Ég vil skattfrelsi líknarfélaga 26. október 2006 05:00 Líknarfélög hér á landi vinna margvísleg þjóðþrifaverk. Þau njóta samt ekki sömu skattfríðinda og líknarfélög í Evrópu og Bandaríkjunum. Þegar ég sat á Alþingi lagði ég fram þingsályktunartillögu um skattfrelsi íslenskra líknarfélaga. Í henni er lagt til að fjármálaráðherra leggi fyrir Alþingi frumvarp um að skattreglum verði breytt þannig að íslensk líknarfélög njóti sömu skattfríðinda og erlendis. Ég hef lagt mesta áherslu á undanþágu vegna fjármagnstekjuskatts, því löng reynsla mín af starfi fyrir líknarfélög sýnir mér, að það er stærsti bitinn sem ríkið klípur af þeim með skattheimtu.Ísland er eftirbátur annarraÍ dag njóta íslensk líknarfélög ekki undanþágu frá greiðslu fjármagnstekjuskatts. Þau eru heldur ekki undanþegin erfðafjárskatti eftir lagabreytingu 2004. Þau hafa ekki lagalegan rétt til endurgreiðslu á virðisaukaskatti á aðföngum. Á Íslandi er einstaklingum heldur ekki heimilt að draga framlög sín til góðgerðarfélaga eða líknarfélaga frá skattstofni - eins og gilti þó eitt sinn og var þeim mikil lyftistöng. Í Evrópu og Bandaríkjunum eru allar þessar undanþágur í gildi. Þar skilja stjórnvöld greinilega betur, hversu gríðarlega mikilvægt starf líknarfélaga er, og hversu þýðingarmikið er að styðja við bakið á þeim.Ísland er reyndar eina landið sem ég veit um þar sem stjórnvöld ýta ekki undir framlög einstaklinga til líknarfélaga með því að leyfa þeim að draga framlagið frá skattstofni. Í öllum öðrum löndum er skattafrádráttur vegna framlaga til góðgerðarsamtaka og líknarfélaga talinn vera mikilvæg hvatning til einstaklinga til að láta eitthvað af höndum rakna til starfsemi þeirra.Þetta kom fram í skýrslu sem Jónas Guðmundsson, hagfræðingur, gerði 2004 fyrir ýmis hjálparsamtök hér á landi. Lögaðilar mega þó hér á landi draga 0,5% af tekjum sínum frá skattstofni vegna framlaga til líknar- og mannúðarmála.Mikilvægt hlutverk líknarfélagaÉg hef sjálf unnið í áratug fyrir ýmis styrktarsamtök eins og SÍBS og Neistann styrktarfélag hjartveikra barna. Styrktarsjóður hjartveikra barna hefur til dæmis á sl. 5 árum samtals greitt í fjármagnstekjuskatt af vaxtatekjum kringum 1700 þúsund kr. Óhætt er að segja að það skýtur skökku við, að frjáls félagasamtök sem með söfnunum og sjálfboðastarfi létta á útgjöldum ríkisins skuli þurfa að greiða því háar upphæðir í skatta af vaxtatekjum.Líknarfélög, eins og Umhyggja, Styrktarsjóður hjartveikra barna, Krabbameinsfélagið og SKB svo eitthvað sé nefnt, vinna að verðugum félagslegum verkefnum, sem opinberar stofnanir þyrftu annars að sinna. Hið opinbera þyrfti þá að verja til þess meira af fjármagni skattborgaranna en ella. Persónulega er ég þeirrar skoðunar að það væri æskilegt að frjáls líknarsamtök og góðgerðarsamtök tækju að sér meira hlutverk í samfélaginu í framtíðinni. Þau vinna af hugsjónum.Starf þeirra er yfirleitt ólaunað sjálfboðaliðastarf. Þau eiga betur með að hjálpa einstaklingum er ópersónulegar stofnanir, hversu góðir einstaklingarnir eru sem þar vinna. Þess vegna eiga stjórnvöld að auðvelda þeim tilveruna með því að létta af þeim skatti, og beita skattareglum til að örva almenning til að láta fé renna til þeirra.Ferns konar breytingarTilgangur minn með tillögunni er því að fá stjórnvöld til að breyta skattalögum með ferns konar hætti: Líknarfélög ættu ekki að þurfa að greiða fjármagnstekjuskatt og erfðafjárskatt. Auk þess ættu þau að fá lagalegan rétt til endurgreiðslu á virðisaukaskatti á aðföngum, og einstaklingar ættu að fá rúma heimild til að draga frá skattstofni sínum framlög til líknarfélaga.Höfundur er varaþingmaður og frambjóðandi í prófkjöri Samfylkingarinnar í