Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar 18. nóvember 2025 14:00 Næstu mánaðamót eftir að opinber starfsmaður nær sjötugsaldri er hann talinn einskis nýtur. Honum er fleygt út eins og gömlum skrjóði á leið til förgunar. Gildir þá einu hvort viðkomandi hafi löngun til að starfa áfram, hafi færni til að sinna starfinu og búi að vel metinni reynslu og þekkingu. Þessi lögbundnu starfslok opinberra starfsmanna við sjötugt eru auðvitað hrein tímaskekkja. Rökin áttu á sínum tíma rætur í allt öðrum heimi þar sem fólk var útslitið og lúið af erfiði dagsins þegar komið var fram undir sjötugt, búið að vinna sér til óbóta um aldur fram. Að viðhalda árum saman þeirri reglu að líta á sjötíu ára afmælisdag opinberra starfsmanna sem eðlilega lokastöð starfsævinnar er skólabókardæmi um íslenska þvermóðsku. Það mætti jafnvel ganga lengra og segja það vera einhliða valdbeitingu. Engum blöðum er um það að fletta að þegar reglurnar tóku gildi fyrir áratugum voru lífslíkur styttri og heilsufar almennt lakara. En mergurinn málsins er samt þessi: brottrekstur vegna kennitölu getur haft bein neikvæð áhrif á líf og heilsu fólks þótt það sé sjaldan rætt. Í sumum tilvikum er þessari breytingu best lýst sem áfalli. Þegar einstaklingur er sendur heim gegn vilja sínum, án þess að líkamleg eða vitsmunaleg geta hafi dvínað, verður breyting á verulegan hluta daglegs lífs: félagslegum tengslum, hlutverki, ábyrgð og andlegri örvun. Ég ímynda mér að þetta séu allt þættir sem rannsóknir á öldrun sýni að séu meðal þeirra mikilvægustu til að draga úr hröðun ellinnar. Það kann að þykja langt seilst að segja að afleiðingar títtnefndrar reglu kunni að leiða til aukinnar fjárhagslegrar byrði á samfélaginu borið saman við að gefa fólki kost á því að vinna lengur. Iðjuleysi getur flýtt verulega fyrir elliglöpum. Heilinn þarf áskoranir til að viðhalda vitsmunalegri getu, takast á við aðrar og meiri áskoranir en þær að róa fram í gráðið, leggja kapal og telja strætisvagnana sem framhjá fara. Kyrrseta og fábreytni eru ekki góðir leikfélagar. Jafnvel þótt elliglöp komi ekki fram alveg strax hjá þeim sem hefur glatað starfi sínu vegna kennitölunnar er deginum ljósara að forsendurnar fyrir þeim vanda sem heilbrigðisyfirvöld vilja afstýra eru fyrir hendi: hröðun ellinnar, aukin hætta á kvíða og þunglyndi og vitræn skerðing. Heilsutap, með öðrum orðum. Enn eitt: það er óskynsamlegt út frá hagsmunum ríkisins sjálfs að senda reynslumikla starfsmenn heim um leið og þeir verða sjötugir. Sérfræðiþekking, innsæi og áratugalöng starfsreynsla er ekki endurnýjuð á fáeinum dögum eða vikum. Að frábiðja sér starfskrafta einstaklings vegna fæðingarárs er fásinna, en líka óhagkvæmt og ósanngjarnt. Það er löngu tímabært að endurskoða þessa reglu. Opinberir starfsmenn eiga að geta valið sjálfir hvenær þeir hætta, líkt og þúsundir Íslendinga á almennum vinnumarkaði. Þvinguð starfslok eiga ekki heima í samfélagi sem á að byggja á jafnrétti, mannhelgi og virðingu fyrir einstaklingnum. Það sem skiptir máli er hvað hann hefur fram að færa, ekki tölustafur í kennitölu. Höfundur er fyrrverandi opinber starfsmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Salvarsson