Flugumferðarstjóri þvingaður til vinnu veikur 31. júlí 2006 22:49 MYND/Heiða Helgadóttir Flugumferðarstjóri á Reykjavíkurflugvelli, sem tilkynnti sig veikan í gærmorgun, var úrskurðaður vinnufær af trúnaðarlækni og í framhaldinu sagt að mæta til vinnu. Formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segir atburðinn fáheyrðan og stórhættulegan. Að sögn Lofts Jóhannssonar, formanns Félags íslenskra flugumferðarstjóra, hringdi starfsmaðurinn sig inn veikan um hálf tíu, klukkutíma áður en vaktin átti að hefjast, tók svo inn verkjalyf og lagði sig. Stuttu síðar hringdi trúnaðarlæknir fyrirtækisins í hann og boðaði hann á stofuna til sín í skoðun. Þegar maðurinn kvaðst ekki treysta sér til þess kom trúnaðarlæknirinn heim til hans, skoðaði hann og úrskurðaði hann vinnufæran. Síðan hafi maðurinn verið þvingaður til vinnu þrátt fyrir mótmæli sín. Upplýsingafulltrúi Flugmálastjórnar Íslands segir ekki rétt að tala um þvingun í þessu sambandi. Leyfilegt sé að biðja trúnaðarlækna um að skoða starfsmenn og trúnaðarlæknir hafi úrskurðað manninn vinnufæran. Maðurinn hafi leitað annars álits, sérstaklega í ljósi þess að hann hafði tekið inn verkjalyf, en sá læknir mat hann einnig vinnufæran, og taldi verkjalyfin farin úr honum. Maðurinn hafi þá mætt til vinnu. Trúnaðarlæknir hafi verið beðinn um að líta á manninn í ljósi deilna flugumferðarstjóra við Flugmálastjórn að undanförnu og mikilla veikinda starfsmanna. Loftur segir manninn hafa verið veikan. Vinnubrögð Flugmálastjórnar séu ótrúleg og ekki til fyrirmyndar. Flugumferðarstjórar eigi að vera heima þegar þeir séu veikir og treysti sér ekki til vinnu. Hætt sé við því að starfsmenn fari að mæta veikir til vinnu af ótta við heimsóknir trúnaðarlækna og valdbeitingu yfirmanna, og stofna þar með flugöryggi í hættu. Fréttir Innlent Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Flugumferðarstjóri á Reykjavíkurflugvelli, sem tilkynnti sig veikan í gærmorgun, var úrskurðaður vinnufær af trúnaðarlækni og í framhaldinu sagt að mæta til vinnu. Formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segir atburðinn fáheyrðan og stórhættulegan. Að sögn Lofts Jóhannssonar, formanns Félags íslenskra flugumferðarstjóra, hringdi starfsmaðurinn sig inn veikan um hálf tíu, klukkutíma áður en vaktin átti að hefjast, tók svo inn verkjalyf og lagði sig. Stuttu síðar hringdi trúnaðarlæknir fyrirtækisins í hann og boðaði hann á stofuna til sín í skoðun. Þegar maðurinn kvaðst ekki treysta sér til þess kom trúnaðarlæknirinn heim til hans, skoðaði hann og úrskurðaði hann vinnufæran. Síðan hafi maðurinn verið þvingaður til vinnu þrátt fyrir mótmæli sín. Upplýsingafulltrúi Flugmálastjórnar Íslands segir ekki rétt að tala um þvingun í þessu sambandi. Leyfilegt sé að biðja trúnaðarlækna um að skoða starfsmenn og trúnaðarlæknir hafi úrskurðað manninn vinnufæran. Maðurinn hafi leitað annars álits, sérstaklega í ljósi þess að hann hafði tekið inn verkjalyf, en sá læknir mat hann einnig vinnufæran, og taldi verkjalyfin farin úr honum. Maðurinn hafi þá mætt til vinnu. Trúnaðarlæknir hafi verið beðinn um að líta á manninn í ljósi deilna flugumferðarstjóra við Flugmálastjórn að undanförnu og mikilla veikinda starfsmanna. Loftur segir manninn hafa verið veikan. Vinnubrögð Flugmálastjórnar séu ótrúleg og ekki til fyrirmyndar. Flugumferðarstjórar eigi að vera heima þegar þeir séu veikir og treysti sér ekki til vinnu. Hætt sé við því að starfsmenn fari að mæta veikir til vinnu af ótta við heimsóknir trúnaðarlækna og valdbeitingu yfirmanna, og stofna þar með flugöryggi í hættu.
Fréttir Innlent Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira