Segir aðgerðir lögreglu á Kárahnjúkum ólöglegar 6. ágúst 2006 18:57 Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður, segir aðgerðir lögreglu á Kárahnjúkasvæðinu stangast á við ákvæði stjórnarskrárinnar. Mótmælendur fullyrða að lögregla komi í veg fyrir að þeim séu færðar vistir, beiti þá harðræði og hindri ferðir fólks til mótmælabúðanna. Aðgerðir lögreglu gegn mótmælendum á Kárahnjúkasvæðinu hafa verið mikið til umfjöllunar að undanförnu. Lögreglan hefur handtekið mótmælendur sem ýmist höfðu hlekkjað sig við vinnuvélar og þannig truflað starfssemi á svæðinu sem og aðra sem hafa haldið því fram að mótmæli þeirra séu friðsamleg og lögmæt. Arna Ösp Magnúsardóttir sem dvelur nú við mótmælabúðirnar við Lindur segir að erfitt sé að koma mat á svæðið því lögreglan vakti ferðir mótmælenda og hafa bílar sem reynt hafa að komast í búðirnar með mat verið stöðvaðir og matur tekinn af þeim. Lögreglan hefur lokað tveimur vegum og er annar þeirra slóði utan vinnusvæðis sem öllu jafna er opinn. Arna Ösp segist sjálf ekki hafa tekið þátt í mótmælum á kárahnjúkavsvæðinu en samt sem áður sé hún stöðvuð af lögreglu þegar hún ferðast um svæðið. Jónína Sigurðardóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra sagði um aðgerðir lögreglu í samtali við fréttastofu ríkisútvarpsins á föstudag: "Þarna er fólk að safnast saman til þess að mótmæla sem er bannað og okkur ber að sinna því" Þessu eru ekki allir sammála. Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður segir aðgerðir lögreglu brot á stjórnarskrárréttindum fólks.Hann segir aðgerðir lögreglu nú ekki nýjar af nálinni og að ríkið hafi iðulega orðið fyrir skaða vegna þeirra. Hann nefnir sem dæmi þegar mótmælendur voru handteknir þegar forseti Kína kom hingað til lands í heimssókn en þá hafi ríkið verið dæmt skaðabótaskylt. Og Ragnar telur lögregluna hafa brotið lög með því að reyna að hindra mótmælendur til að koma saman og skipuleggja mótmælaaðgerðir Óskar Bjartmarz yfirlögegluþjónn á Egilsstöðu vísar ásökunum Ragnars og mótmælenda alfarið á bug. Hann segir lögin sín megin og bendir til dæmis á 15. gr lögreglulaga en þar segir: Lögreglu er heimilt að hafa afskipti af borgurunum til að halda uppi almannafriði og allsherjarreglu eða koma í veg fyrir yfirvofandi röskun til að gæta öryggis einstaklinga eða almennings eða til að afstýra afbrotum eða stöðva þau. Fréttir Innlent Mest lesið Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira
Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður, segir aðgerðir lögreglu á Kárahnjúkasvæðinu stangast á við ákvæði stjórnarskrárinnar. Mótmælendur fullyrða að lögregla komi í veg fyrir að þeim séu færðar vistir, beiti þá harðræði og hindri ferðir fólks til mótmælabúðanna. Aðgerðir lögreglu gegn mótmælendum á Kárahnjúkasvæðinu hafa verið mikið til umfjöllunar að undanförnu. Lögreglan hefur handtekið mótmælendur sem ýmist höfðu hlekkjað sig við vinnuvélar og þannig truflað starfssemi á svæðinu sem og aðra sem hafa haldið því fram að mótmæli þeirra séu friðsamleg og lögmæt. Arna Ösp Magnúsardóttir sem dvelur nú við mótmælabúðirnar við Lindur segir að erfitt sé að koma mat á svæðið því lögreglan vakti ferðir mótmælenda og hafa bílar sem reynt hafa að komast í búðirnar með mat verið stöðvaðir og matur tekinn af þeim. Lögreglan hefur lokað tveimur vegum og er annar þeirra slóði utan vinnusvæðis sem öllu jafna er opinn. Arna Ösp segist sjálf ekki hafa tekið þátt í mótmælum á kárahnjúkavsvæðinu en samt sem áður sé hún stöðvuð af lögreglu þegar hún ferðast um svæðið. Jónína Sigurðardóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra sagði um aðgerðir lögreglu í samtali við fréttastofu ríkisútvarpsins á föstudag: "Þarna er fólk að safnast saman til þess að mótmæla sem er bannað og okkur ber að sinna því" Þessu eru ekki allir sammála. Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður segir aðgerðir lögreglu brot á stjórnarskrárréttindum fólks.Hann segir aðgerðir lögreglu nú ekki nýjar af nálinni og að ríkið hafi iðulega orðið fyrir skaða vegna þeirra. Hann nefnir sem dæmi þegar mótmælendur voru handteknir þegar forseti Kína kom hingað til lands í heimssókn en þá hafi ríkið verið dæmt skaðabótaskylt. Og Ragnar telur lögregluna hafa brotið lög með því að reyna að hindra mótmælendur til að koma saman og skipuleggja mótmælaaðgerðir Óskar Bjartmarz yfirlögegluþjónn á Egilsstöðu vísar ásökunum Ragnars og mótmælenda alfarið á bug. Hann segir lögin sín megin og bendir til dæmis á 15. gr lögreglulaga en þar segir: Lögreglu er heimilt að hafa afskipti af borgurunum til að halda uppi almannafriði og allsherjarreglu eða koma í veg fyrir yfirvofandi röskun til að gæta öryggis einstaklinga eða almennings eða til að afstýra afbrotum eða stöðva þau.
Fréttir Innlent Mest lesið Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira