Joanna í Undralandi 19. nóvember 2006 13:00 Joanna Newsom snýr aftur með 5 laga plötu sem er ekki hægt að nota annað orð yfir en meistaraverk. Stórbrotnara verk er ekki að finna hjá nútíma tónlistarmönnum. Það er erfitt að lýsa nýjasta hljóðævintýri Joannu Newsom með orðum. Einhvern tímann frá því að hún gaf út síðustu plötu fyrir tveimur árum síðan hefur hún elt hvítu kaninuna ofan í holuna á trénu sem leiddi Lísu til undralands og komið sér vel fyrir þar. Y"s (eða Why"s, eða “afhverju” í fjöldatölu á íslensku) er svo stórbrotið verk að það afvopnar mann algjörlega. Joanna hefur þróast svo miklu lengra tónlistarlega en ég þorði að vona. Hér sýnir hún getu sína með því að blanda saman klassískum tónsmíðum við þá þjóðlagatóna sem einkenndu síðustu plötu, og bætir ofan á poppsönglínum sem Kate Bush myndi drepa fyrir. Platan er heildarverk, ævintýri í 5 hlutum þar sem ekkert lag er undir 7 mínútum að lengd. Það lengsta er 16 mínútur, hér eru engar málamiðlanir gerðar fyrir tónlistarmarkaðinn. Það undarlegasta af öllu er að maður finnur aldrei fyrir lengd laganna þó að þau hafi aldrei nein augljós viðlög eða endurtekningar. Fallegur hörpuleikur og magnaðar strengjaútsetningar Van Dyke Park (sem er líklegast þekktastur fyrir vinnu sína með Brian Wilson og The Beach Boys) eru svo yfirnáttúrulegar að maður er skilinn eftir gapandi eins og smákrakki að horfa á barnaleikrit í Þjóðleikhúsinu. Joanna hefur líka hlaðað í kringum sig afbragðs vinnukrafti fyrir þessa plötu. Ekki bara meistara Van Dyke Park, heldur sér sjálfur Steve Albini (sem gerði In Utero með Nirvana og BMX með Ensími) um upptökur og Jim O"Rourke (sem var liðsmaður Sonic Youth um tíma) hljóðblandar. Textarnir eru svo saga, en þó að það fylgi textablað með er nokkuð erfitt að fylgjast með söguþræðinum. Sögupersonur eru faróar, fiðrildi, þrestir, birnir, apar og einhverjar stúlkur sem heita Emily og Ursula. Allt þetta er svo sungið með söngrödd sem skilur engan eftir ósnortinn. Hef ekki heyrt fallegri tónlist í langan tíma. Birgir Örn Steinarsson Menning Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Það er erfitt að lýsa nýjasta hljóðævintýri Joannu Newsom með orðum. Einhvern tímann frá því að hún gaf út síðustu plötu fyrir tveimur árum síðan hefur hún elt hvítu kaninuna ofan í holuna á trénu sem leiddi Lísu til undralands og komið sér vel fyrir þar. Y"s (eða Why"s, eða “afhverju” í fjöldatölu á íslensku) er svo stórbrotið verk að það afvopnar mann algjörlega. Joanna hefur þróast svo miklu lengra tónlistarlega en ég þorði að vona. Hér sýnir hún getu sína með því að blanda saman klassískum tónsmíðum við þá þjóðlagatóna sem einkenndu síðustu plötu, og bætir ofan á poppsönglínum sem Kate Bush myndi drepa fyrir. Platan er heildarverk, ævintýri í 5 hlutum þar sem ekkert lag er undir 7 mínútum að lengd. Það lengsta er 16 mínútur, hér eru engar málamiðlanir gerðar fyrir tónlistarmarkaðinn. Það undarlegasta af öllu er að maður finnur aldrei fyrir lengd laganna þó að þau hafi aldrei nein augljós viðlög eða endurtekningar. Fallegur hörpuleikur og magnaðar strengjaútsetningar Van Dyke Park (sem er líklegast þekktastur fyrir vinnu sína með Brian Wilson og The Beach Boys) eru svo yfirnáttúrulegar að maður er skilinn eftir gapandi eins og smákrakki að horfa á barnaleikrit í Þjóðleikhúsinu. Joanna hefur líka hlaðað í kringum sig afbragðs vinnukrafti fyrir þessa plötu. Ekki bara meistara Van Dyke Park, heldur sér sjálfur Steve Albini (sem gerði In Utero með Nirvana og BMX með Ensími) um upptökur og Jim O"Rourke (sem var liðsmaður Sonic Youth um tíma) hljóðblandar. Textarnir eru svo saga, en þó að það fylgi textablað með er nokkuð erfitt að fylgjast með söguþræðinum. Sögupersonur eru faróar, fiðrildi, þrestir, birnir, apar og einhverjar stúlkur sem heita Emily og Ursula. Allt þetta er svo sungið með söngrödd sem skilur engan eftir ósnortinn. Hef ekki heyrt fallegri tónlist í langan tíma. Birgir Örn Steinarsson
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira