Algjört bann við botnveiði órökstutt 24. nóvember 2006 03:30 Íslendingar eru mótfallnir því að banna algjörlega botnvörpuveiðar á úthöfunum. Umhverfisverndarsamtökin Greenpeace gagnrýna Einar K Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra harðlega fyrir að hafa komið í veg fyrir að tillaga um botnvörpubann hafi verið samþykkt á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í gær. Einar segir að þetta sé ekki rétt. Íslendingar séu ekki einir þeirrar skoðunar að rangt sé að banna notkun botnvörpuveiðarfæra. „Við erum í hópi mjög öflugra þjóða sem eru sammála okkur í öllum aðalatriðum,“ segir Einar og nefnir Kínverja, Rússa og Kanadamenn. Hann segir að samstaða hafi einnig náðst í mörgum málum með Evrópusambandinu og að sjónarmið Íslendinga séu viðurkennd á alþjóðlegum vettvangi. „Við erum þeirrar skoðunar að það eigi ekki, af einhverjum trúarlegum ástæðum, að banna notkun tiltekinna veiðarfæra, heldur eigi einfaldlega að líta á hvert tilvik fyrir sig. Við bönnum togveiðar á viðkvæmum hafsvæðum og því teljum við einfaldlega að hugmyndir um algjört bann við botnvörpuveiðum á úthafinu sé tilefnislaust og algerlega órökstutt,“ segir Einar. Hann segir að niðurstaðan á þinginu hafi einfaldlega verið málamiðlun sem Íslendingar stóðu að. „Við gerum það keikir eins og aðrar þjóðir. Þótt Greenpeace eða einhver önnur álíka samtök hafi eitthvað við það að athuga breytir það engu um okkar afstöðu,“ segir Einar. Aðspurður segir hann Íslendinga hafa enga beina hagsmuni af veiðum á þessu svæði sem verið var að fjalla um á ráðstefnunni í New York. „Hér er hins vegar spurning um grundvallaratriði sem við viljum fylgja fast eftir því við óttumst að ef farið verður að gefa eftir á þessu sviði gagnvart órökstuddum kröfum munu þær rísa víðar, meðal annars á hafsvæðum þar sem við höfum beinna hagsmuna að gæta,“ segir hann. Að sögn Frode Pleym, talsmanni Greenpeace á Norðurlöndunum, er ástæða fyrir andstöðu samtakanna við botnvörpuveiðar sú að ekki hafi farið fram nægilegar rannsóknir á hafsbotninum. Alþjóðavísindasamfélagið sé á einu máli um það. „Þetta er mikið áfall. Íslendingar eyðilögðu gullið tækifæri til þess að koma á tímabundnu banni á botnvörpuveiðum á svæðum sem ekki eru nægilega vel rannsökuð,“ segir hann. Pleym bendir á að hálf milljón óþekktra tegunda lifi á hafsbotninum og þær séu í hættu vegna botnvörpuveiða. Innlent Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Sjá meira
Umhverfisverndarsamtökin Greenpeace gagnrýna Einar K Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra harðlega fyrir að hafa komið í veg fyrir að tillaga um botnvörpubann hafi verið samþykkt á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í gær. Einar segir að þetta sé ekki rétt. Íslendingar séu ekki einir þeirrar skoðunar að rangt sé að banna notkun botnvörpuveiðarfæra. „Við erum í hópi mjög öflugra þjóða sem eru sammála okkur í öllum aðalatriðum,“ segir Einar og nefnir Kínverja, Rússa og Kanadamenn. Hann segir að samstaða hafi einnig náðst í mörgum málum með Evrópusambandinu og að sjónarmið Íslendinga séu viðurkennd á alþjóðlegum vettvangi. „Við erum þeirrar skoðunar að það eigi ekki, af einhverjum trúarlegum ástæðum, að banna notkun tiltekinna veiðarfæra, heldur eigi einfaldlega að líta á hvert tilvik fyrir sig. Við bönnum togveiðar á viðkvæmum hafsvæðum og því teljum við einfaldlega að hugmyndir um algjört bann við botnvörpuveiðum á úthafinu sé tilefnislaust og algerlega órökstutt,“ segir Einar. Hann segir að niðurstaðan á þinginu hafi einfaldlega verið málamiðlun sem Íslendingar stóðu að. „Við gerum það keikir eins og aðrar þjóðir. Þótt Greenpeace eða einhver önnur álíka samtök hafi eitthvað við það að athuga breytir það engu um okkar afstöðu,“ segir Einar. Aðspurður segir hann Íslendinga hafa enga beina hagsmuni af veiðum á þessu svæði sem verið var að fjalla um á ráðstefnunni í New York. „Hér er hins vegar spurning um grundvallaratriði sem við viljum fylgja fast eftir því við óttumst að ef farið verður að gefa eftir á þessu sviði gagnvart órökstuddum kröfum munu þær rísa víðar, meðal annars á hafsvæðum þar sem við höfum beinna hagsmuna að gæta,“ segir hann. Að sögn Frode Pleym, talsmanni Greenpeace á Norðurlöndunum, er ástæða fyrir andstöðu samtakanna við botnvörpuveiðar sú að ekki hafi farið fram nægilegar rannsóknir á hafsbotninum. Alþjóðavísindasamfélagið sé á einu máli um það. „Þetta er mikið áfall. Íslendingar eyðilögðu gullið tækifæri til þess að koma á tímabundnu banni á botnvörpuveiðum á svæðum sem ekki eru nægilega vel rannsökuð,“ segir hann. Pleym bendir á að hálf milljón óþekktra tegunda lifi á hafsbotninum og þær séu í hættu vegna botnvörpuveiða.
Innlent Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Sjá meira