Steranotkun unglinga mest í þremur greinum íþrótta 2. ágúst 2006 03:30 Rétt tæp átján prósent nemenda í framhaldsskólum landsins, sem lagt hafa stund á vaxtarrækt, höfðu aðspurðir notað örvandi efnið efedrín í tengslum við iðkunina einhvern tíma á síðustu tólf mánuðum. Þá höfðu þrettán prósent nemenda sem iðka vaxtarrækt notað anabólíska stera í tengslum við íþróttina einhvern tíma á sama tímabili. Bæði þessi efni eru ólögleg hér á landi. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem Rannsóknir og greining vann fyrir Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands árið 2004. Þátttakendur voru þeir nemendur allra framhaldsskóla á Íslandi sem mættir voru í kennslustundir á þeim tíma sem kannanirnar voru lagðar fyrir. Gild svör fengust frá 11.031 nemanda og var svarhlutfall því 80,9 prósent. 75 prósent þeirra sem svöruðu stunduðu íþróttir eða líkamsrækt vikulega eða oftar, eða samtals 8.273 manns. Niðurstöður þessarar viðamiklu könnunar lágu fyrir á vordögum 2005, en þær hafa ekki litið dagsins ljós fyrr en nú. „Það er athyglisvert að af heildinni sem er að nota stera er heldur hærra hlutfall einstaklinga sem stunda engar íþróttir," segir Pálmar Hreinsson, verkefnisstjóri lyfjamála hjá ÍSÍ. Hann bætir við að hlutfall steranotenda lækki enn ef athuguð sé staða mála iðkenda hjá skipulögðum íþróttafélögum innan ÍSÍ miðað við aðra. Misnotkunin tengist því ekki öðrum þáttum en íþróttaiðkun. Af niðurstöðum rannsóknarinnar má ráða að notkun framhaldsskólanema á efedríni og anabólískum sterum tengist einkum þremur íþróttagreinum, það er vaxtarrækt, frjálsum íþróttum og bardagaíþróttum. Brögð eru þó einnig að því að neysla þessara ólöglegu efna tíðkist í mun fleiri íþróttagreinum, eins og sjá má á meðfylgjandi súluriti. Athyglisverð eru svör þeirra nemenda sem nota efnin við spurningunni um hvernig þeir hafi fengið þau. Þrjátíu prósent segjast hafa fengið sterana hjá vini eða kunningja. 47 prósent segjast hafa fengið efedrínið hjá vinum. 21 prósent segist hafa fengið stera hjá fólki á líkamsræktarstöðvum og sextán prósent efedrín. Þá kveðast 22 prósent svarenda hafa fengið stera hjá fólki tengdu íþróttafélagi og þrettán prósent hafa fengið efedrín á sama hátt. Fréttir Innlent Íþróttir Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Rétt tæp átján prósent nemenda í framhaldsskólum landsins, sem lagt hafa stund á vaxtarrækt, höfðu aðspurðir notað örvandi efnið efedrín í tengslum við iðkunina einhvern tíma á síðustu tólf mánuðum. Þá höfðu þrettán prósent nemenda sem iðka vaxtarrækt notað anabólíska stera í tengslum við íþróttina einhvern tíma á sama tímabili. Bæði þessi efni eru ólögleg hér á landi. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem Rannsóknir og greining vann fyrir Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands árið 2004. Þátttakendur voru þeir nemendur allra framhaldsskóla á Íslandi sem mættir voru í kennslustundir á þeim tíma sem kannanirnar voru lagðar fyrir. Gild svör fengust frá 11.031 nemanda og var svarhlutfall því 80,9 prósent. 75 prósent þeirra sem svöruðu stunduðu íþróttir eða líkamsrækt vikulega eða oftar, eða samtals 8.273 manns. Niðurstöður þessarar viðamiklu könnunar lágu fyrir á vordögum 2005, en þær hafa ekki litið dagsins ljós fyrr en nú. „Það er athyglisvert að af heildinni sem er að nota stera er heldur hærra hlutfall einstaklinga sem stunda engar íþróttir," segir Pálmar Hreinsson, verkefnisstjóri lyfjamála hjá ÍSÍ. Hann bætir við að hlutfall steranotenda lækki enn ef athuguð sé staða mála iðkenda hjá skipulögðum íþróttafélögum innan ÍSÍ miðað við aðra. Misnotkunin tengist því ekki öðrum þáttum en íþróttaiðkun. Af niðurstöðum rannsóknarinnar má ráða að notkun framhaldsskólanema á efedríni og anabólískum sterum tengist einkum þremur íþróttagreinum, það er vaxtarrækt, frjálsum íþróttum og bardagaíþróttum. Brögð eru þó einnig að því að neysla þessara ólöglegu efna tíðkist í mun fleiri íþróttagreinum, eins og sjá má á meðfylgjandi súluriti. Athyglisverð eru svör þeirra nemenda sem nota efnin við spurningunni um hvernig þeir hafi fengið þau. Þrjátíu prósent segjast hafa fengið sterana hjá vini eða kunningja. 47 prósent segjast hafa fengið efedrínið hjá vinum. 21 prósent segist hafa fengið stera hjá fólki á líkamsræktarstöðvum og sextán prósent efedrín. Þá kveðast 22 prósent svarenda hafa fengið stera hjá fólki tengdu íþróttafélagi og þrettán prósent hafa fengið efedrín á sama hátt.
Fréttir Innlent Íþróttir Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira