Tæplega þrítugur karlmaður var tekinn fyrir hraðakstur í Reykjavík í gær. Það er vart í frásögur færandi ef ekki væri fyrir þá staðreynd að þetta var í fimmta sinn á árinu sem viðkomandi er tekinn fyrir hraðakstur.
Alls voru 27 ökumenn teknir fyrir hraðakstur í gær en í þeim hópi voru tveir bifhjólamenn. Í tilvikum þeirra var ekki um ofsaakstur að ræða þótt vissulega hafi tvímenningarnir ekið full glannalega, að sögn lögreglu.