Breytt umhverfi kallaði á breytingar 2. nóvember 2006 06:00 Samkomulagið handsalað Kristján Þór Júlíusson, Árni M. Mathiesen, Jón Sigurðsson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson eftir undirritun. MYND/Pjetur Skrifað hefur verið undir samning vegna sölu Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar á helmingshlut sínum í Landsvirkjun. Árni Mathiesen fjármálaráðherra, Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri Akureyrar, og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri skrifuðu undir samning þess efnis í gær. Samningurinn tekur gildi 1. janúar á næsta ári. Samtals nemur kaupverð ríkisins rúmum 30 milljörðum króna. Af þeim fær Reykjavíkurborg 27 milljarða og Akureyrarbær liðlega þrjá milljarða. Reykjavíkurborg hyggst nota 24 milljarða til að standa undir lífeyrisskuldbindingum fyrir starfsmenn Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar. Rúmlega þrír milljarðar króna verða greiddir út í reiðufé við gildistöku samningsins. Verðmæti fimm prósenta eignarhlutar Akureyrarbæjar nemur rúmlega þremur milljörðum króna en að sögn Kristjáns Þórs rennur söluandvirðið til Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar. Ríkið greiðir fyrir helmingshlutinn með skuldabréfi til 28 ára. Rúmlega þrír milljarðar króna verða greiddir beint út, við gildistöku samningsins, en afgangur, um 27 milljarðar króna, verða greiddir með skuldabréfum til 28 ára og renna greiðslurnar til lífeyrissjóða sveitarfélaganna. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra telur breytingarnar vera til góðs. "Það er verið að einfalda eignarhaldið á Landsvirkjun. Það hafa orðið miklar breytingar á raforkumarkaðnum og það á sér stað mikil þróun í þeim málum hér á landi sem ekki sér fyrir endann á enn þá. Þetta er skynsamleg ráðstöfun hjá Reykjavíkurborg og Akureyrarbæ. Þetta hjálpar okkur hjá ríkinu að skipuleggja framtíðaráform fyrirtækisins og leiðir til þess að hagsmunaárekstrar verða ekki á milli fyrirtækja sem sveitarfélögin eiga í." Vilhjálmur sagði samkomulagið milli ríkisins, Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar vera mikil tímamót. "Breytt samkeppnisumhverfi á raforkumarkaði kallar á breytingar. Það er óeðlilegt að Reykjavíkurborg eigi 45 prósent í Landsvirkjun og 95 prósent í Orkuveitu Reykjavíkur. Við þær aðstæður situr borgin beggja vegna borðsins. Það skiptir líka miklu máli að peningarnir nýtist til þess að borga niður skuldir borgarinnar, lífeyrisskuldbindingar og aðrar skuldir," sagði Vilhjálmur en um 24 milljarðar af söluandvirðinu fara til greiðslu lífeyrisskuldbindinga, en lífeyrisskuldbindingar Reykjavíkurborgar nema um 34 milljörðum. Í samkomulagi ríkisins, Reykjavíkurborgar og Akureyrar er ákvæði um að ef Landsvirkjun verður seld innan fimm ára á hærra verði heldur en nú, þá hækkar söluverðið í sama hlutfalli. Vilhjálmur sagðist ekki vilja beita sér fyrir því að Orkuveita Reykjavíkur verði einkavædd. "Nei, það verður ekki unnið að framgangi þess meðan ég er borgarstjóri." Innlent Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Skrifað hefur verið undir samning vegna sölu Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar á helmingshlut sínum í Landsvirkjun. Árni Mathiesen fjármálaráðherra, Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri Akureyrar, og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri skrifuðu undir samning þess efnis í gær. Samningurinn tekur gildi 1. janúar á næsta ári. Samtals nemur kaupverð ríkisins rúmum 30 milljörðum króna. Af þeim fær Reykjavíkurborg 27 milljarða og Akureyrarbær liðlega þrjá milljarða. Reykjavíkurborg hyggst nota 24 milljarða til að standa undir lífeyrisskuldbindingum fyrir starfsmenn Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar. Rúmlega þrír milljarðar króna verða greiddir út í reiðufé við gildistöku samningsins. Verðmæti fimm prósenta eignarhlutar Akureyrarbæjar nemur rúmlega þremur milljörðum króna en að sögn Kristjáns Þórs rennur söluandvirðið til Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar. Ríkið greiðir fyrir helmingshlutinn með skuldabréfi til 28 ára. Rúmlega þrír milljarðar króna verða greiddir beint út, við gildistöku samningsins, en afgangur, um 27 milljarðar króna, verða greiddir með skuldabréfum til 28 ára og renna greiðslurnar til lífeyrissjóða sveitarfélaganna. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra telur breytingarnar vera til góðs. "Það er verið að einfalda eignarhaldið á Landsvirkjun. Það hafa orðið miklar breytingar á raforkumarkaðnum og það á sér stað mikil þróun í þeim málum hér á landi sem ekki sér fyrir endann á enn þá. Þetta er skynsamleg ráðstöfun hjá Reykjavíkurborg og Akureyrarbæ. Þetta hjálpar okkur hjá ríkinu að skipuleggja framtíðaráform fyrirtækisins og leiðir til þess að hagsmunaárekstrar verða ekki á milli fyrirtækja sem sveitarfélögin eiga í." Vilhjálmur sagði samkomulagið milli ríkisins, Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar vera mikil tímamót. "Breytt samkeppnisumhverfi á raforkumarkaði kallar á breytingar. Það er óeðlilegt að Reykjavíkurborg eigi 45 prósent í Landsvirkjun og 95 prósent í Orkuveitu Reykjavíkur. Við þær aðstæður situr borgin beggja vegna borðsins. Það skiptir líka miklu máli að peningarnir nýtist til þess að borga niður skuldir borgarinnar, lífeyrisskuldbindingar og aðrar skuldir," sagði Vilhjálmur en um 24 milljarðar af söluandvirðinu fara til greiðslu lífeyrisskuldbindinga, en lífeyrisskuldbindingar Reykjavíkurborgar nema um 34 milljörðum. Í samkomulagi ríkisins, Reykjavíkurborgar og Akureyrar er ákvæði um að ef Landsvirkjun verður seld innan fimm ára á hærra verði heldur en nú, þá hækkar söluverðið í sama hlutfalli. Vilhjálmur sagðist ekki vilja beita sér fyrir því að Orkuveita Reykjavíkur verði einkavædd. "Nei, það verður ekki unnið að framgangi þess meðan ég er borgarstjóri."
Innlent Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira