Milljarða fjárveiting nær ekki til aldraðra 4. nóvember 2006 09:00 Ríkið greiðir dvalar- og hjúkrunarheimilum hér á landi yfir 15 milljarða króna til reksturs án þess að skilgreina hvaða þjónustu það fær í staðinn. Þar sem engir þjónustusamningar hafa verið gerðir um hvernig þessu fé skal varið geta stjórnendur þessara stofnana farið með féð að vild. Á meðan slíkir samningar hafa ekki verið gerðir hafa engar reglur verið brotnar. Þetta kom fram í máli Dagbjartar Þyrí Þorvarðardóttur, hjúkrunarfræðings og fyrrverandi hjúkrunarforstjóra Hrafnistuheimilanna, á námstefnu Öldrunarfræðafélags Íslands. Dagbjört Þyrí segir að ekkert muni breytast til batnaðar í þjónustu við aldraða fyrr en ríkið gerir þjónustusamninga við öll dvalar- og hjúkrunarheimili. Hún nefnir dæmi. „Ríkið greiðir jafn mikið fyrir einstakling sem fær einbýli og þann sem fær fjölbýli. Ríkið greiðir einnig jafn mikið fyrir einstakling sem fær fimm hjúkrunarstundir á sólarhring og einstakling sem fær eina hjúkrunarstund á sólarhring.“ Á dvalarheimilum Hrafnistu í Reykjavík og Hafnarfirði eru 340 rými og heimilið hefur leyfi fyrir 150 einstaklinga á hjúkrunargjöldum á dvalarheimilinu. Þannig er heimilið að fá hjúkrunardaggjöld greidd frá ríkinu fyrir um 150 einstaklinga sem búa á dvalarheimilum Hrafnistu en þau eru um átta þúsund krónum hærri á sólarhring en daggjöld greidd fyrir dvalarheimilisrými. Á sama tíma þurfa önnur heimili sem eingöngu eru hjúkrunarheimili að veita fjórar til fimm hjúkrunarklukkustundir á sólarhring fyrir sömu daggjöld. Dagbjört Þyrí staðfestir þetta. „Það er ljóst að þeir öldruðu sem dvelja á deildum dvalarheimilis eins og Hrafnistu, en eru metnir í þörf fyrir hjúkrunarrými, eru ekki að fá þá þjónustu sem ríkið greiðir fyrir eða þá þjónustu sem þeir þarfnast.“ Innlent Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Fleiri fréttir Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjá meira
Ríkið greiðir dvalar- og hjúkrunarheimilum hér á landi yfir 15 milljarða króna til reksturs án þess að skilgreina hvaða þjónustu það fær í staðinn. Þar sem engir þjónustusamningar hafa verið gerðir um hvernig þessu fé skal varið geta stjórnendur þessara stofnana farið með féð að vild. Á meðan slíkir samningar hafa ekki verið gerðir hafa engar reglur verið brotnar. Þetta kom fram í máli Dagbjartar Þyrí Þorvarðardóttur, hjúkrunarfræðings og fyrrverandi hjúkrunarforstjóra Hrafnistuheimilanna, á námstefnu Öldrunarfræðafélags Íslands. Dagbjört Þyrí segir að ekkert muni breytast til batnaðar í þjónustu við aldraða fyrr en ríkið gerir þjónustusamninga við öll dvalar- og hjúkrunarheimili. Hún nefnir dæmi. „Ríkið greiðir jafn mikið fyrir einstakling sem fær einbýli og þann sem fær fjölbýli. Ríkið greiðir einnig jafn mikið fyrir einstakling sem fær fimm hjúkrunarstundir á sólarhring og einstakling sem fær eina hjúkrunarstund á sólarhring.“ Á dvalarheimilum Hrafnistu í Reykjavík og Hafnarfirði eru 340 rými og heimilið hefur leyfi fyrir 150 einstaklinga á hjúkrunargjöldum á dvalarheimilinu. Þannig er heimilið að fá hjúkrunardaggjöld greidd frá ríkinu fyrir um 150 einstaklinga sem búa á dvalarheimilum Hrafnistu en þau eru um átta þúsund krónum hærri á sólarhring en daggjöld greidd fyrir dvalarheimilisrými. Á sama tíma þurfa önnur heimili sem eingöngu eru hjúkrunarheimili að veita fjórar til fimm hjúkrunarklukkustundir á sólarhring fyrir sömu daggjöld. Dagbjört Þyrí staðfestir þetta. „Það er ljóst að þeir öldruðu sem dvelja á deildum dvalarheimilis eins og Hrafnistu, en eru metnir í þörf fyrir hjúkrunarrými, eru ekki að fá þá þjónustu sem ríkið greiðir fyrir eða þá þjónustu sem þeir þarfnast.“
Innlent Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Fleiri fréttir Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjá meira