Kaup Íslandspósts á Samskiptum umdeild 3. nóvember 2006 05:30 Eiríkur Víkingsson, fyrrverandi eigandi Samskipta, og Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts, sjást hér takast í hendur er gengið var frá kaupum á Samskiptum. MYND/Írisrut Fyrirtækjakaup Íslandspóstur, sem er að fullu í eigu íslenska ríkisins, festi á dögunum kaup á prentfyrirtækinu Samskiptum. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur kaupin vanhugsuð og til þess fallin að þenja út starfsemi íslenska ríkisins að óþörfu. „Íslandspóstur starfar í skjóli einkaleyfis og ætti að einbeita sér að starfsemi sem fellur undir eiginlegt hlutverk fyrirtækisins. Íslandspóstur ætti því fyrst og fremst að einbeita sér að rekstri fyrirtækisins á grundvelli yfirlýsts hlutverks, en ekki á kaupum á einkafyrirtækjum sem þar að auki eru með starfsemi á allt öðrum sviðum.“ Gengið var frá kaupunum 30. október síðastliðinn en kaupverð fæst ekki uppgefið, á grundvelli samkomulags sem fyrrverandi eigandi Samskipta, Eiríkur Víkingsson, gerði við forsvarsmenn Íslandspósts. Fréttablaðið hefur óskað eftir upplýsingum um kaupverðið á grundvelli upplýsingalaga, þar sem Íslandspóstur er að fullu í eigu íslenska ríkisins. Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts, segir kaupin á Samskiptum vera hluta af hugmyndum um eflingu fyrirtækisins til framtíðar litið. „Kaupin á Samskiptum eru liður í framþróun Íslandspósts. Til framtíðar litið, ætlum við okkur að nútímavæða starfsemi með þarfir neytenda í huga sem taka sífelldum breytingum. Íslandspóstur er með einkaleyfi á hluta starfseminnar og við þurfum að undirbúa fyrirtækið fyrir þá breytingu þegar einkaleyfið fellur úr gildi, en stefnt er að því að það gerist árið 2009.“ Samkvæmt opinberum upplýsingum hefur Íslandspóstur fyrst og fremst það „hlutverk að veita almenna sérhæfða bréfa-, pakka- og sendingaþjónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki,“ eins og segir orðrétt í umfjöllun Íslandspósts um hlutverk og stefnu fyrirtækisins. Ingimundur segir starfsemi Samskipta falla vel að framtíðarhugmynd stjórnar Íslandspósts um hlutverk þess. „Vettvangur félagsins er býsna rúmt skilgreindur, samkvæmt samþykktum félagsins. Fyrirtækið er rekið eins og hvert annað hlutafélag og við, sem erum í forsvari fyrir fyrirtækið, verðum því alltaf að vera opin fyrir nýjungum á sviðum sem tengst geta okkar starfssviði.“ Hjá Samskiptum er 31 starfsmaður en velta fyrirtækisins á síðasta ári var tæpar 300 milljónir króna. Í stjórn Íslandspósts sitja Björn Viðar Arnviðarson stjórnarformaður, Ellert Kristinsson, Elías Jónatansson, Guðmundur Oddsson, Ísólfur Gylfi Pálmason, Lilja Rafney Magnúsdóttir og Ólafur Sigurðsson. Innlent Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Sjá meira
Fyrirtækjakaup Íslandspóstur, sem er að fullu í eigu íslenska ríkisins, festi á dögunum kaup á prentfyrirtækinu Samskiptum. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur kaupin vanhugsuð og til þess fallin að þenja út starfsemi íslenska ríkisins að óþörfu. „Íslandspóstur starfar í skjóli einkaleyfis og ætti að einbeita sér að starfsemi sem fellur undir eiginlegt hlutverk fyrirtækisins. Íslandspóstur ætti því fyrst og fremst að einbeita sér að rekstri fyrirtækisins á grundvelli yfirlýsts hlutverks, en ekki á kaupum á einkafyrirtækjum sem þar að auki eru með starfsemi á allt öðrum sviðum.“ Gengið var frá kaupunum 30. október síðastliðinn en kaupverð fæst ekki uppgefið, á grundvelli samkomulags sem fyrrverandi eigandi Samskipta, Eiríkur Víkingsson, gerði við forsvarsmenn Íslandspósts. Fréttablaðið hefur óskað eftir upplýsingum um kaupverðið á grundvelli upplýsingalaga, þar sem Íslandspóstur er að fullu í eigu íslenska ríkisins. Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts, segir kaupin á Samskiptum vera hluta af hugmyndum um eflingu fyrirtækisins til framtíðar litið. „Kaupin á Samskiptum eru liður í framþróun Íslandspósts. Til framtíðar litið, ætlum við okkur að nútímavæða starfsemi með þarfir neytenda í huga sem taka sífelldum breytingum. Íslandspóstur er með einkaleyfi á hluta starfseminnar og við þurfum að undirbúa fyrirtækið fyrir þá breytingu þegar einkaleyfið fellur úr gildi, en stefnt er að því að það gerist árið 2009.“ Samkvæmt opinberum upplýsingum hefur Íslandspóstur fyrst og fremst það „hlutverk að veita almenna sérhæfða bréfa-, pakka- og sendingaþjónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki,“ eins og segir orðrétt í umfjöllun Íslandspósts um hlutverk og stefnu fyrirtækisins. Ingimundur segir starfsemi Samskipta falla vel að framtíðarhugmynd stjórnar Íslandspósts um hlutverk þess. „Vettvangur félagsins er býsna rúmt skilgreindur, samkvæmt samþykktum félagsins. Fyrirtækið er rekið eins og hvert annað hlutafélag og við, sem erum í forsvari fyrir fyrirtækið, verðum því alltaf að vera opin fyrir nýjungum á sviðum sem tengst geta okkar starfssviði.“ Hjá Samskiptum er 31 starfsmaður en velta fyrirtækisins á síðasta ári var tæpar 300 milljónir króna. Í stjórn Íslandspósts sitja Björn Viðar Arnviðarson stjórnarformaður, Ellert Kristinsson, Elías Jónatansson, Guðmundur Oddsson, Ísólfur Gylfi Pálmason, Lilja Rafney Magnúsdóttir og Ólafur Sigurðsson.
Innlent Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Sjá meira