Jóhann samdi við GAIS til tveggja ára 16. nóvember 2006 00:01 fréttablaðið/scanpix Jóhann B. Guðmundsson hefur endurnýjað samning sinn við sænska úrvalsdeildarfélagið GAIS til næstu tveggja ára en það staðfesti Ólafur Garðarsson, umboðsmaður hans, við Fréttablaðið í gær. Sjálfur segist hann vera hæstánægður með samninginn sem og veruna hjá GAIS sem er staðsett í Gautaborg. „Það er mjög vel að öllu staðið hjá þessu félagi og mér gekk vel í sumar þegar ég var að spila,“ sagði Jóhann. „Það eru því allir sáttir.“ Hann missti af síðustu fimm leikjum tímabilsins vegna meiðsla en hafði þá þegar misst af nokkrum leikjum um mitt tímabilið vegna annarra meiðsla. Í síðara skiptið sleit hann liðband á innanverðu vinstra hnénu en er nú óðum að ná sér. „Ég var einmitt að koma af minni fyrstu æfingu í langan tíma þar sem ég spilaði fótbolta af fullum krafti. Ég hef nú aldrei lent í vandræðum með hnén áður en finn það að ég er ekki orðinn 100% góður. En þetta er allt á réttri leið.“ GAIS voru nýliðar í sænsku úrvalsdeildinni í sumar og áður en tímabilið hófst bjuggust sænskir fjölmiðlar ekki við miklu af liðinu. Flestir spáðu þeir þeim botnsætið og fall aftur í 1. deildina. „Við enduðum í 10. sæti og vorum aldrei í neinni fallbaráttu,“ sagði Jóhann. „Enda var árangurinn framar öllum björtustu vonum og allir hér mjög sáttir við sumarið. GAIS er litla félagið í Gautaborg en þó margir sem halda með því.“ Liðið heldur áfram að æfa út mánuðinn en svo tekur við frí fram yfir áramót. Jóhann gekk til liðs við félagið fyrir ári síðan en lék þar áður í tvö ár með Örgryte sem lenti einmitt í neðsta sæti úrvalsdeildarinnar í haust. „Það var því kannski bara ágætis tímasetning að fara frá félaginu í fyrra,“ sagði hann og hló. En áður en GAIS kom til sögunnar skoðaði hann það alvarlega að koma aftur heim til Íslands. „Við ákváðum bara að kýla á þetta hjá GAIS og sjáum ekki eftir því. Það kom svo aftur til greina nú í haust að koma aftur heim en okkur fjölskyldunni líður vel hér í Svíþjóð og viljum vera hér aðeins lengur,“ sagði Jóhann sem er 29 ára gamall. eirikur.asgeirsson@frettabladid.is Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira
Jóhann B. Guðmundsson hefur endurnýjað samning sinn við sænska úrvalsdeildarfélagið GAIS til næstu tveggja ára en það staðfesti Ólafur Garðarsson, umboðsmaður hans, við Fréttablaðið í gær. Sjálfur segist hann vera hæstánægður með samninginn sem og veruna hjá GAIS sem er staðsett í Gautaborg. „Það er mjög vel að öllu staðið hjá þessu félagi og mér gekk vel í sumar þegar ég var að spila,“ sagði Jóhann. „Það eru því allir sáttir.“ Hann missti af síðustu fimm leikjum tímabilsins vegna meiðsla en hafði þá þegar misst af nokkrum leikjum um mitt tímabilið vegna annarra meiðsla. Í síðara skiptið sleit hann liðband á innanverðu vinstra hnénu en er nú óðum að ná sér. „Ég var einmitt að koma af minni fyrstu æfingu í langan tíma þar sem ég spilaði fótbolta af fullum krafti. Ég hef nú aldrei lent í vandræðum með hnén áður en finn það að ég er ekki orðinn 100% góður. En þetta er allt á réttri leið.“ GAIS voru nýliðar í sænsku úrvalsdeildinni í sumar og áður en tímabilið hófst bjuggust sænskir fjölmiðlar ekki við miklu af liðinu. Flestir spáðu þeir þeim botnsætið og fall aftur í 1. deildina. „Við enduðum í 10. sæti og vorum aldrei í neinni fallbaráttu,“ sagði Jóhann. „Enda var árangurinn framar öllum björtustu vonum og allir hér mjög sáttir við sumarið. GAIS er litla félagið í Gautaborg en þó margir sem halda með því.“ Liðið heldur áfram að æfa út mánuðinn en svo tekur við frí fram yfir áramót. Jóhann gekk til liðs við félagið fyrir ári síðan en lék þar áður í tvö ár með Örgryte sem lenti einmitt í neðsta sæti úrvalsdeildarinnar í haust. „Það var því kannski bara ágætis tímasetning að fara frá félaginu í fyrra,“ sagði hann og hló. En áður en GAIS kom til sögunnar skoðaði hann það alvarlega að koma aftur heim til Íslands. „Við ákváðum bara að kýla á þetta hjá GAIS og sjáum ekki eftir því. Það kom svo aftur til greina nú í haust að koma aftur heim en okkur fjölskyldunni líður vel hér í Svíþjóð og viljum vera hér aðeins lengur,“ sagði Jóhann sem er 29 ára gamall. eirikur.asgeirsson@frettabladid.is
Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira