Hefur mikla trú á Roy Keane sem stjóra 25. ágúst 2006 16:02 Sir Alex Ferguson hefur miklar mætur á fyrrum fyrirliða Manchester United og hefur fulla trú á honum sem knattspyrnustjóra NordicPhotos/GettyImages Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segist hafa mikla trú á Roy Keane sem knattspyrnustjóra, en talið er víst að Keane muni taka við stjórnartaumunum hjá 1. deildarliði Sunderland um helgina. Keane var fyrirliði og lykilmaður Manchester United í 12 ár undir stjórn Ferguson. "Þessi tíðindi koma kannski öllu fyrr en ég átti von á," sagði Ferguson í samtali við Sky sjónvarpsstöðina. "En í knattspyrnuheiminum er það oft þannig að ef maður stekkur ekki á tækifærin strax, er óvíst að þau komi yfir höfuð. Roy gæti verið með það efst í huga ef hann ætlar sér að taka við Sunderland - það er ekki gott að vera lengi frá leiknum í einu og ég fékk þau skilaboð sjálfur þegar ég hætti að spila," sagði Ferguson og bætti við að sér litist nokkuð vel á Sunderland sem félag fyrir Keane. "Sunderland er stór klúbbur með merka sögu, góða stuðningsmenn og fínan völl, svo mér sýnist allt vera jákvætt við þetta. Það verður hinsvegar ekki auðvelt fyrir hann að gerast knattspyrnustjóri, því það er alltaf að verða erfiðara og erfiðara. Það er ekki auðvelt að fá vinnu sem stjóri í dag og hlutirnir eru að breytast mikið. Leikmannamálin verða sí erfiðari, samningar, fjölmiðlar og annað slíkt er orðið tímafrekt," sagði Ferguson og skoraði á Keane að fá Brian Kidd sér til aðstoðar í starfinu ef hann tekur við Sunderland. "Keane þekkir Brian frá því þeir störfuðu saman hjá Manchester United og ég hugsa að flestir myndu reyna að fá sér aðstoðarmann sem þeir þekkja vel," sagði Ferguson. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Sjá meira
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segist hafa mikla trú á Roy Keane sem knattspyrnustjóra, en talið er víst að Keane muni taka við stjórnartaumunum hjá 1. deildarliði Sunderland um helgina. Keane var fyrirliði og lykilmaður Manchester United í 12 ár undir stjórn Ferguson. "Þessi tíðindi koma kannski öllu fyrr en ég átti von á," sagði Ferguson í samtali við Sky sjónvarpsstöðina. "En í knattspyrnuheiminum er það oft þannig að ef maður stekkur ekki á tækifærin strax, er óvíst að þau komi yfir höfuð. Roy gæti verið með það efst í huga ef hann ætlar sér að taka við Sunderland - það er ekki gott að vera lengi frá leiknum í einu og ég fékk þau skilaboð sjálfur þegar ég hætti að spila," sagði Ferguson og bætti við að sér litist nokkuð vel á Sunderland sem félag fyrir Keane. "Sunderland er stór klúbbur með merka sögu, góða stuðningsmenn og fínan völl, svo mér sýnist allt vera jákvætt við þetta. Það verður hinsvegar ekki auðvelt fyrir hann að gerast knattspyrnustjóri, því það er alltaf að verða erfiðara og erfiðara. Það er ekki auðvelt að fá vinnu sem stjóri í dag og hlutirnir eru að breytast mikið. Leikmannamálin verða sí erfiðari, samningar, fjölmiðlar og annað slíkt er orðið tímafrekt," sagði Ferguson og skoraði á Keane að fá Brian Kidd sér til aðstoðar í starfinu ef hann tekur við Sunderland. "Keane þekkir Brian frá því þeir störfuðu saman hjá Manchester United og ég hugsa að flestir myndu reyna að fá sér aðstoðarmann sem þeir þekkja vel," sagði Ferguson.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Sjá meira