Rekstur hins opinbera Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Næstu mánaðamót eftir að opinber starfsmaður nær sjötugsaldri er hann talinn einskis nýtur. Honum er fleygt út eins og gömlum skrjóði á leið til förgunar. Gildir þá einu hvort viðkomandi hafi löngun til að starfa áfram, hafi færni til að sinna starfinu og búi að vel metinni reynslu og þekkingu. Þessi lögbundnu starfslok opinberra starfsmanna við sjötugt eru auðvitað hrein tímaskekkja. Rökin áttu á sínum tíma rætur í allt öðrum heimi þar sem fólk var útslitið og lúið af erfiði dagsins þegar komið var fram undir sjötugt, búið að vinna sér til óbóta um aldur fram. Að viðhalda árum saman þeirri reglu að líta á sjötíu ára afmælisdag opinberra starfsmanna sem eðlilega lokastöð starfsævinnar er skólabókardæmi um íslenska þvermóðsku. Það mætti jafnvel ganga lengra og segja það vera einhliða valdbeitingu. Engum blöðum er um það að fletta að þegar reglurnar tóku gildi fyrir áratugum voru lífslíkur styttri og heilsufar almennt lakara. En mergurinn málsins er samt þessi: brottrekstur vegna kennitölu getur haft bein neikvæð áhrif á líf og heilsu fólks þótt það sé sjaldan rætt. Í sumum tilvikum er þessari breytingu best lýst sem áfalli. Þegar einstaklingur er sendur heim gegn vilja sínum, án þess að líkamleg eða vitsmunaleg geta hafi dvínað, verður breyting á verulegan hluta daglegs lífs: félagslegum tengslum, hlutverki, ábyrgð og andlegri örvun. Ég ímynda mér að þetta séu allt þættir sem rannsóknir á öldrun sýni að séu meðal þeirra mikilvægustu til að draga úr hröðun ellinnar. Það kann að þykja langt seilst að segja að afleiðingar títtnefndrar reglu kunni að leiða til aukinnar fjárhagslegrar byrði á samfélaginu borið saman við að gefa fólki kost á því að vinna lengur. Iðjuleysi getur flýtt verulega fyrir elliglöpum. Heilinn þarf áskoranir til að viðhalda vitsmunalegri getu, takast á við aðrar og meiri áskoranir en þær að róa fram í gráðið, leggja kapal og telja strætisvagnana sem framhjá fara. Kyrrseta og fábreytni eru ekki góðir leikfélagar. Jafnvel þótt elliglöp komi ekki fram alveg strax hjá þeim sem hefur glatað starfi sínu vegna kennitölunnar er deginum ljósara að forsendurnar fyrir þeim vanda sem heilbrigðisyfirvöld vilja afstýra eru fyrir hendi: hröðun ellinnar, aukin hætta á kvíða og þunglyndi og vitræn skerðing. Heilsutap, með öðrum orðum. Enn eitt: það er óskynsamlegt út frá hagsmunum ríkisins sjálfs að senda reynslumikla starfsmenn heim um leið og þeir verða sjötugir. Sérfræðiþekking, innsæi og áratugalöng starfsreynsla er ekki endurnýjuð á fáeinum dögum eða vikum. Að frábiðja sér starfskrafta einstaklings vegna fæðingarárs er fásinna, en líka óhagkvæmt og ósanngjarnt. Það er löngu tímabært að endurskoða þessa reglu. Opinberir starfsmenn eiga að geta valið sjálfir hvenær þeir hætta, líkt og þúsundir Íslendinga á almennum vinnumarkaði. Þvinguð starfslok eiga ekki heima í samfélagi sem á að byggja á jafnrétti, mannhelgi og virðingu fyrir einstaklingnum. Það sem skiptir máli er hvað hann hefur fram að færa, ekki tölustafur í kennitölu. Höfundur er fyrrverandi opinber starfsmaður.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun