Þrír með hálft kíló af kókaíni í skónum 1. nóvember 2006 07:15 Kastrupflugvöllur Þar fannst talsvert magn af amfetamíni í geymsluskáp. Íslendingur reyndist hafa tekið skápinn á leigu og fannst kvittunin fyrir leigunni þegar maðurinn kom til landsins. Myndin er óviðkomandi efni fréttarinnar. Kókaín í skóm, hass í hraðpósti og amfetamínfundur í geymsluskáp á flugvellinum á Kastrup. Allt eru þetta mál sem fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík er með til rannsóknar nú. Þrír karlmenn komu við sögu í kókaínmálinu. Einn þeirra kom til landsins fimmtudaginn 12. október, en tveir daginn eftir. Allir voru þeir með kókaín falið í skónum, samtals nálægt fimm hundruð grömmum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Mennirnir komu til landsins með flugvél frá Kaupmannahöfn. Þangað höfðu þeir komið frá Hollandi, þar sem þeir fengu efnin. Þeir voru handteknir við komuna til landsins og fundust þá fíkniefnin í skóm þeirra. Þeir voru færðir til yfirheyrslu og í framhaldi af því úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Þeir hafa áður komið við sögu lögreglunnar vegna fíkniefnabrota, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Þremenningunum hefur verið sleppt en aðrir einstaklingar handteknir vegna málsins og yfirheyrðir. Tveir voru í framhaldi af því úrskurðaðir í gæsluvarðhald, sem rann út í gær. Héraðsdómur úrskurðaði þá til að sitja inni í hálfan mánuð til viðbótar. Málið er enn til rannsóknar hjá lögreglu. Hraðsending frá Danmörku sem innihélt hass í kílóavís, og fíkniefnalögreglan hér náði fyrir um það bil viku, leiddi til handtöku tveggja Íslendinga, sem báðir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald.Lögreglan vinnur að rannsókn málsins í samvinnu við dönsku lögregluna. Amfetamínmálið kom upp þegar danska lögreglan fann talsvert magn fíkniefnisins í geymsluskáp á Kastrup-flugvelli fyrir um það bil hálfum mánuði. Það leiddi til þess að lögreglan hér handtók tvo Íslendinga, sem voru að koma frá Danmörku, á Keflavíkurflugvelli. Annar þeirra hafði í fórum sínum kvittun fyrir leigu á umræddum skáp á Kastrup. Lögreglan verst allra frétta þar sem málið er enn í rannsókn og sagt á viðkvæmu stigi. Samtals ellefu einstaklingar sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna fíkniefnabrota, samkvæmt upplýsingum lögreglu í gær. Auk hinna fjögurra ofangreindu sitja sjö inni vegna eldri mála. Innlent Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Fleiri fréttir Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Gosið gæti verið „endurtekið efni“ „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Sjá meira
Kókaín í skóm, hass í hraðpósti og amfetamínfundur í geymsluskáp á flugvellinum á Kastrup. Allt eru þetta mál sem fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík er með til rannsóknar nú. Þrír karlmenn komu við sögu í kókaínmálinu. Einn þeirra kom til landsins fimmtudaginn 12. október, en tveir daginn eftir. Allir voru þeir með kókaín falið í skónum, samtals nálægt fimm hundruð grömmum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Mennirnir komu til landsins með flugvél frá Kaupmannahöfn. Þangað höfðu þeir komið frá Hollandi, þar sem þeir fengu efnin. Þeir voru handteknir við komuna til landsins og fundust þá fíkniefnin í skóm þeirra. Þeir voru færðir til yfirheyrslu og í framhaldi af því úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Þeir hafa áður komið við sögu lögreglunnar vegna fíkniefnabrota, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Þremenningunum hefur verið sleppt en aðrir einstaklingar handteknir vegna málsins og yfirheyrðir. Tveir voru í framhaldi af því úrskurðaðir í gæsluvarðhald, sem rann út í gær. Héraðsdómur úrskurðaði þá til að sitja inni í hálfan mánuð til viðbótar. Málið er enn til rannsóknar hjá lögreglu. Hraðsending frá Danmörku sem innihélt hass í kílóavís, og fíkniefnalögreglan hér náði fyrir um það bil viku, leiddi til handtöku tveggja Íslendinga, sem báðir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald.Lögreglan vinnur að rannsókn málsins í samvinnu við dönsku lögregluna. Amfetamínmálið kom upp þegar danska lögreglan fann talsvert magn fíkniefnisins í geymsluskáp á Kastrup-flugvelli fyrir um það bil hálfum mánuði. Það leiddi til þess að lögreglan hér handtók tvo Íslendinga, sem voru að koma frá Danmörku, á Keflavíkurflugvelli. Annar þeirra hafði í fórum sínum kvittun fyrir leigu á umræddum skáp á Kastrup. Lögreglan verst allra frétta þar sem málið er enn í rannsókn og sagt á viðkvæmu stigi. Samtals ellefu einstaklingar sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna fíkniefnabrota, samkvæmt upplýsingum lögreglu í gær. Auk hinna fjögurra ofangreindu sitja sjö inni vegna eldri mála.
Innlent Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Fleiri fréttir Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Gosið gæti verið „endurtekið efni“ „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Sjá meira