Menntamálaráðuneytið leitar allra leiða til að vernda LÍN 26. júlí 2006 17:15 Höfðaborg sem hýsir meðal annars Lánasjóð íslenskra námsmanna MYND/E.Ól. Eftirlitsstofnun EFTA krefst þess að skilyrði um að Evrópubúar hafi búið á Íslandi í tvö ár, áður en þeir geta fengið lán hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna, verði fellt úr gildi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, segir ekki koma til greina að skilja Lánasjóð íslenskra námsmanna eftir galopinn. Á ríkisstjórnarfundi í gær var rædd staða Lánasjóðs íslenskra námsmanna í ljósi athugasemda Eftirlitsstofnunar EFTA. Menntamálaráðherra fór yfir þau skref sem verða tekin á næstunni og hvaða þýðingu það hefði fyrir lánasjóðinn ef kröfur eftirlitsstofnunarinnar næðu fram að ganga. Að áliti eftirlitsstofnunar EFTA brýtur skilyrði Lánasjóðsins um búsetu lánþega í bága við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Stofnunin krefst þess að búsetuskilyrðin verði felld niður. Þorgerður Katrín segir nauðsynlegt að Lánasjóður íslenskra námsmanna haldi áfram að vera öflugur sjóður. Stuðningur lánasjóðsins sé ein ástæða fjölgunar námsmanna á háskólastigi. Þorgerður Katrín segir að til að byrja með muni menntamálaráðuneytið skoða leiðir til að koma til móts við Eftirlitsstofnunina án þess að hverfa frá meginhugsuninni með Lánasjóði íslenskra námsmanna. Lánasjóðurinn sé lykillinn að fjölbreytni háskólasamfélagsins. Unnið verði í tengslum við norska menntamálaráðuneytið sem stendur í svipuðum sporum varðandi lán til námsmanna. Ef niðurstöður þessara þreifinga verða ekki fullnægjandi segir Þorgerður Katrín líklegt að farið verði með málið fyrir EFTA-dómstólinn. Ekki komi til greina að hafa lánasjóðinn galopinn og óútfylltan tékka fyrir alla á Evrópska efnahagssvæðinu. Menntamálaráðherra ítrekar að ekki sé verið að mismuna fólki eftir uppruna með búsetuskilyrðunum. Þessi skilyrði eigi jafnt við um Íslendinga og fólk af erlendum uppruna og hafa ekki síður komið niður á lánsmöguleikum Íslendinga. Fréttir Innlent Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Eftirlitsstofnun EFTA krefst þess að skilyrði um að Evrópubúar hafi búið á Íslandi í tvö ár, áður en þeir geta fengið lán hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna, verði fellt úr gildi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, segir ekki koma til greina að skilja Lánasjóð íslenskra námsmanna eftir galopinn. Á ríkisstjórnarfundi í gær var rædd staða Lánasjóðs íslenskra námsmanna í ljósi athugasemda Eftirlitsstofnunar EFTA. Menntamálaráðherra fór yfir þau skref sem verða tekin á næstunni og hvaða þýðingu það hefði fyrir lánasjóðinn ef kröfur eftirlitsstofnunarinnar næðu fram að ganga. Að áliti eftirlitsstofnunar EFTA brýtur skilyrði Lánasjóðsins um búsetu lánþega í bága við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Stofnunin krefst þess að búsetuskilyrðin verði felld niður. Þorgerður Katrín segir nauðsynlegt að Lánasjóður íslenskra námsmanna haldi áfram að vera öflugur sjóður. Stuðningur lánasjóðsins sé ein ástæða fjölgunar námsmanna á háskólastigi. Þorgerður Katrín segir að til að byrja með muni menntamálaráðuneytið skoða leiðir til að koma til móts við Eftirlitsstofnunina án þess að hverfa frá meginhugsuninni með Lánasjóði íslenskra námsmanna. Lánasjóðurinn sé lykillinn að fjölbreytni háskólasamfélagsins. Unnið verði í tengslum við norska menntamálaráðuneytið sem stendur í svipuðum sporum varðandi lán til námsmanna. Ef niðurstöður þessara þreifinga verða ekki fullnægjandi segir Þorgerður Katrín líklegt að farið verði með málið fyrir EFTA-dómstólinn. Ekki komi til greina að hafa lánasjóðinn galopinn og óútfylltan tékka fyrir alla á Evrópska efnahagssvæðinu. Menntamálaráðherra ítrekar að ekki sé verið að mismuna fólki eftir uppruna með búsetuskilyrðunum. Þessi skilyrði eigi jafnt við um Íslendinga og fólk af erlendum uppruna og hafa ekki síður komið niður á lánsmöguleikum Íslendinga.
Fréttir Innlent Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira