sem kveðið er á um í nýjum samningi menntamálaráðuneytisins og Ríkisútvarpsins um þjónustu RÚV. Samningurinn, sem nær til ársins 2011, hefur ekki verið undarritaður og öðlast ekki gildi fyrr en Ríkisútvarpið er orðið að hlutafélagi í eigu ríksins. Frumvarp þar að lútandi verður lagt fram í næstu viku. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir samninginn ekki nauðsynlegan fylgifisk nýrra laga um RÚV en telur efni hans skerpa hlutverk þess. Þarna kemur fram til hvers við ætlumst af RÚV og að forgangsraðað verði í þágu innlendrar dagskrárgerðar, textunar, barnaefnis og svo framvegis. Ríkisútvapið kaupir í dag innlent sjónvarpsefni af sjálfstæðum framleiðendum fyrir um 100 milljónir á ári. Við lok samningstímans 2011 skal RÚV kaupa slíkt efni fyrir 250 milljónir. Um leið er rágðert að RÚV auki eigin framleiðslu. Páll Magnússon útvarpsstjóri segir miklar kröfur gerðar til Ríkisútvarpsins í samningnum og hann virki hvetjandi á starfsfólk. Ég lít á samninginn sem svipu á okkur til að fara markvisst og hraðar í þá átt, sem við öll viljum fara í, að auka innlent efni í dagskránni. Mælikvarðar verði á dagskránni og vel fylgst með hvort kröfurnar séu uppfylltar. Það verður erfitt að uppfylla þetta enda meira en að segja það að auka hlutdeild innlends efnis á kjörtíma í sjónvarpi um 50 prósent. En við gerum það samt, segir Páll. Auk almennra ákvæða sem snúa að þjónustu Ríkisútvarpsins í almannaþágu eru einstök atriði í samningnum sem kveða á um breytingar. Fjöldi textaðra klukkustunda skal aukast að lágmarki um 100 prósent frá upphafi samningstímans til loka hans, leitast skal við að miðla fréttum og upplýsingum á erlendu tungumáli og sjónvarpsefni á Norðurlandamálum skal að jafnaði vera að lágmarki fimm prósent af útsendu efni. Innlent Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Hlutfall innlends dagskrárefnis á kjörtíma (19.00-23.00) Sjónvarpsins eykst úr 44 prósentum nú í 65 prósent á næstu fimm árum. Á sama tíma skal Sjónvarpið kaupa innlent dagskrárefni af sjálfstæðum framleiðendum fyrir meira en tvöfalda þá upphæð sem nú er keypt fyrir. Þetta er meðal þess sem kveðið er á um í nýjum samningi menntamálaráðuneytisins og Ríkisútvarpsins um þjónustu RÚV. Samningurinn, sem nær til ársins 2011, hefur ekki verið undarritaður og öðlast ekki gildi fyrr en Ríkisútvarpið er orðið að hlutafélagi í eigu ríksins. Frumvarp þar að lútandi verður lagt fram í næstu viku. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir samninginn ekki nauðsynlegan fylgifisk nýrra laga um RÚV en telur efni hans skerpa hlutverk þess. Þarna kemur fram til hvers við ætlumst af RÚV og að forgangsraðað verði í þágu innlendrar dagskrárgerðar, textunar, barnaefnis og svo framvegis. Ríkisútvapið kaupir í dag innlent sjónvarpsefni af sjálfstæðum framleiðendum fyrir um 100 milljónir á ári. Við lok samningstímans 2011 skal RÚV kaupa slíkt efni fyrir 250 milljónir. Um leið er rágðert að RÚV auki eigin framleiðslu. Páll Magnússon útvarpsstjóri segir miklar kröfur gerðar til Ríkisútvarpsins í samningnum og hann virki hvetjandi á starfsfólk. Ég lít á samninginn sem svipu á okkur til að fara markvisst og hraðar í þá átt, sem við öll viljum fara í, að auka innlent efni í dagskránni. Mælikvarðar verði á dagskránni og vel fylgst með hvort kröfurnar séu uppfylltar. Það verður erfitt að uppfylla þetta enda meira en að segja það að auka hlutdeild innlends efnis á kjörtíma í sjónvarpi um 50 prósent. En við gerum það samt, segir Páll. Auk almennra ákvæða sem snúa að þjónustu Ríkisútvarpsins í almannaþágu eru einstök atriði í samningnum sem kveða á um breytingar. Fjöldi textaðra klukkustunda skal aukast að lágmarki um 100 prósent frá upphafi samningstímans til loka hans, leitast skal við að miðla fréttum og upplýsingum á erlendu tungumáli og sjónvarpsefni á Norðurlandamálum skal að jafnaði vera að lágmarki fimm prósent af útsendu efni.
Innlent Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira