Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar 18. nóvember 2025 14:00 Næstu mánaðamót eftir að opinber starfsmaður nær sjötugsaldri er hann talinn einskis nýtur. Honum er fleygt út eins og gömlum skrjóði á leið til förgunar. Gildir þá einu hvort viðkomandi hafi löngun til að starfa áfram, hafi færni til að sinna starfinu og búi að vel metinni reynslu og þekkingu. Þessi lögbundnu starfslok opinberra starfsmanna við sjötugt eru auðvitað hrein tímaskekkja. Rökin áttu á sínum tíma rætur í allt öðrum heimi þar sem fólk var útslitið og lúið af erfiði dagsins þegar komið var fram undir sjötugt, búið að vinna sér til óbóta um aldur fram. Að viðhalda árum saman þeirri reglu að líta á sjötíu ára afmælisdag opinberra starfsmanna sem eðlilega lokastöð starfsævinnar er skólabókardæmi um íslenska þvermóðsku. Það mætti jafnvel ganga lengra og segja það vera einhliða valdbeitingu. Engum blöðum er um það að fletta að þegar reglurnar tóku gildi fyrir áratugum voru lífslíkur styttri og heilsufar almennt lakara. En mergurinn málsins er samt þessi: brottrekstur vegna kennitölu getur haft bein neikvæð áhrif á líf og heilsu fólks þótt það sé sjaldan rætt. Í sumum tilvikum er þessari breytingu best lýst sem áfalli. Þegar einstaklingur er sendur heim gegn vilja sínum, án þess að líkamleg eða vitsmunaleg geta hafi dvínað, verður breyting á verulegan hluta daglegs lífs: félagslegum tengslum, hlutverki, ábyrgð og andlegri örvun. Ég ímynda mér að þetta séu allt þættir sem rannsóknir á öldrun sýni að séu meðal þeirra mikilvægustu til að draga úr hröðun ellinnar. Það kann að þykja langt seilst að segja að afleiðingar títtnefndrar reglu kunni að leiða til aukinnar fjárhagslegrar byrði á samfélaginu borið saman við að gefa fólki kost á því að vinna lengur. Iðjuleysi getur flýtt verulega fyrir elliglöpum. Heilinn þarf áskoranir til að viðhalda vitsmunalegri getu, takast á við aðrar og meiri áskoranir en þær að róa fram í gráðið, leggja kapal og telja strætisvagnana sem framhjá fara. Kyrrseta og fábreytni eru ekki góðir leikfélagar. Jafnvel þótt elliglöp komi ekki fram alveg strax hjá þeim sem hefur glatað starfi sínu vegna kennitölunnar er deginum ljósara að forsendurnar fyrir þeim vanda sem heilbrigðisyfirvöld vilja afstýra eru fyrir hendi: hröðun ellinnar, aukin hætta á kvíða og þunglyndi og vitræn skerðing. Heilsutap, með öðrum orðum. Enn eitt: það er óskynsamlegt út frá hagsmunum ríkisins sjálfs að senda reynslumikla starfsmenn heim um leið og þeir verða sjötugir. Sérfræðiþekking, innsæi og áratugalöng starfsreynsla er ekki endurnýjuð á fáeinum dögum eða vikum. Að frábiðja sér starfskrafta einstaklings vegna fæðingarárs er fásinna, en líka óhagkvæmt og ósanngjarnt. Það er löngu tímabært að endurskoða þessa reglu. Opinberir starfsmenn eiga að geta valið sjálfir hvenær þeir hætta, líkt og þúsundir Íslendinga á almennum vinnumarkaði. Þvinguð starfslok eiga ekki heima í samfélagi sem á að byggja á jafnrétti, mannhelgi og virðingu fyrir einstaklingnum. Það sem skiptir máli er hvað hann hefur fram að færa, ekki tölustafur í kennitölu. Höfundur er fyrrverandi opinber starfsmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Salvarsson