Amfetamín í hvítvínsflöskum 12. júlí 2006 18:06 Litháarnir tveir, Arvydas Maciulskis og Saulius Prusinskas, sitja báðir í gæsluvarðhaldi á Litla Hrauni. Þeir voru handteknir í febrúar eftir að tollverðir á Keflavíkurflugvelli fundu tvær hvítvínsflöskur í handfarangri Saulius. Flöskurnar voru frá sitthvorri álfunni en með eins korktappa og innsiglaðar með vaxi. Við frekari rannsókn kom í ljós að þær innihéldu báðar amfetamínbasa. Stuttu eftir handtöku Sauliusar beindist grunur að Arvydasi sem talinn er hafa skipulagt fleiri smyglferðir burðardýra til landsins. Hann var handtekinn og við húsleit á heimili hans fannst etanól í vínskáp og uppskrift til að breyta vökvanum í amfetamín í föstu formi. Arvydas sagðist hafa fengið uppskriftina á netinu. Sérfræðingur lögreglunnar sagði í Héraðsdómi í dag að þeir sem væru vanir að baka eftir uppskrift ættu í litlum vandkvæðum með að breyta amfetamínvökvanum í fast form. Hægt væri að notast við venjuleg eldhúsáhöld með góðum árangri. Lögreglumaðurinn sem fór með rannsókn málsins bar vitni fyrir dómnum. Hann sagði Arvydas hafa lýst sig saklausan frá upphafi og fundist sjálfsagt að ljúga að lögreglunni. Hann hafi til dæmis sagst hafa hitt júgóslava að nafninu Ratkó í gufunni í Laugum sem hafi beðið hann að taka á móti amfeatmínvökvanum gegn greiðslu. Lögreglan fékk aðgang að gögnum úr augnskannanum í World Class og komst að því að Arvydas fór aldrei í ræktina á umræddum tíma. Símanúmer Arvydasar kom mikið við sögu. Hringt var 13 sinnum úr númerinu í Saulius eftir að hann var handtekinn við komuna til landsins. Á sama tíma voru send sms úr númerinu til aðila í Litháen. Arvydas sagðist hafa átt í tímafrekum timburviðskiptum við vin sinn þar en vildi ekki útskýra þau viðskipti nánar. Áberandi munur var á fasi litháanna tveggja í Héraðsdómi í gær. Meðan Arvydas glotti út í annað bar Saulius sig aumlega. Sagðist hafa þjáðst af langvarandi svefnleysi eftir að lögreglan hótaði honum 22 ára fangelsi ef hann játaði ekki. Hann ætti fárveika móður í Litháen sem þarfnaðist hjálpar hans. Sveinn Andri Sveinsson gagnrýndi lögregluna fyrir að fylgja ekki eftir rannsókninni til Litháen. Lögreglan svaraði því til að þar væri harðsvíruð mafía að störfum og menn gengju undir gælunöfnum sem erfitt væri að rekja. Til dæmis sagði Saulíus að maðurinn sem afhenti honum dópflöskurnar í Litháen hefði aldrei kallað sig annað en Nesimon sem á ensku gæti þýtt nobody og á íslensku -- enginn. Fréttir Innlent Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Litháarnir tveir, Arvydas Maciulskis og Saulius Prusinskas, sitja báðir í gæsluvarðhaldi á Litla Hrauni. Þeir voru handteknir í febrúar eftir að tollverðir á Keflavíkurflugvelli fundu tvær hvítvínsflöskur í handfarangri Saulius. Flöskurnar voru frá sitthvorri álfunni en með eins korktappa og innsiglaðar með vaxi. Við frekari rannsókn kom í ljós að þær innihéldu báðar amfetamínbasa. Stuttu eftir handtöku Sauliusar beindist grunur að Arvydasi sem talinn er hafa skipulagt fleiri smyglferðir burðardýra til landsins. Hann var handtekinn og við húsleit á heimili hans fannst etanól í vínskáp og uppskrift til að breyta vökvanum í amfetamín í föstu formi. Arvydas sagðist hafa fengið uppskriftina á netinu. Sérfræðingur lögreglunnar sagði í Héraðsdómi í dag að þeir sem væru vanir að baka eftir uppskrift ættu í litlum vandkvæðum með að breyta amfetamínvökvanum í fast form. Hægt væri að notast við venjuleg eldhúsáhöld með góðum árangri. Lögreglumaðurinn sem fór með rannsókn málsins bar vitni fyrir dómnum. Hann sagði Arvydas hafa lýst sig saklausan frá upphafi og fundist sjálfsagt að ljúga að lögreglunni. Hann hafi til dæmis sagst hafa hitt júgóslava að nafninu Ratkó í gufunni í Laugum sem hafi beðið hann að taka á móti amfeatmínvökvanum gegn greiðslu. Lögreglan fékk aðgang að gögnum úr augnskannanum í World Class og komst að því að Arvydas fór aldrei í ræktina á umræddum tíma. Símanúmer Arvydasar kom mikið við sögu. Hringt var 13 sinnum úr númerinu í Saulius eftir að hann var handtekinn við komuna til landsins. Á sama tíma voru send sms úr númerinu til aðila í Litháen. Arvydas sagðist hafa átt í tímafrekum timburviðskiptum við vin sinn þar en vildi ekki útskýra þau viðskipti nánar. Áberandi munur var á fasi litháanna tveggja í Héraðsdómi í gær. Meðan Arvydas glotti út í annað bar Saulius sig aumlega. Sagðist hafa þjáðst af langvarandi svefnleysi eftir að lögreglan hótaði honum 22 ára fangelsi ef hann játaði ekki. Hann ætti fárveika móður í Litháen sem þarfnaðist hjálpar hans. Sveinn Andri Sveinsson gagnrýndi lögregluna fyrir að fylgja ekki eftir rannsókninni til Litháen. Lögreglan svaraði því til að þar væri harðsvíruð mafía að störfum og menn gengju undir gælunöfnum sem erfitt væri að rekja. Til dæmis sagði Saulíus að maðurinn sem afhenti honum dópflöskurnar í Litháen hefði aldrei kallað sig annað en Nesimon sem á ensku gæti þýtt nobody og á íslensku -- enginn.
Fréttir Innlent Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira