Sjálfstæðisþingmenn óttast framboð Árna 24. nóvember 2006 06:30 Mikill ótti er meðal þingmanna Sjálfstæðisflokksins um að flokkurinn geti skaðast verði Árni Johnsen á lista í Suðurkjördæmi í kosningunum í vor. Árni hafnaði í öðru sæti í nýafstöðnu prófkjöri flokksins í kjördæminu. Málið hefur verið rætt á fundum þingflokksins og herma heimildir Fréttablaðsins að víðtæk og hörð andstaða sé meðal þingmanna við að flokkurinn bjóði Árna fram til Alþingis. Meta þeir stöðuna þannig að framboð hans kunni að draga úr stuðningi kjósenda við flokkinn um land allt. Telja þeir óánægjuna það mikla að um geti munað. Umræðan hefur komist á slíkt stig að þingmenn segja jafnvel farsælla að Árni bjóði fram sér í Suðurkjördæmi – þó hann höggvi í fylgi Sjálfstæðisflokksins þar – heldur en að hætta á að úr fylginu dragi í öllum kjördæmum. Áhyggjur af máli Árna kraumuðu lengi undir niðri en segja má að upp úr hafi soðið eftir að hann lýsti yfir að lögbrot þau sem hann hlaut tveggja ára fangelsisdóm fyrir hafi verið tæknileg mistök. Eftir þá yfirlýsingu hafa tvenn opinber viðbrögð komið fram innan úr flokknum; annars vegar yfirlýsing Sambands ungra sjálfstæðismanna þar sem sett var ofan í við Árna og hins vegar orð Geirs H. Haarde flokksformanns í Morgunblaðinu. Sagði hann ummæli Árna mjög óheppileg og ekki rétta lýsingu á brotunum sem Árni var dæmdur fyrir. Þá hefur komið fram að fólk hafi sagt sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum vegna máls Árna. Fréttablaðið hefur upplýsingar um að margir hafi lýst óánægju og áhyggum yfir Árna við forystumenn flokksins, ýmist bréflega eða í samtölum. Þá hefur blaðið upplýsingar um að Landssamband sjálfstæðiskvenna hafi í bígerð að senda formanninum erindi þar sem þungum áhyggjum af framboði Árna er lýst. Stjórn kjördæmisráðs Suðurkjördæmis gerir tillögu um framboðslista til kjördæmisþings. Viðmælendum Fréttablaðsins bar saman um að stjórninni væri ekki stætt á öðru en að gera tillögu um að Árni Johnsen skipi annað sætið, líkt og hann hlaut kosningu til í prófkjörinu. Eins og sakir standa sé það því undir honum sjálfum komið hvort hann verði í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn í kosningunum í vor. Innlent Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Fleiri fréttir Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Sjá meira
Mikill ótti er meðal þingmanna Sjálfstæðisflokksins um að flokkurinn geti skaðast verði Árni Johnsen á lista í Suðurkjördæmi í kosningunum í vor. Árni hafnaði í öðru sæti í nýafstöðnu prófkjöri flokksins í kjördæminu. Málið hefur verið rætt á fundum þingflokksins og herma heimildir Fréttablaðsins að víðtæk og hörð andstaða sé meðal þingmanna við að flokkurinn bjóði Árna fram til Alþingis. Meta þeir stöðuna þannig að framboð hans kunni að draga úr stuðningi kjósenda við flokkinn um land allt. Telja þeir óánægjuna það mikla að um geti munað. Umræðan hefur komist á slíkt stig að þingmenn segja jafnvel farsælla að Árni bjóði fram sér í Suðurkjördæmi – þó hann höggvi í fylgi Sjálfstæðisflokksins þar – heldur en að hætta á að úr fylginu dragi í öllum kjördæmum. Áhyggjur af máli Árna kraumuðu lengi undir niðri en segja má að upp úr hafi soðið eftir að hann lýsti yfir að lögbrot þau sem hann hlaut tveggja ára fangelsisdóm fyrir hafi verið tæknileg mistök. Eftir þá yfirlýsingu hafa tvenn opinber viðbrögð komið fram innan úr flokknum; annars vegar yfirlýsing Sambands ungra sjálfstæðismanna þar sem sett var ofan í við Árna og hins vegar orð Geirs H. Haarde flokksformanns í Morgunblaðinu. Sagði hann ummæli Árna mjög óheppileg og ekki rétta lýsingu á brotunum sem Árni var dæmdur fyrir. Þá hefur komið fram að fólk hafi sagt sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum vegna máls Árna. Fréttablaðið hefur upplýsingar um að margir hafi lýst óánægju og áhyggum yfir Árna við forystumenn flokksins, ýmist bréflega eða í samtölum. Þá hefur blaðið upplýsingar um að Landssamband sjálfstæðiskvenna hafi í bígerð að senda formanninum erindi þar sem þungum áhyggjum af framboði Árna er lýst. Stjórn kjördæmisráðs Suðurkjördæmis gerir tillögu um framboðslista til kjördæmisþings. Viðmælendum Fréttablaðsins bar saman um að stjórninni væri ekki stætt á öðru en að gera tillögu um að Árni Johnsen skipi annað sætið, líkt og hann hlaut kosningu til í prófkjörinu. Eins og sakir standa sé það því undir honum sjálfum komið hvort hann verði í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn í kosningunum í vor.
Innlent Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Fleiri fréttir Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Sjá meira