Segir aðhalds hafa verið gætt 4. nóvember 2006 06:00 Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra vísar því á bug að íslenska ríkið gæti ekki nægilegs aðhalds í ríkisfjármálum. Davíð Oddsson seðlabankastjóri gagnrýndi íslensk stjórnvöld á fundi á fimmtudag fyrir að sýna ekki nægilegt aðhald í ríkisfjármálum á þenslutímum. Á sama tíma kynnti bankinn ákvörðun sína um að halda stýrivöxtum í fjórtán prósentum. „Það hefur verið mikið aðhald í ríkisfjármálunum og aðgerðir í þá veru hafa haft mikil sveiflujöfnunaráhrif út í samfélagið. Þetta sýna mælingar í þessum efnum,“ segir Árni og bendir á að sveiflujöfnunaráhrif ríkissjóðs hafi jafnvel verið meiri heldur en aðgerðir Seðlabanka Íslands. „Ég held að það sé vel hægt að sýna fram á það, með skýrum rökum, að sveiflujöfnunaráhrif vegna aðgerða ríkissjóðs hafi haft meiri áhrif heldur en sambærilegar aðgerðir Seðlabanka Íslands, án þess að í því felist sérstök gagnrýni á Seðlabankann.“ Í máli Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra á opnum fundi bankans á fimmtudag, kom fram að tímasetning stjórnvalda um að aflétta gjöldum af innfluttum matvælum í mars á næsta ári væri óheppileg. Því er Árni ekki sammála. „Allir þeir sem hafa fylgst með stjórnmálum síðustu árin, hafa mátt búast við því að farið yrði í lækkun virðisaukaskattsins fyrr eða síðar. Það hefur verið lengi á stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins. Eðlilegt er að besta tímasetningin komi til þegar stóriðjuframkvæmdum er að ljúka og þannig verður það í vor.“ Innlent Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Fleiri fréttir Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Sjá meira
Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra vísar því á bug að íslenska ríkið gæti ekki nægilegs aðhalds í ríkisfjármálum. Davíð Oddsson seðlabankastjóri gagnrýndi íslensk stjórnvöld á fundi á fimmtudag fyrir að sýna ekki nægilegt aðhald í ríkisfjármálum á þenslutímum. Á sama tíma kynnti bankinn ákvörðun sína um að halda stýrivöxtum í fjórtán prósentum. „Það hefur verið mikið aðhald í ríkisfjármálunum og aðgerðir í þá veru hafa haft mikil sveiflujöfnunaráhrif út í samfélagið. Þetta sýna mælingar í þessum efnum,“ segir Árni og bendir á að sveiflujöfnunaráhrif ríkissjóðs hafi jafnvel verið meiri heldur en aðgerðir Seðlabanka Íslands. „Ég held að það sé vel hægt að sýna fram á það, með skýrum rökum, að sveiflujöfnunaráhrif vegna aðgerða ríkissjóðs hafi haft meiri áhrif heldur en sambærilegar aðgerðir Seðlabanka Íslands, án þess að í því felist sérstök gagnrýni á Seðlabankann.“ Í máli Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra á opnum fundi bankans á fimmtudag, kom fram að tímasetning stjórnvalda um að aflétta gjöldum af innfluttum matvælum í mars á næsta ári væri óheppileg. Því er Árni ekki sammála. „Allir þeir sem hafa fylgst með stjórnmálum síðustu árin, hafa mátt búast við því að farið yrði í lækkun virðisaukaskattsins fyrr eða síðar. Það hefur verið lengi á stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins. Eðlilegt er að besta tímasetningin komi til þegar stóriðjuframkvæmdum er að ljúka og þannig verður það í vor.“
Innlent Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Fleiri fréttir Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Sjá meira