Rekstur hins opinbera Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Næstu mánaðamót eftir að opinber starfsmaður nær sjötugsaldri er hann talinn einskis nýtur. Honum er fleygt út eins og gömlum skrjóði á leið til förgunar. Gildir þá einu hvort viðkomandi hafi löngun til að starfa áfram, hafi færni til að sinna starfinu og búi að vel metinni reynslu og þekkingu. Þessi lögbundnu starfslok opinberra starfsmanna við sjötugt eru auðvitað hrein tímaskekkja. Rökin áttu á sínum tíma rætur í allt öðrum heimi þar sem fólk var útslitið og lúið af erfiði dagsins þegar komið var fram undir sjötugt, búið að vinna sér til óbóta um aldur fram. Að viðhalda árum saman þeirri reglu að líta á sjötíu ára afmælisdag opinberra starfsmanna sem eðlilega lokastöð starfsævinnar er skólabókardæmi um íslenska þvermóðsku. Það mætti jafnvel ganga lengra og segja það vera einhliða valdbeitingu. Engum blöðum er um það að fletta að þegar reglurnar tóku gildi fyrir áratugum voru lífslíkur styttri og heilsufar almennt lakara. En mergurinn málsins er samt þessi: brottrekstur vegna kennitölu getur haft bein neikvæð áhrif á líf og heilsu fólks þótt það sé sjaldan rætt. Í sumum tilvikum er þessari breytingu best lýst sem áfalli. Þegar einstaklingur er sendur heim gegn vilja sínum, án þess að líkamleg eða vitsmunaleg geta hafi dvínað, verður breyting á verulegan hluta daglegs lífs: félagslegum tengslum, hlutverki, ábyrgð og andlegri örvun. Ég ímynda mér að þetta séu allt þættir sem rannsóknir á öldrun sýni að séu meðal þeirra mikilvægustu til að draga úr hröðun ellinnar. Það kann að þykja langt seilst að segja að afleiðingar títtnefndrar reglu kunni að leiða til aukinnar fjárhagslegrar byrði á samfélaginu borið saman við að gefa fólki kost á því að vinna lengur. Iðjuleysi getur flýtt verulega fyrir elliglöpum. Heilinn þarf áskoranir til að viðhalda vitsmunalegri getu, takast á við aðrar og meiri áskoranir en þær að róa fram í gráðið, leggja kapal og telja strætisvagnana sem framhjá fara. Kyrrseta og fábreytni eru ekki góðir leikfélagar. Jafnvel þótt elliglöp komi ekki fram alveg strax hjá þeim sem hefur glatað starfi sínu vegna kennitölunnar er deginum ljósara að forsendurnar fyrir þeim vanda sem heilbrigðisyfirvöld vilja afstýra eru fyrir hendi: hröðun ellinnar, aukin hætta á kvíða og þunglyndi og vitræn skerðing. Heilsutap, með öðrum orðum. Enn eitt: það er óskynsamlegt út frá hagsmunum ríkisins sjálfs að senda reynslumikla starfsmenn heim um leið og þeir verða sjötugir. Sérfræðiþekking, innsæi og áratugalöng starfsreynsla er ekki endurnýjuð á fáeinum dögum eða vikum. Að frábiðja sér starfskrafta einstaklings vegna fæðingarárs er fásinna, en líka óhagkvæmt og ósanngjarnt. Það er löngu tímabært að endurskoða þessa reglu. Opinberir starfsmenn eiga að geta valið sjálfir hvenær þeir hætta, líkt og þúsundir Íslendinga á almennum vinnumarkaði. Þvinguð starfslok eiga ekki heima í samfélagi sem á að byggja á jafnrétti, mannhelgi og virðingu fyrir einstaklingnum. Það sem skiptir máli er hvað hann hefur fram að færa, ekki tölustafur í kennitölu. Höfundur er fyrrverandi opinber starfsmaður.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar