Krefjandi verkefni hjá Fram í Slóveníu 8. október 2006 11:45 Á flugi. Jóhann Gunnar Einarsson leikmaður ógnar hér marki Gummersbach í Evrópuleik liðanna á dögunum. Þrjú íslensk lið verða í eldlínunni í Evrópukeppni karla í handbolta í dag. Tveir leikir fara fram hér á landi en Íslandsmeistarar Fram leika í Slóveníu gegn Celje í F-riðli Meistaradeildarinnar. Sá leikur verður í beinni útsendingu á Sýn og hefst útsending 15.10. Fréttablaðið náði tali af Guðmundi Guðmundssyni, þjálfara Fram, þegar hann var á ferðalagi með liðinu í gær. „Þetta er ansi knappur tími og hefði verið betra ef við hefðum getað farið fyrr út. Þetta er náttúrulega mjög langt ferðalag,“ sagði Guðmundur en Fram var komið upp á hótel um klukkan tíu í gærkvöldi. „Við vitum að þetta er geysilega sterkt lið og við þurfum að spila mjög vel til að ná hagstæðum úrslitum. Þeir hafa um tíu landsliðsmenn í sínum röðum, eru mjög vel mannaðir og spila mjög hraðan handbolta.“ Celje vann öruggan sigur í fyrstu umferð keppninnar þegar liðið lagði norska liðið Sandefjord 37-26 og hefur Guðmundur kynnt sér liðið vel. „Þeir spila mjög skipulagðan og góðan handbolta þar sem allir leikmennirnir á vellinum taka virkan þátt í sóknarleiknum. Þeir hafa mjög góða skotmenn þannig að það verður erfitt við þá að eiga. Það er ekki hægt að spila aftarlega gegn þeim,“ sagði Guðmundur sem reiknar með mjög erfiðum leik. „Höllin hjá þeim er yfirleitt full og gríðarleg íþróttahefð í þessum bæ. Mörg lið sem hafa komið þarna í gegnum tíðina hafa oft átt erfitt með að höndla þessa miklu stemningu sem er þarna. Við reynum að undirbúa okkur undir það eins vel og við getum og þetta er náttúrulega bara gríðarleg reynsla sem strákarnir í liðinu öðlast,“ sagði Guðmundur. Klukkan fjögur í dag leikur Stjarnan á heimavelli sínum gegn Madvescak Zagreb en þetta er síðari leikur liðanna í 2. umferð Evrópukeppni bikarhafa. Stjarnan tapaði fyrri leiknum með sjö marka mun á útivelli. Klukkan átta í kvöld mætast síðan Haukar og ítölsku meistararnir í Conversano í 2. umferð EHF-keppninnar. Haukar eru í ágætis málum en þeir töpuðu útileiknum aðeins með eins marks mun og stefna á sigur á Ásvöllum í kvöld. Íslenski handboltinn Handbolti Íþróttir Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Sjá meira
Þrjú íslensk lið verða í eldlínunni í Evrópukeppni karla í handbolta í dag. Tveir leikir fara fram hér á landi en Íslandsmeistarar Fram leika í Slóveníu gegn Celje í F-riðli Meistaradeildarinnar. Sá leikur verður í beinni útsendingu á Sýn og hefst útsending 15.10. Fréttablaðið náði tali af Guðmundi Guðmundssyni, þjálfara Fram, þegar hann var á ferðalagi með liðinu í gær. „Þetta er ansi knappur tími og hefði verið betra ef við hefðum getað farið fyrr út. Þetta er náttúrulega mjög langt ferðalag,“ sagði Guðmundur en Fram var komið upp á hótel um klukkan tíu í gærkvöldi. „Við vitum að þetta er geysilega sterkt lið og við þurfum að spila mjög vel til að ná hagstæðum úrslitum. Þeir hafa um tíu landsliðsmenn í sínum röðum, eru mjög vel mannaðir og spila mjög hraðan handbolta.“ Celje vann öruggan sigur í fyrstu umferð keppninnar þegar liðið lagði norska liðið Sandefjord 37-26 og hefur Guðmundur kynnt sér liðið vel. „Þeir spila mjög skipulagðan og góðan handbolta þar sem allir leikmennirnir á vellinum taka virkan þátt í sóknarleiknum. Þeir hafa mjög góða skotmenn þannig að það verður erfitt við þá að eiga. Það er ekki hægt að spila aftarlega gegn þeim,“ sagði Guðmundur sem reiknar með mjög erfiðum leik. „Höllin hjá þeim er yfirleitt full og gríðarleg íþróttahefð í þessum bæ. Mörg lið sem hafa komið þarna í gegnum tíðina hafa oft átt erfitt með að höndla þessa miklu stemningu sem er þarna. Við reynum að undirbúa okkur undir það eins vel og við getum og þetta er náttúrulega bara gríðarleg reynsla sem strákarnir í liðinu öðlast,“ sagði Guðmundur. Klukkan fjögur í dag leikur Stjarnan á heimavelli sínum gegn Madvescak Zagreb en þetta er síðari leikur liðanna í 2. umferð Evrópukeppni bikarhafa. Stjarnan tapaði fyrri leiknum með sjö marka mun á útivelli. Klukkan átta í kvöld mætast síðan Haukar og ítölsku meistararnir í Conversano í 2. umferð EHF-keppninnar. Haukar eru í ágætis málum en þeir töpuðu útileiknum aðeins með eins marks mun og stefna á sigur á Ásvöllum í kvöld.
Íslenski handboltinn Handbolti Íþróttir Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Sjá meira