Stefnir í harkalega lendingu 14. júní 2006 13:30 Þrjú af fjórum helstu einkennum niðursveiflunnar hér á landi árin 2001 og tvö eru farin að gera vart við sig núna, og það fjórða liggur í loftinu. Einkennin fjögur eru lækkandi gengi á hlutabréfum, eða lækkandi úrvalsvísitala, lækkandi gengi gjaldmiðilsins, eða krónunnar, lækkandi fasteignaverð og hækkandi vextir. Úrvalsvísitalan er nú heldur lægri en um áramót, og 22 prósentum lægri en hún var komin upp í um miðjan febrúar, sem er mikil lækkun. Krónan hefur lækkað umtalsvert frá áramótum og vextir hafa hækkað og munu að öllum líkindum hækka meira, og húsnæðisverð er um það bil hætt að hækka, en ekki farið að lækka sýnilega, nema þá ef til vill að raungildi miðað við verðbólgu. Paul Rawkins, sérfræðingur Fitch Ratings í íslenskum efnahagsmálum, sagði hins vegar á fundi í London í gær, að húsnæðisverð myndi lækka hér á landi, og ef það gengur eftir, eru allir fyrirboðar síðustu niðursveiflu í hagkerfinu hér, komnir fram. Rawkins sagði enn fremur á fundinum í gær að meiri líkur væru nú á að íslenska hagkerfið stefndi í harkalega lendingu, en þegar Fitch Ratings breytti horfum á lánshæfi íslenska ríkisins úr stöðugum í neikvæðar, í febrúar síðastliðnum. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, sagði í viðtali við NFS í morgun, að þrátt fyrir þessa fyrirboða þyrfti ekki að stefna í harkalega lendingu þótt niðursveifla yrði. Þróun hlutabréfavísitölu hér frá áramótum til dagsins í dag væri til dæmis álíka og víðast í heiminum og að ekki hafi orðið atvinnuleysi hér í síðustu niðursveiflu, þótt hægt hafi á mörgu í hagkerfinu. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira
Þrjú af fjórum helstu einkennum niðursveiflunnar hér á landi árin 2001 og tvö eru farin að gera vart við sig núna, og það fjórða liggur í loftinu. Einkennin fjögur eru lækkandi gengi á hlutabréfum, eða lækkandi úrvalsvísitala, lækkandi gengi gjaldmiðilsins, eða krónunnar, lækkandi fasteignaverð og hækkandi vextir. Úrvalsvísitalan er nú heldur lægri en um áramót, og 22 prósentum lægri en hún var komin upp í um miðjan febrúar, sem er mikil lækkun. Krónan hefur lækkað umtalsvert frá áramótum og vextir hafa hækkað og munu að öllum líkindum hækka meira, og húsnæðisverð er um það bil hætt að hækka, en ekki farið að lækka sýnilega, nema þá ef til vill að raungildi miðað við verðbólgu. Paul Rawkins, sérfræðingur Fitch Ratings í íslenskum efnahagsmálum, sagði hins vegar á fundi í London í gær, að húsnæðisverð myndi lækka hér á landi, og ef það gengur eftir, eru allir fyrirboðar síðustu niðursveiflu í hagkerfinu hér, komnir fram. Rawkins sagði enn fremur á fundinum í gær að meiri líkur væru nú á að íslenska hagkerfið stefndi í harkalega lendingu, en þegar Fitch Ratings breytti horfum á lánshæfi íslenska ríkisins úr stöðugum í neikvæðar, í febrúar síðastliðnum. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, sagði í viðtali við NFS í morgun, að þrátt fyrir þessa fyrirboða þyrfti ekki að stefna í harkalega lendingu þótt niðursveifla yrði. Þróun hlutabréfavísitölu hér frá áramótum til dagsins í dag væri til dæmis álíka og víðast í heiminum og að ekki hafi orðið atvinnuleysi hér í síðustu niðursveiflu, þótt hægt hafi á mörgu í hagkerfinu.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira