Erlend börn standa verr að vígi en íslensk 5. nóvember 2006 09:00 Unglingar af erlendum uppruna standa að mörgu leyti verr að vígi en unglingar af íslenskum uppruna. Tvöfalt til þrefalt líklegra er að krökkum af erlendum uppruna líði illa í skóla, þeim finnist bekkjarfélagarnir síður vingjarnlegir og verði fyrir einelti. Þessir krakkar eru líka tvöfalt til þrefalt líklegri til að reykja daglega, hafa orðið drukknir og byrja snemma að stunda kynlíf. Þetta kemur fram í rannsókn sem Þóroddur Bjarnason, prófessor í félagsfræði við Háskólann á Akureyri, gerði meðal allra tíundubekkinga í vor. Þóroddur segir athyglisvert að ekki virðist skipta öllu máli hvort unglingarnir eigi uppruna sinn að rekja til Vesturlanda eða fjarlægari heimshluta, áhrifin séu svipuð hvort sem foreldrarnir séu frá Svíþjóð, Póllandi, Argentínu eða Víetnam. „Höfuðmáli skiptir hvort annað mál en íslenska er talað á heimilinu. Þóroddur bendir á að fylgst hafi verið með líðan unglinga af erlendum uppruna í fimmtán ár og ekki hafi fundist áður mikill munur á félagshópum hvað varðar vímuefnanotkun eða vandræði í skóla. Ekki virðist hafa skipt máli hvaða menntun og tekjur foreldrarnir hafa. „Nú er að koma hópur sem stendur miklu verr. Krakkar af erlendum uppruna sem búa á heimilum þar sem íslenska er ekki töluð eru margir, einn af tuttugu unglingum," segir hann. Þóroddur bjóst við því að rannsóknin sýndi meiri mun eftir því hvort krakkarnir kæmu frá fjarlægari löndum, til dæmis varðandi fordóma, en það virðist ekki skipta máli. Krökkunum sé hjálpað í skólanum en enginn hugsi út í foreldrana. „Hvað gerist ef foreldrarnir geta ekki mætt á foreldrafundi og geta ekki lesið efni frá skólanum eða fylgst með umfjöllun í fjölmiðlum? Þegar foreldrarnir eru svona eingangraðir eru krakkarnir eina tenging fjölskyldunnar við íslenskt samfélag og þá mæðir mikið á þeim. Þessu held ég að þurfi að huga betur að." Rannsóknin var gerð í samstarfi Lýðheilsustöðvar og Háskólans á Akureyri. Innlent Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Stórhættulegt að útvista öllum vörnum landsins til erlendra aðila „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Sjá meira
Unglingar af erlendum uppruna standa að mörgu leyti verr að vígi en unglingar af íslenskum uppruna. Tvöfalt til þrefalt líklegra er að krökkum af erlendum uppruna líði illa í skóla, þeim finnist bekkjarfélagarnir síður vingjarnlegir og verði fyrir einelti. Þessir krakkar eru líka tvöfalt til þrefalt líklegri til að reykja daglega, hafa orðið drukknir og byrja snemma að stunda kynlíf. Þetta kemur fram í rannsókn sem Þóroddur Bjarnason, prófessor í félagsfræði við Háskólann á Akureyri, gerði meðal allra tíundubekkinga í vor. Þóroddur segir athyglisvert að ekki virðist skipta öllu máli hvort unglingarnir eigi uppruna sinn að rekja til Vesturlanda eða fjarlægari heimshluta, áhrifin séu svipuð hvort sem foreldrarnir séu frá Svíþjóð, Póllandi, Argentínu eða Víetnam. „Höfuðmáli skiptir hvort annað mál en íslenska er talað á heimilinu. Þóroddur bendir á að fylgst hafi verið með líðan unglinga af erlendum uppruna í fimmtán ár og ekki hafi fundist áður mikill munur á félagshópum hvað varðar vímuefnanotkun eða vandræði í skóla. Ekki virðist hafa skipt máli hvaða menntun og tekjur foreldrarnir hafa. „Nú er að koma hópur sem stendur miklu verr. Krakkar af erlendum uppruna sem búa á heimilum þar sem íslenska er ekki töluð eru margir, einn af tuttugu unglingum," segir hann. Þóroddur bjóst við því að rannsóknin sýndi meiri mun eftir því hvort krakkarnir kæmu frá fjarlægari löndum, til dæmis varðandi fordóma, en það virðist ekki skipta máli. Krökkunum sé hjálpað í skólanum en enginn hugsi út í foreldrana. „Hvað gerist ef foreldrarnir geta ekki mætt á foreldrafundi og geta ekki lesið efni frá skólanum eða fylgst með umfjöllun í fjölmiðlum? Þegar foreldrarnir eru svona eingangraðir eru krakkarnir eina tenging fjölskyldunnar við íslenskt samfélag og þá mæðir mikið á þeim. Þessu held ég að þurfi að huga betur að." Rannsóknin var gerð í samstarfi Lýðheilsustöðvar og Háskólans á Akureyri.
Innlent Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Stórhættulegt að útvista öllum vörnum landsins til erlendra aðila „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Sjá meira