Sagnfræðingur og stjörnuvitni Jón Baldvin Hannibalsson skrifar 19. október 2006 05:00 Viðbrögð sumra stjórnmálamanna við þeim upplýsingum, að sími utanríkisráðherra hafi verið hleraður svo seint sem á árunum 1991-93, mega heita undarleg. Fyrstu viðbrögð voru þau, að fórnalamb ólöglegra og leynilegra hlerana var krafið um vitni. Vandinn er sá, að hér er um að ræða leynilega starfsemi, sem eðli málsins samkvæmt fer fram, þar sem vitnum verður ekki við komið. Annars vegar eru gerendur bundnir þagnareiðum við yfirmenn, sem þeir eiga starfsframa sinn undir. Hins vegar hafa þeir gerst brotlegir við lög og eiga því yfir höfði sér málsókn. Við þessar aðstæður er borin von, að vitnin gefi sig fram. Vilji menn í alvöru upplýsa málið og fá öll gögn upp á borðið, verður að fara norsku leiðina: Að þingið samþykki lög um sakaruppgjöf og skipi þverpólitíska nefnd, sem hvetji menn til að stíga út úr skúmaskotum fortíðar. Skrítnust eru þó viðbrögð Þórs Whitehead, sagnfræðings. Hann hefur sem kunnugt er, birt upplýsingar um leynilega starfrækslu leyniþjónustu, sem var falin í íslenska stjórnkerfinu, en hafði að markmiði að halda uppi njósnum (þ.m.t. hlerunum) um íslenska ríkisborgara áratugum saman. Þessar upplýsingar vekja upp réttmætar spurningar, þ.m.t. hvort þessari leyniþjónustu sé lokið og þá hvenær henni hafi lokið? Fremur en að standa fyrir máli sínu og taka undir með þeim, sem krefjast þess að öll spil verði lögð á borðið, bregst sagnfræðingurinn við með því að benda á Steingrím Hermannsson og undirritaðan og reyna að telja lesendum sínum trú um, að við höfum líka rekið leyniþjónustu. Þetta mega heita undarleg samanburðarfræði. Annars vegar eru upplýsingar um, að dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins hafi á sínum tíma beitt sér fyrir stofnun og starfrækslu leyniþjónustu innan íslenska stjórnkerfisins, sem starfaði áratugum saman. Hins vegar er íslenskur utanríkisráðherra, sem felur íslenskum embættismanni hjá NATO að kanna það , við fall Austur-Þýskalands 1989, hvort leyniþjónustan STASI hafi starfað á Íslandi eða haft íslenska ríkisborgara í þjónustu sinni. Af hverju var varafastafulltrúa hjá NATO falið að fylgjast með þessu máli? Af því að forsætis- og utanríkisráðherrar Íslands vissu ekki að til væri íslensk leyniþjónusta, sem starfaði í nánu samstarfi við vesturþýska kollega . Sem betur fer fékk sagan farsælan endi, því að upplýst var, að STASI hefði ekki starfað hér á landi, svo vitað væri, og engir íslenskir ríkisborgarar gengið í þjónustu þeirra. Er sama hægt að segja um leyniþjónustu Bandaríkjanna? utanríkisráðherra Íslands 1988-95 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Baldvin Hannibalsson Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Viðbrögð sumra stjórnmálamanna við þeim upplýsingum, að sími utanríkisráðherra hafi verið hleraður svo seint sem á árunum 1991-93, mega heita undarleg. Fyrstu viðbrögð voru þau, að fórnalamb ólöglegra og leynilegra hlerana var krafið um vitni. Vandinn er sá, að hér er um að ræða leynilega starfsemi, sem eðli málsins samkvæmt fer fram, þar sem vitnum verður ekki við komið. Annars vegar eru gerendur bundnir þagnareiðum við yfirmenn, sem þeir eiga starfsframa sinn undir. Hins vegar hafa þeir gerst brotlegir við lög og eiga því yfir höfði sér málsókn. Við þessar aðstæður er borin von, að vitnin gefi sig fram. Vilji menn í alvöru upplýsa málið og fá öll gögn upp á borðið, verður að fara norsku leiðina: Að þingið samþykki lög um sakaruppgjöf og skipi þverpólitíska nefnd, sem hvetji menn til að stíga út úr skúmaskotum fortíðar. Skrítnust eru þó viðbrögð Þórs Whitehead, sagnfræðings. Hann hefur sem kunnugt er, birt upplýsingar um leynilega starfrækslu leyniþjónustu, sem var falin í íslenska stjórnkerfinu, en hafði að markmiði að halda uppi njósnum (þ.m.t. hlerunum) um íslenska ríkisborgara áratugum saman. Þessar upplýsingar vekja upp réttmætar spurningar, þ.m.t. hvort þessari leyniþjónustu sé lokið og þá hvenær henni hafi lokið? Fremur en að standa fyrir máli sínu og taka undir með þeim, sem krefjast þess að öll spil verði lögð á borðið, bregst sagnfræðingurinn við með því að benda á Steingrím Hermannsson og undirritaðan og reyna að telja lesendum sínum trú um, að við höfum líka rekið leyniþjónustu. Þetta mega heita undarleg samanburðarfræði. Annars vegar eru upplýsingar um, að dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins hafi á sínum tíma beitt sér fyrir stofnun og starfrækslu leyniþjónustu innan íslenska stjórnkerfisins, sem starfaði áratugum saman. Hins vegar er íslenskur utanríkisráðherra, sem felur íslenskum embættismanni hjá NATO að kanna það , við fall Austur-Þýskalands 1989, hvort leyniþjónustan STASI hafi starfað á Íslandi eða haft íslenska ríkisborgara í þjónustu sinni. Af hverju var varafastafulltrúa hjá NATO falið að fylgjast með þessu máli? Af því að forsætis- og utanríkisráðherrar Íslands vissu ekki að til væri íslensk leyniþjónusta, sem starfaði í nánu samstarfi við vesturþýska kollega . Sem betur fer fékk sagan farsælan endi, því að upplýst var, að STASI hefði ekki starfað hér á landi, svo vitað væri, og engir íslenskir ríkisborgarar gengið í þjónustu þeirra. Er sama hægt að segja um leyniþjónustu Bandaríkjanna? utanríkisráðherra Íslands 1988-95
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun