Gætu verið elstu prentuðu bækur landsins 30. júlí 2006 19:15 Tvær bækur fundust í uppgreftrinum á Skriðuklaustri í einni og sömu gröfinni sem er einsdæmi. Önnur bókanna var hugsanlega prentuð í fyrstu prentsmiðju landsins að Hólum. Margir af helstu fornleifasérfræðingum heims hafa komið hingað til lands að undanförnu til að taka þátt í rannsóknum á þeim munum sem finnast í uppgreftrum fornleifafræðinga víða um land.Einn slíkur er staddur á Skriðuklaustri en það er doktor Elsa Pacciani, einn fremsti beinafræðingur Ítala en hún getur meðal annars lesið úr sliti á beinum og beinafestingum hvað einstaklingar hafa líklegast unnið við.Bækurnar sem fundust að Klaustri, fundust í gröf manns sem að öllum líkindum var var mjög háttsettur maður í Klaustrinu eru líklega frá 15. eða 16. öld. Fornleifafræðingar hafa unnið að undanförnu að uppgreftri í tveimur gröfum sem fundust í kór klaustursins á Skriðu. Í annarri gröfinni fannst bronsspenna en við nánari athugun kom í ljós um bókarspennu var að ræða. Ekki er búið að hreinsa bækurnar en þær hafa verið sendar til Reykjavíkur til rannsóknar.Í það minnsta önnur bókin er prentuð og vitað er að Jón Arason lét prenta bækur á Hólum fyrir siðaskipti og gætu bækurnar því verið frá honum. Hugsanlega eru þó þarna á ferðinni innfluttar sálmabækur. Uppgreftrinum á Skriðu lýkur á næstunni og við taka rannsóknir á þeim munum sem fundist hafa. Ragnheiður Traustadóttir, forsvarsmaður Hólarannsóknarinnar segir afar spennandi að fá úr því skorið hvort bækurnar hafi verið prentaðar á Hólum, í fyrstu prentsmiðju sem flutt var til landsins. Það væru þá elstu leifar bóka sem prentaðar hefðu verið á Íslandi. Sérfræðingar Hólarannsóknarinnar hafa varið miklum tíma undanfarin ár í að rannsaka prenthúsin á Hólum en elstu húsaleifarnar eru frá seinni hluta 16. aldar þannig að ekki er víst að enn hafi fundist prentsmiðja Jóns Arasonar. Fréttir Innlent Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Draga úr fyrirhuguðum þéttingaráformum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Sjá meira
Tvær bækur fundust í uppgreftrinum á Skriðuklaustri í einni og sömu gröfinni sem er einsdæmi. Önnur bókanna var hugsanlega prentuð í fyrstu prentsmiðju landsins að Hólum. Margir af helstu fornleifasérfræðingum heims hafa komið hingað til lands að undanförnu til að taka þátt í rannsóknum á þeim munum sem finnast í uppgreftrum fornleifafræðinga víða um land.Einn slíkur er staddur á Skriðuklaustri en það er doktor Elsa Pacciani, einn fremsti beinafræðingur Ítala en hún getur meðal annars lesið úr sliti á beinum og beinafestingum hvað einstaklingar hafa líklegast unnið við.Bækurnar sem fundust að Klaustri, fundust í gröf manns sem að öllum líkindum var var mjög háttsettur maður í Klaustrinu eru líklega frá 15. eða 16. öld. Fornleifafræðingar hafa unnið að undanförnu að uppgreftri í tveimur gröfum sem fundust í kór klaustursins á Skriðu. Í annarri gröfinni fannst bronsspenna en við nánari athugun kom í ljós um bókarspennu var að ræða. Ekki er búið að hreinsa bækurnar en þær hafa verið sendar til Reykjavíkur til rannsóknar.Í það minnsta önnur bókin er prentuð og vitað er að Jón Arason lét prenta bækur á Hólum fyrir siðaskipti og gætu bækurnar því verið frá honum. Hugsanlega eru þó þarna á ferðinni innfluttar sálmabækur. Uppgreftrinum á Skriðu lýkur á næstunni og við taka rannsóknir á þeim munum sem fundist hafa. Ragnheiður Traustadóttir, forsvarsmaður Hólarannsóknarinnar segir afar spennandi að fá úr því skorið hvort bækurnar hafi verið prentaðar á Hólum, í fyrstu prentsmiðju sem flutt var til landsins. Það væru þá elstu leifar bóka sem prentaðar hefðu verið á Íslandi. Sérfræðingar Hólarannsóknarinnar hafa varið miklum tíma undanfarin ár í að rannsaka prenthúsin á Hólum en elstu húsaleifarnar eru frá seinni hluta 16. aldar þannig að ekki er víst að enn hafi fundist prentsmiðja Jóns Arasonar.
Fréttir Innlent Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Draga úr fyrirhuguðum þéttingaráformum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Sjá meira