Siv og Samúel eru í efstu sætunum 5. nóvember 2006 03:00 Samúel Örn Erlingsson verður í forystusveit í kosningunum í vor. MYND/Stefán Samúel Örn Erlingsson, íþróttafréttamaður hjá Ríkissjónvarpinu, verður í öðru sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi í kosningunum næsta vor. Þrjú sóttust eftir öðru sætinu á listanum auk Samúels Arnar; Una María Óskarsdóttir, Gísli Tryggvason og Þórarinn Sveinsson. Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra leiðir listann en hún var sjálfskipuð í efsta sætið þar sem enginn bauð sig fram á móti henni. Samúel segir framsóknarmenn þurfa að bretta upp ermar og safna liði fyrir kosningarnar næsta vor. „Ég fann fyrir miklum meðbyr og þetta var ánægjuleg niðurstaða. Það er mikil vinna fram undan og ég er bjartsýnn á að fólk veiti Framsóknarflokknum stuðning til áframhaldandi góðra verka. Við höfum alla burði til þess að efla okkar starf enn frekar og förum beint í það verkefni.“ Una María Óskarsdóttir verður í þriðja sæti á listanum en Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, í því fjórða. Kristbjörg Þórisdóttir verður í fimmta sæti á listanum en Hlini Melsteð Jóngeirsson í sjötta. Sjálfstæð kosning fór fram um efstu sex sætin en um 240 manns greiddu atkvæði á þinginu. Innlent Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Samúel Örn Erlingsson, íþróttafréttamaður hjá Ríkissjónvarpinu, verður í öðru sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi í kosningunum næsta vor. Þrjú sóttust eftir öðru sætinu á listanum auk Samúels Arnar; Una María Óskarsdóttir, Gísli Tryggvason og Þórarinn Sveinsson. Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra leiðir listann en hún var sjálfskipuð í efsta sætið þar sem enginn bauð sig fram á móti henni. Samúel segir framsóknarmenn þurfa að bretta upp ermar og safna liði fyrir kosningarnar næsta vor. „Ég fann fyrir miklum meðbyr og þetta var ánægjuleg niðurstaða. Það er mikil vinna fram undan og ég er bjartsýnn á að fólk veiti Framsóknarflokknum stuðning til áframhaldandi góðra verka. Við höfum alla burði til þess að efla okkar starf enn frekar og förum beint í það verkefni.“ Una María Óskarsdóttir verður í þriðja sæti á listanum en Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, í því fjórða. Kristbjörg Þórisdóttir verður í fimmta sæti á listanum en Hlini Melsteð Jóngeirsson í sjötta. Sjálfstæð kosning fór fram um efstu sex sætin en um 240 manns greiddu atkvæði á þinginu.
Innlent Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira