Amfetamín í hvítvínsflöskum 12. júlí 2006 18:06 Litháarnir tveir, Arvydas Maciulskis og Saulius Prusinskas, sitja báðir í gæsluvarðhaldi á Litla Hrauni. Þeir voru handteknir í febrúar eftir að tollverðir á Keflavíkurflugvelli fundu tvær hvítvínsflöskur í handfarangri Saulius. Flöskurnar voru frá sitthvorri álfunni en með eins korktappa og innsiglaðar með vaxi. Við frekari rannsókn kom í ljós að þær innihéldu báðar amfetamínbasa. Stuttu eftir handtöku Sauliusar beindist grunur að Arvydasi sem talinn er hafa skipulagt fleiri smyglferðir burðardýra til landsins. Hann var handtekinn og við húsleit á heimili hans fannst etanól í vínskáp og uppskrift til að breyta vökvanum í amfetamín í föstu formi. Arvydas sagðist hafa fengið uppskriftina á netinu. Sérfræðingur lögreglunnar sagði í Héraðsdómi í dag að þeir sem væru vanir að baka eftir uppskrift ættu í litlum vandkvæðum með að breyta amfetamínvökvanum í fast form. Hægt væri að notast við venjuleg eldhúsáhöld með góðum árangri. Lögreglumaðurinn sem fór með rannsókn málsins bar vitni fyrir dómnum. Hann sagði Arvydas hafa lýst sig saklausan frá upphafi og fundist sjálfsagt að ljúga að lögreglunni. Hann hafi til dæmis sagst hafa hitt júgóslava að nafninu Ratkó í gufunni í Laugum sem hafi beðið hann að taka á móti amfeatmínvökvanum gegn greiðslu. Lögreglan fékk aðgang að gögnum úr augnskannanum í World Class og komst að því að Arvydas fór aldrei í ræktina á umræddum tíma. Símanúmer Arvydasar kom mikið við sögu. Hringt var 13 sinnum úr númerinu í Saulius eftir að hann var handtekinn við komuna til landsins. Á sama tíma voru send sms úr númerinu til aðila í Litháen. Arvydas sagðist hafa átt í tímafrekum timburviðskiptum við vin sinn þar en vildi ekki útskýra þau viðskipti nánar. Áberandi munur var á fasi litháanna tveggja í Héraðsdómi í gær. Meðan Arvydas glotti út í annað bar Saulius sig aumlega. Sagðist hafa þjáðst af langvarandi svefnleysi eftir að lögreglan hótaði honum 22 ára fangelsi ef hann játaði ekki. Hann ætti fárveika móður í Litháen sem þarfnaðist hjálpar hans. Sveinn Andri Sveinsson gagnrýndi lögregluna fyrir að fylgja ekki eftir rannsókninni til Litháen. Lögreglan svaraði því til að þar væri harðsvíruð mafía að störfum og menn gengju undir gælunöfnum sem erfitt væri að rekja. Til dæmis sagði Saulíus að maðurinn sem afhenti honum dópflöskurnar í Litháen hefði aldrei kallað sig annað en Nesimon sem á ensku gæti þýtt nobody og á íslensku -- enginn. Fréttir Innlent Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Litháarnir tveir, Arvydas Maciulskis og Saulius Prusinskas, sitja báðir í gæsluvarðhaldi á Litla Hrauni. Þeir voru handteknir í febrúar eftir að tollverðir á Keflavíkurflugvelli fundu tvær hvítvínsflöskur í handfarangri Saulius. Flöskurnar voru frá sitthvorri álfunni en með eins korktappa og innsiglaðar með vaxi. Við frekari rannsókn kom í ljós að þær innihéldu báðar amfetamínbasa. Stuttu eftir handtöku Sauliusar beindist grunur að Arvydasi sem talinn er hafa skipulagt fleiri smyglferðir burðardýra til landsins. Hann var handtekinn og við húsleit á heimili hans fannst etanól í vínskáp og uppskrift til að breyta vökvanum í amfetamín í föstu formi. Arvydas sagðist hafa fengið uppskriftina á netinu. Sérfræðingur lögreglunnar sagði í Héraðsdómi í dag að þeir sem væru vanir að baka eftir uppskrift ættu í litlum vandkvæðum með að breyta amfetamínvökvanum í fast form. Hægt væri að notast við venjuleg eldhúsáhöld með góðum árangri. Lögreglumaðurinn sem fór með rannsókn málsins bar vitni fyrir dómnum. Hann sagði Arvydas hafa lýst sig saklausan frá upphafi og fundist sjálfsagt að ljúga að lögreglunni. Hann hafi til dæmis sagst hafa hitt júgóslava að nafninu Ratkó í gufunni í Laugum sem hafi beðið hann að taka á móti amfeatmínvökvanum gegn greiðslu. Lögreglan fékk aðgang að gögnum úr augnskannanum í World Class og komst að því að Arvydas fór aldrei í ræktina á umræddum tíma. Símanúmer Arvydasar kom mikið við sögu. Hringt var 13 sinnum úr númerinu í Saulius eftir að hann var handtekinn við komuna til landsins. Á sama tíma voru send sms úr númerinu til aðila í Litháen. Arvydas sagðist hafa átt í tímafrekum timburviðskiptum við vin sinn þar en vildi ekki útskýra þau viðskipti nánar. Áberandi munur var á fasi litháanna tveggja í Héraðsdómi í gær. Meðan Arvydas glotti út í annað bar Saulius sig aumlega. Sagðist hafa þjáðst af langvarandi svefnleysi eftir að lögreglan hótaði honum 22 ára fangelsi ef hann játaði ekki. Hann ætti fárveika móður í Litháen sem þarfnaðist hjálpar hans. Sveinn Andri Sveinsson gagnrýndi lögregluna fyrir að fylgja ekki eftir rannsókninni til Litháen. Lögreglan svaraði því til að þar væri harðsvíruð mafía að störfum og menn gengju undir gælunöfnum sem erfitt væri að rekja. Til dæmis sagði Saulíus að maðurinn sem afhenti honum dópflöskurnar í Litháen hefði aldrei kallað sig annað en Nesimon sem á ensku gæti þýtt nobody og á íslensku -- enginn.
Fréttir Innlent Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira