Þrír bankar hagnast yfir 100 milljarða 27. janúar 2006 23:45 Hagnaður Landsbanka Íslands í fyrra nærri tvöfaldaðist frá fyrra ári og hefur aldrei verið meiri. Samanlagður hagnaður þeirra þriggja stóru banka sem birt hafa afkomutölur sínar í fyrra nemur meira en hundrað milljörðum króna. Hagnaður Landsbankans á síðasta ári nam 25 milljörðum króna en hann var 12,7 milljarðar árið 2004. · Hreinar rekstrartekjur jukust um 82% eða 27,5 milljarða króna og námu 61 milljarði króna á meðan rekstrarkostnaður jókst um 6,5 milljarða. Auk þess tvöfölduðust heildareignir bankans nær tvöfölduðust á árinu og námu 1.405 milljörðum króna samanborið við 737 milljarða króna í lok árs 2004. Sigurjón Þ. Árnason, annar bankastjóra Landsbankans, segir ástæður fyrir þessu góða gengi tvær. Annars vegar sé það starfsfólkið sem hafi staðið sig vel og hins vegar hafi árferðið á Íslandi og annars staðar í Evrópu, þar sem bankinn hafi töluverða starfsemi, verið einstaklega gott og hagstætt bankarekstri Þá nærri þrefölduðust tekjur af erlendri starfsemi og námu samtals 10,4 milljörðum króna. Sigurjón segir 20-25 prósent tekna bankans hafa komið erlendist frá í fyrra en í ár sé gert ráð fyrir að hlutfallið verði frá þriðjungi upp í 40 prósent teknanna. Jafnt og þétt muni það þróast á þann veg að hlutinn á Íslandi verði minni. Sigurjón segir enn fremur að lagt verði til á aðalfundi bankans að greiddur verði út 30 prósenta arður en hagnaðurinn verður einnig notaður til áframhaldandi uppbyggingar á bankanum. Greint hefur verið frá því í fréttum að hagnaður KB banka í fyrra hafi numið tæpum 50 milljörðum íslenskra króna og þá skilaði Straumur Burðarás fjárfestingarbanki 26,7 milljarða króna hagnaði. Þegar hagnaði Landsbankans er bætt við nemur hagnaðurinn samtals yfir 100 milljörðum króna. Sigurjón býst við áframhaldandi vexti Landbankans þótt hann verði ekki jafnmikill og í ár. Almennt séu aðstæður góðar og verði það áfram, bankinn eigi ekki von á öðru. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Sjá meira
Hagnaður Landsbanka Íslands í fyrra nærri tvöfaldaðist frá fyrra ári og hefur aldrei verið meiri. Samanlagður hagnaður þeirra þriggja stóru banka sem birt hafa afkomutölur sínar í fyrra nemur meira en hundrað milljörðum króna. Hagnaður Landsbankans á síðasta ári nam 25 milljörðum króna en hann var 12,7 milljarðar árið 2004. · Hreinar rekstrartekjur jukust um 82% eða 27,5 milljarða króna og námu 61 milljarði króna á meðan rekstrarkostnaður jókst um 6,5 milljarða. Auk þess tvöfölduðust heildareignir bankans nær tvöfölduðust á árinu og námu 1.405 milljörðum króna samanborið við 737 milljarða króna í lok árs 2004. Sigurjón Þ. Árnason, annar bankastjóra Landsbankans, segir ástæður fyrir þessu góða gengi tvær. Annars vegar sé það starfsfólkið sem hafi staðið sig vel og hins vegar hafi árferðið á Íslandi og annars staðar í Evrópu, þar sem bankinn hafi töluverða starfsemi, verið einstaklega gott og hagstætt bankarekstri Þá nærri þrefölduðust tekjur af erlendri starfsemi og námu samtals 10,4 milljörðum króna. Sigurjón segir 20-25 prósent tekna bankans hafa komið erlendist frá í fyrra en í ár sé gert ráð fyrir að hlutfallið verði frá þriðjungi upp í 40 prósent teknanna. Jafnt og þétt muni það þróast á þann veg að hlutinn á Íslandi verði minni. Sigurjón segir enn fremur að lagt verði til á aðalfundi bankans að greiddur verði út 30 prósenta arður en hagnaðurinn verður einnig notaður til áframhaldandi uppbyggingar á bankanum. Greint hefur verið frá því í fréttum að hagnaður KB banka í fyrra hafi numið tæpum 50 milljörðum íslenskra króna og þá skilaði Straumur Burðarás fjárfestingarbanki 26,7 milljarða króna hagnaði. Þegar hagnaði Landsbankans er bætt við nemur hagnaðurinn samtals yfir 100 milljörðum króna. Sigurjón býst við áframhaldandi vexti Landbankans þótt hann verði ekki jafnmikill og í ár. Almennt séu aðstæður góðar og verði það áfram, bankinn eigi ekki von á öðru.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Sjá meira