Áskilur sér rétt til að endurskoða varnarsamninga 5. nóvember 2006 08:00 Michael T. Corgan er hér í pontu en sjá má frá vinstri Þóru Arnórsdóttur, Alyson Bailes, Ragnheiði Elíni Árnadóttur og Þórunni Sveinbjarnardóttur við pallborðið. MYND/ÓMar Samfylkingin áskilur sér rétt til að endurskoða frá grunni það samkomulag sem núverandi ríkisstjórn hefur gert við Bandaríkin um varnarmál Íslands, komist hún að stjórnartaumunum eftir komandi alþingiskosningar. Þetta sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir, alþingismaður og fulltrúi Samfylkingarinnar í utanríkismálanefnd, á málfundi um valkosti Íslands í öryggis- og varnarmálum sem Alþjóðasamfélagið, félag meistaranema í alþjóðastjórnmálum við Háskóla Íslands, efndi til í Reykjavík í gær. Þórunn sagðist í grundvallaratriðum ósammála Ragnheiði Elínu Árnadóttur, aðstoðarmanni Geirs H. Haarde forsætisráðherra sem einnig var með framsögu á málþinginu, um að Ísland deildi „sömu gildum og pólitísku sýn“ með Bandaríkjunum, alla vega svo lengi sem núverandi valdhafar væru við stjórnvölinn vestra. Þórunn vísaði allri ábyrgð á þeim samningum sem nú hafa verið gerðir við bandarísk stjórnvöld um varnarmál Íslands til núverandi stjórnarflokka og sagði að sinn flokkur myndi áskilja sér rétt til að endurskoða þessi mál frá grunni ef hann hefði aðstöðu til eftir kosningarnar í vor. Auk þeirra Þórunnar og Ragnheiðar fluttu framsöguerindi Alyson Bailes, forstöðumaður sænsku friðarrannsóknastofnunarinnar SIPRI í Stokkhólmi og Michael T. Corgan, dósent í stjórnmálafræði við Boston-háskóla, en bæði Corgan og Bailes eru gestakennarar við Háskóla Íslands um þessar mundir. Corgan sagðist í sínu innleggi hafa heyrt ónafngreindan íslenskan embættismann hafa sagt, að það sem Íslendingar hefðu haft á meðan bandaríska varnarliðið var hér enn, hefðu verið „sýnilegar og trúverðugar varnir“; það sem sér sýndist felast í nýja samkomulaginu væru „ósýnilegar og ótrúverðugar“ varnir. Í samtali við Fréttablaðið sagði Corgan að vissulega þyrftu hernaðaráætlanir sem slíkar að vera leynilegar, en þegar Bandaríkin fara að eins og í þessu tilviki, taka frá landinu hvern einasta hermann og allan búnað og segja síðan að leynileg varnaráætlun eigi að tryggja varnir landsins framvegis, þá sé það ekki fullnægjandi til að fullvissa Íslendinga um að skuldbinding Bandaríkjanna til varna Íslands sé jafnsterk og áður. Meira hefði þurft að koma til. Alyson Bailes, sem á áratuga reynslu úr bresku utanríkisþjónustunni að baki, hvatti til þess að umræðan um öryggismál Íslands tæki tillit til allra hliða öryggismála; hernaðarhliðin væri aðeins ein af mörgum og hún hefði miklu minna vægi nú en á dögum kalda stríðsins. Ísland gæti lært margt í þessu efni af nágrannalöndunum. Allir pallborðsþátttakendur voru sammála um að brýn þörf væri á því að Íslendingar kæmu sér upp rannsókna- og ráðgjafarstofnun sem sérhæfði sig í öryggis- og varnarmálum. Það væri nauðsynleg forsenda fyrir mótun sjálfstæðrar og vel ígrundaðrar stefnu íslenska lýðveldisins í þessum mikilvæga málaflokki. Innlent Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Sjá meira
Samfylkingin áskilur sér rétt til að endurskoða frá grunni það samkomulag sem núverandi ríkisstjórn hefur gert við Bandaríkin um varnarmál Íslands, komist hún að stjórnartaumunum eftir komandi alþingiskosningar. Þetta sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir, alþingismaður og fulltrúi Samfylkingarinnar í utanríkismálanefnd, á málfundi um valkosti Íslands í öryggis- og varnarmálum sem Alþjóðasamfélagið, félag meistaranema í alþjóðastjórnmálum við Háskóla Íslands, efndi til í Reykjavík í gær. Þórunn sagðist í grundvallaratriðum ósammála Ragnheiði Elínu Árnadóttur, aðstoðarmanni Geirs H. Haarde forsætisráðherra sem einnig var með framsögu á málþinginu, um að Ísland deildi „sömu gildum og pólitísku sýn“ með Bandaríkjunum, alla vega svo lengi sem núverandi valdhafar væru við stjórnvölinn vestra. Þórunn vísaði allri ábyrgð á þeim samningum sem nú hafa verið gerðir við bandarísk stjórnvöld um varnarmál Íslands til núverandi stjórnarflokka og sagði að sinn flokkur myndi áskilja sér rétt til að endurskoða þessi mál frá grunni ef hann hefði aðstöðu til eftir kosningarnar í vor. Auk þeirra Þórunnar og Ragnheiðar fluttu framsöguerindi Alyson Bailes, forstöðumaður sænsku friðarrannsóknastofnunarinnar SIPRI í Stokkhólmi og Michael T. Corgan, dósent í stjórnmálafræði við Boston-háskóla, en bæði Corgan og Bailes eru gestakennarar við Háskóla Íslands um þessar mundir. Corgan sagðist í sínu innleggi hafa heyrt ónafngreindan íslenskan embættismann hafa sagt, að það sem Íslendingar hefðu haft á meðan bandaríska varnarliðið var hér enn, hefðu verið „sýnilegar og trúverðugar varnir“; það sem sér sýndist felast í nýja samkomulaginu væru „ósýnilegar og ótrúverðugar“ varnir. Í samtali við Fréttablaðið sagði Corgan að vissulega þyrftu hernaðaráætlanir sem slíkar að vera leynilegar, en þegar Bandaríkin fara að eins og í þessu tilviki, taka frá landinu hvern einasta hermann og allan búnað og segja síðan að leynileg varnaráætlun eigi að tryggja varnir landsins framvegis, þá sé það ekki fullnægjandi til að fullvissa Íslendinga um að skuldbinding Bandaríkjanna til varna Íslands sé jafnsterk og áður. Meira hefði þurft að koma til. Alyson Bailes, sem á áratuga reynslu úr bresku utanríkisþjónustunni að baki, hvatti til þess að umræðan um öryggismál Íslands tæki tillit til allra hliða öryggismála; hernaðarhliðin væri aðeins ein af mörgum og hún hefði miklu minna vægi nú en á dögum kalda stríðsins. Ísland gæti lært margt í þessu efni af nágrannalöndunum. Allir pallborðsþátttakendur voru sammála um að brýn þörf væri á því að Íslendingar kæmu sér upp rannsókna- og ráðgjafarstofnun sem sérhæfði sig í öryggis- og varnarmálum. Það væri nauðsynleg forsenda fyrir mótun sjálfstæðrar og vel ígrundaðrar stefnu íslenska lýðveldisins í þessum mikilvæga málaflokki.
Innlent Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Sjá meira