Óbreytt staða í efstu sætum 5. nóvember 2006 05:00 Kristján L. Möller hlýðir á fyrstu tölur Kristján sigraði með yfirburðum í prófkjörinu. MYND/Örlygur Kristján L. Möller, Einar Már Sigurðarson og Lára Stefánsdóttir verða áfram í þremur efstu sætum Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Prófkjör Samfylkingarinnar í kjördæminu fór fram í gær en 1.878 tóku þátt í prófkjörinu, tæplega 70 prósent af 2.834 sem voru á kjörskrá. Kristján, Einar og Lára voru einnig í þremur efstu sætum á lista flokksins í kjördæminu fyrir kosningarnar 2003. Kristján L. Möller alþingismaður fékk afgerandi kosningu í efsta sætið, eða 1.295 atkvæði. Hann segir spennandi tíma vera fram undan á kosningavetri. „Ég er þakklátur fyrir þann stuðning sem ég fékk og tel prófkjörið hafa heppnast vel. Sjötíu prósent þátttaka er góð niðurstaða fyrir flokkinn. Flokksfólk í Samfylkingunni dæmir okkur af verkum og þetta er niðurstaðan. Við ætlum okkur að ná inn þriðja alþingismanninum í kosningunum næsta vor og ég tel listann vera líklegan til þess að ná góðum árangri.“ Kristján segir mörg mikilvæg verkefni bíða úrlausnar í kjördæminu og hlakkar til þess að takast á við þau. „Það þarf að huga að skólamálum í kjördæminu, bæði á háskóla- og framhaldsskólastiginu. En fyrst og fremst eru það landsbyggðarmál í víðu samhengi sem þarf að berjast fyrir, sem öðru fremur snúast um jafnrétti, jafnræði og jöfnuð.“ Ragnheiður Jónsdóttir varð í 4. sæti, Örlygur Hnefill Jónsson í 5. sæti, Jónína R. Guðmundsdóttir í 6. sæti, Benedikt Sigurðsson í 7. sæti, Sveinn Arason í 8. sæti og Kristján Ægir Vilhjálmsson í 9. sæti. Innlent Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Sjá meira
Kristján L. Möller, Einar Már Sigurðarson og Lára Stefánsdóttir verða áfram í þremur efstu sætum Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Prófkjör Samfylkingarinnar í kjördæminu fór fram í gær en 1.878 tóku þátt í prófkjörinu, tæplega 70 prósent af 2.834 sem voru á kjörskrá. Kristján, Einar og Lára voru einnig í þremur efstu sætum á lista flokksins í kjördæminu fyrir kosningarnar 2003. Kristján L. Möller alþingismaður fékk afgerandi kosningu í efsta sætið, eða 1.295 atkvæði. Hann segir spennandi tíma vera fram undan á kosningavetri. „Ég er þakklátur fyrir þann stuðning sem ég fékk og tel prófkjörið hafa heppnast vel. Sjötíu prósent þátttaka er góð niðurstaða fyrir flokkinn. Flokksfólk í Samfylkingunni dæmir okkur af verkum og þetta er niðurstaðan. Við ætlum okkur að ná inn þriðja alþingismanninum í kosningunum næsta vor og ég tel listann vera líklegan til þess að ná góðum árangri.“ Kristján segir mörg mikilvæg verkefni bíða úrlausnar í kjördæminu og hlakkar til þess að takast á við þau. „Það þarf að huga að skólamálum í kjördæminu, bæði á háskóla- og framhaldsskólastiginu. En fyrst og fremst eru það landsbyggðarmál í víðu samhengi sem þarf að berjast fyrir, sem öðru fremur snúast um jafnrétti, jafnræði og jöfnuð.“ Ragnheiður Jónsdóttir varð í 4. sæti, Örlygur Hnefill Jónsson í 5. sæti, Jónína R. Guðmundsdóttir í 6. sæti, Benedikt Sigurðsson í 7. sæti, Sveinn Arason í 8. sæti og Kristján Ægir Vilhjálmsson í 9. sæti.
Innlent Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Sjá meira