SV-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Líknarfélög hér á landi vinna margvísleg þjóðþrifaverk. Þau njóta samt ekki sömu skattfríðinda og líknarfélög í Evrópu og Bandaríkjunum. Þegar ég sat á Alþingi lagði ég fram þingsályktunartillögu um skattfrelsi íslenskra líknarfélaga. Í henni er lagt til að fjármálaráðherra leggi fyrir Alþingi frumvarp um að skattreglum verði breytt þannig að íslensk líknarfélög njóti sömu skattfríðinda og erlendis. Ég hef lagt mesta áherslu á undanþágu vegna fjármagnstekjuskatts, því löng reynsla mín af starfi fyrir líknarfélög sýnir mér, að það er stærsti bitinn sem ríkið klípur af þeim með skattheimtu.Ísland er eftirbátur annarraÍ dag njóta íslensk líknarfélög ekki undanþágu frá greiðslu fjármagnstekjuskatts. Þau eru heldur ekki undanþegin erfðafjárskatti eftir lagabreytingu 2004. Þau hafa ekki lagalegan rétt til endurgreiðslu á virðisaukaskatti á aðföngum. Á Íslandi er einstaklingum heldur ekki heimilt að draga framlög sín til góðgerðarfélaga eða líknarfélaga frá skattstofni - eins og gilti þó eitt sinn og var þeim mikil lyftistöng. Í Evrópu og Bandaríkjunum eru allar þessar undanþágur í gildi. Þar skilja stjórnvöld greinilega betur, hversu gríðarlega mikilvægt starf líknarfélaga er, og hversu þýðingarmikið er að styðja við bakið á þeim.Ísland er reyndar eina landið sem ég veit um þar sem stjórnvöld ýta ekki undir framlög einstaklinga til líknarfélaga með því að leyfa þeim að draga framlagið frá skattstofni. Í öllum öðrum löndum er skattafrádráttur vegna framlaga til góðgerðarsamtaka og líknarfélaga talinn vera mikilvæg hvatning til einstaklinga til að láta eitthvað af höndum rakna til starfsemi þeirra.Þetta kom fram í skýrslu sem Jónas Guðmundsson, hagfræðingur, gerði 2004 fyrir ýmis hjálparsamtök hér á landi. Lögaðilar mega þó hér á landi draga 0,5% af tekjum sínum frá skattstofni vegna framlaga til líknar- og mannúðarmála.Mikilvægt hlutverk líknarfélagaÉg hef sjálf unnið í áratug fyrir ýmis styrktarsamtök eins og SÍBS og Neistann styrktarfélag hjartveikra barna. Styrktarsjóður hjartveikra barna hefur til dæmis á sl. 5 árum samtals greitt í fjármagnstekjuskatt af vaxtatekjum kringum 1700 þúsund kr. Óhætt er að segja að það skýtur skökku við, að frjáls félagasamtök sem með söfnunum og sjálfboðastarfi létta á útgjöldum ríkisins skuli þurfa að greiða því háar upphæðir í skatta af vaxtatekjum.Líknarfélög, eins og Umhyggja, Styrktarsjóður hjartveikra barna, Krabbameinsfélagið og SKB svo eitthvað sé nefnt, vinna að verðugum félagslegum verkefnum, sem opinberar stofnanir þyrftu annars að sinna. Hið opinbera þyrfti þá að verja til þess meira af fjármagni skattborgaranna en ella. Persónulega er ég þeirrar skoðunar að það væri æskilegt að frjáls líknarsamtök og góðgerðarsamtök tækju að sér meira hlutverk í samfélaginu í framtíðinni. Þau vinna af hugsjónum.Starf þeirra er yfirleitt ólaunað sjálfboðaliðastarf. Þau eiga betur með að hjálpa einstaklingum er ópersónulegar stofnanir, hversu góðir einstaklingarnir eru sem þar vinna. Þess vegna eiga stjórnvöld að auðvelda þeim tilveruna með því að létta af þeim skatti, og beita skattareglum til að örva almenning til að láta fé renna til þeirra.Ferns konar breytingarTilgangur minn með tillögunni er því að fá stjórnvöld til að breyta skattalögum með ferns konar hætti: Líknarfélög ættu ekki að þurfa að greiða fjármagnstekjuskatt og erfðafjárskatt. Auk þess ættu þau að fá lagalegan rétt til endurgreiðslu á virðisaukaskatti á aðföngum, og einstaklingar ættu að fá rúma heimild til að draga frá skattstofni sínum framlög til líknarfélaga.Höfundur er varaþingmaður og frambjóðandi í prófkjöri Samfylkingarinnar í SV-kjördæmi.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar