Áltæknigarður að rísa við Þorlákshöfn 4. nóvember 2006 08:00 Stóriðja Actus ehf. hefur fengið vilyrði fyrir lóð vestan Þorlákshafnar undir svokallaðan áltæknigarð. Í áltæknigarðinum á meðal annars að vera álvinnsla, þekkingarsetur tengt áliðnaði með mögulegri rannsóknaraðstöðu í samstarfi við háskólana í landinu og álver með 60 þúsund tonna framleiðslugetu. Áltæknigarðurinn mun þó á fyrstu stigum ekki standa að frumvinnslu á áli líkt og annar áliðnaður á Íslandi heldur er stefnt að því að þar fari fram fullvinnsla á vöru. Ef af verður yrði það í fyrsta sinn sem þannig vinnsla myndi fara fram á Íslandi. Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri Ölfuss, segir þetta gott tækifæri fyrir svæðið enda skapist um 300 störf og þar af fjölmörg fyrir vel menntað fólk. „Það eru náttúrlega hátæknistörf í kringum þetta sem er mjög áhugavert fyrir okkur. Það er ekki verið að tala um álbræðslu líkt og hefur verið stunduð hér á landi heldur fullvinnslu á áli. Það yrði engin frumvinnsla fyrr en mögulega á seinni stigum málsins og hún yrði þá eingöngu til vinnslu fyrir þetta fyrirtæki.“ Viðræður við helstu orkuframleiðendur landsins hafa staðið yfir undanfarna mánuði og er talið mögulegt að hægt verði að afhenda orku til starfseminnar í kringum 2011. Ólafur segir að umhverfismat ætti að liggja fyrir tveimur árum fyrr og þá ætti að vera hægt að hefja framkvæmdir á svæðinu. Kjartan Ólafsson, alþingismaður og formaður stóriðjunefndar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, segir samtökin hafa unnið að markaðssetningu Þorlákshafnar sem kjörsvæði undir stóriðju á undanförnum árum. Sú vinna sé nú að skila árangri. „Við erum búnir að vera að kynna þetta víða um heim og það er að skila sér núna. Við erum búnir að eiga fundi með Actus um þeirra markmið og mér skilst að þeir séu tengdir við fjölþjóðleg stórfyrirtæki í álframleiðslu. Við eigum ekki að vera einungis frumframleiðsluland á áli. Við eigum að fullvinna það, fá meiri verðmætasköpun og skapa fleiri hátæknistörf tengd þessum iðnaði.“ Kjartan segir þetta verkefni ekki vera sérstaklega orkufrekt í samanburði við önnur tengd álvinnslu á Íslandi. „Endurvinnsla og uppbræðsla á áli þarf einungis um 15% af orkunni sem fer í það að framleiða ál.“ Ekki náðist í Jón Hjaltalín Magnússon, eiganda Actus ehf., í gær þar sem hann er staddur í Kína. Innlent Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Fleiri fréttir Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Sjá meira
Stóriðja Actus ehf. hefur fengið vilyrði fyrir lóð vestan Þorlákshafnar undir svokallaðan áltæknigarð. Í áltæknigarðinum á meðal annars að vera álvinnsla, þekkingarsetur tengt áliðnaði með mögulegri rannsóknaraðstöðu í samstarfi við háskólana í landinu og álver með 60 þúsund tonna framleiðslugetu. Áltæknigarðurinn mun þó á fyrstu stigum ekki standa að frumvinnslu á áli líkt og annar áliðnaður á Íslandi heldur er stefnt að því að þar fari fram fullvinnsla á vöru. Ef af verður yrði það í fyrsta sinn sem þannig vinnsla myndi fara fram á Íslandi. Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri Ölfuss, segir þetta gott tækifæri fyrir svæðið enda skapist um 300 störf og þar af fjölmörg fyrir vel menntað fólk. „Það eru náttúrlega hátæknistörf í kringum þetta sem er mjög áhugavert fyrir okkur. Það er ekki verið að tala um álbræðslu líkt og hefur verið stunduð hér á landi heldur fullvinnslu á áli. Það yrði engin frumvinnsla fyrr en mögulega á seinni stigum málsins og hún yrði þá eingöngu til vinnslu fyrir þetta fyrirtæki.“ Viðræður við helstu orkuframleiðendur landsins hafa staðið yfir undanfarna mánuði og er talið mögulegt að hægt verði að afhenda orku til starfseminnar í kringum 2011. Ólafur segir að umhverfismat ætti að liggja fyrir tveimur árum fyrr og þá ætti að vera hægt að hefja framkvæmdir á svæðinu. Kjartan Ólafsson, alþingismaður og formaður stóriðjunefndar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, segir samtökin hafa unnið að markaðssetningu Þorlákshafnar sem kjörsvæði undir stóriðju á undanförnum árum. Sú vinna sé nú að skila árangri. „Við erum búnir að vera að kynna þetta víða um heim og það er að skila sér núna. Við erum búnir að eiga fundi með Actus um þeirra markmið og mér skilst að þeir séu tengdir við fjölþjóðleg stórfyrirtæki í álframleiðslu. Við eigum ekki að vera einungis frumframleiðsluland á áli. Við eigum að fullvinna það, fá meiri verðmætasköpun og skapa fleiri hátæknistörf tengd þessum iðnaði.“ Kjartan segir þetta verkefni ekki vera sérstaklega orkufrekt í samanburði við önnur tengd álvinnslu á Íslandi. „Endurvinnsla og uppbræðsla á áli þarf einungis um 15% af orkunni sem fer í það að framleiða ál.“ Ekki náðist í Jón Hjaltalín Magnússon, eiganda Actus ehf., í gær þar sem hann er staddur í Kína.
Innlent Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Fleiri fréttir Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Sjá meira