Áskilur sér rétt til að endurskoða varnarsamninga 5. nóvember 2006 08:00 Michael T. Corgan er hér í pontu en sjá má frá vinstri Þóru Arnórsdóttur, Alyson Bailes, Ragnheiði Elíni Árnadóttur og Þórunni Sveinbjarnardóttur við pallborðið. MYND/ÓMar Samfylkingin áskilur sér rétt til að endurskoða frá grunni það samkomulag sem núverandi ríkisstjórn hefur gert við Bandaríkin um varnarmál Íslands, komist hún að stjórnartaumunum eftir komandi alþingiskosningar. Þetta sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir, alþingismaður og fulltrúi Samfylkingarinnar í utanríkismálanefnd, á málfundi um valkosti Íslands í öryggis- og varnarmálum sem Alþjóðasamfélagið, félag meistaranema í alþjóðastjórnmálum við Háskóla Íslands, efndi til í Reykjavík í gær. Þórunn sagðist í grundvallaratriðum ósammála Ragnheiði Elínu Árnadóttur, aðstoðarmanni Geirs H. Haarde forsætisráðherra sem einnig var með framsögu á málþinginu, um að Ísland deildi „sömu gildum og pólitísku sýn“ með Bandaríkjunum, alla vega svo lengi sem núverandi valdhafar væru við stjórnvölinn vestra. Þórunn vísaði allri ábyrgð á þeim samningum sem nú hafa verið gerðir við bandarísk stjórnvöld um varnarmál Íslands til núverandi stjórnarflokka og sagði að sinn flokkur myndi áskilja sér rétt til að endurskoða þessi mál frá grunni ef hann hefði aðstöðu til eftir kosningarnar í vor. Auk þeirra Þórunnar og Ragnheiðar fluttu framsöguerindi Alyson Bailes, forstöðumaður sænsku friðarrannsóknastofnunarinnar SIPRI í Stokkhólmi og Michael T. Corgan, dósent í stjórnmálafræði við Boston-háskóla, en bæði Corgan og Bailes eru gestakennarar við Háskóla Íslands um þessar mundir. Corgan sagðist í sínu innleggi hafa heyrt ónafngreindan íslenskan embættismann hafa sagt, að það sem Íslendingar hefðu haft á meðan bandaríska varnarliðið var hér enn, hefðu verið „sýnilegar og trúverðugar varnir“; það sem sér sýndist felast í nýja samkomulaginu væru „ósýnilegar og ótrúverðugar“ varnir. Í samtali við Fréttablaðið sagði Corgan að vissulega þyrftu hernaðaráætlanir sem slíkar að vera leynilegar, en þegar Bandaríkin fara að eins og í þessu tilviki, taka frá landinu hvern einasta hermann og allan búnað og segja síðan að leynileg varnaráætlun eigi að tryggja varnir landsins framvegis, þá sé það ekki fullnægjandi til að fullvissa Íslendinga um að skuldbinding Bandaríkjanna til varna Íslands sé jafnsterk og áður. Meira hefði þurft að koma til. Alyson Bailes, sem á áratuga reynslu úr bresku utanríkisþjónustunni að baki, hvatti til þess að umræðan um öryggismál Íslands tæki tillit til allra hliða öryggismála; hernaðarhliðin væri aðeins ein af mörgum og hún hefði miklu minna vægi nú en á dögum kalda stríðsins. Ísland gæti lært margt í þessu efni af nágrannalöndunum. Allir pallborðsþátttakendur voru sammála um að brýn þörf væri á því að Íslendingar kæmu sér upp rannsókna- og ráðgjafarstofnun sem sérhæfði sig í öryggis- og varnarmálum. Það væri nauðsynleg forsenda fyrir mótun sjálfstæðrar og vel ígrundaðrar stefnu íslenska lýðveldisins í þessum mikilvæga málaflokki. Innlent Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Stórhættulegt að útvista öllum vörnum landsins til erlendra aðila „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Sjá meira
Samfylkingin áskilur sér rétt til að endurskoða frá grunni það samkomulag sem núverandi ríkisstjórn hefur gert við Bandaríkin um varnarmál Íslands, komist hún að stjórnartaumunum eftir komandi alþingiskosningar. Þetta sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir, alþingismaður og fulltrúi Samfylkingarinnar í utanríkismálanefnd, á málfundi um valkosti Íslands í öryggis- og varnarmálum sem Alþjóðasamfélagið, félag meistaranema í alþjóðastjórnmálum við Háskóla Íslands, efndi til í Reykjavík í gær. Þórunn sagðist í grundvallaratriðum ósammála Ragnheiði Elínu Árnadóttur, aðstoðarmanni Geirs H. Haarde forsætisráðherra sem einnig var með framsögu á málþinginu, um að Ísland deildi „sömu gildum og pólitísku sýn“ með Bandaríkjunum, alla vega svo lengi sem núverandi valdhafar væru við stjórnvölinn vestra. Þórunn vísaði allri ábyrgð á þeim samningum sem nú hafa verið gerðir við bandarísk stjórnvöld um varnarmál Íslands til núverandi stjórnarflokka og sagði að sinn flokkur myndi áskilja sér rétt til að endurskoða þessi mál frá grunni ef hann hefði aðstöðu til eftir kosningarnar í vor. Auk þeirra Þórunnar og Ragnheiðar fluttu framsöguerindi Alyson Bailes, forstöðumaður sænsku friðarrannsóknastofnunarinnar SIPRI í Stokkhólmi og Michael T. Corgan, dósent í stjórnmálafræði við Boston-háskóla, en bæði Corgan og Bailes eru gestakennarar við Háskóla Íslands um þessar mundir. Corgan sagðist í sínu innleggi hafa heyrt ónafngreindan íslenskan embættismann hafa sagt, að það sem Íslendingar hefðu haft á meðan bandaríska varnarliðið var hér enn, hefðu verið „sýnilegar og trúverðugar varnir“; það sem sér sýndist felast í nýja samkomulaginu væru „ósýnilegar og ótrúverðugar“ varnir. Í samtali við Fréttablaðið sagði Corgan að vissulega þyrftu hernaðaráætlanir sem slíkar að vera leynilegar, en þegar Bandaríkin fara að eins og í þessu tilviki, taka frá landinu hvern einasta hermann og allan búnað og segja síðan að leynileg varnaráætlun eigi að tryggja varnir landsins framvegis, þá sé það ekki fullnægjandi til að fullvissa Íslendinga um að skuldbinding Bandaríkjanna til varna Íslands sé jafnsterk og áður. Meira hefði þurft að koma til. Alyson Bailes, sem á áratuga reynslu úr bresku utanríkisþjónustunni að baki, hvatti til þess að umræðan um öryggismál Íslands tæki tillit til allra hliða öryggismála; hernaðarhliðin væri aðeins ein af mörgum og hún hefði miklu minna vægi nú en á dögum kalda stríðsins. Ísland gæti lært margt í þessu efni af nágrannalöndunum. Allir pallborðsþátttakendur voru sammála um að brýn þörf væri á því að Íslendingar kæmu sér upp rannsókna- og ráðgjafarstofnun sem sérhæfði sig í öryggis- og varnarmálum. Það væri nauðsynleg forsenda fyrir mótun sjálfstæðrar og vel ígrundaðrar stefnu íslenska lýðveldisins í þessum mikilvæga málaflokki.
Innlent Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Stórhættulegt að útvista öllum vörnum landsins til erlendra aðila „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Sjá meira