Vilja breyta lögum ef þörf er á 12. september 2006 18:48 Þingmenn Samfylkingarinnar hafa beðið um fund í allsherjarnefnd til að ræða alvarlegar ásakanir um að réttarstaða barna hafi verið fyrir borð borin með mistökum í lagasetningu og skýrslutökum í dómshúsi en ekki í Barnahúsi. Dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur vísar gagnrýni Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu til föðurhúsanna og segir umdeilt hvort Barnahús geti talist hlutlaus vettvangur fyrir skýrslutöku á börnum sem sætt hafa kynferðislegu ofbeldi. Bragi hélt því fram í Pressunni á NFS á sunnudag að kynferðisbrotamál gegn börnum hefðu spillst fyrir dómi af því skýrslutaka var í Héraðsdómi Reykjavíkur en ekki í Barnahúsi. Ennfremur telur að lagabreyting árið 1999 hafi verið afturför fyrir málaflokkinn en með því var frumskýrslutaka af börnunum gerð að dómsathöfn - sem þýðir að sakborningur getur verið viðstaddur. Þingmenn Samfylkingar í allsherjarnefnd hafa beðið um fund í nefndinni til að ræða þessa alvarlegu gagnrýni, og segir Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingar að breyta þurfi lögunum ef þau vinni gegn hagsmnunum barnanna. Helgi I. Jónsson, dómsstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur telur að skýrslutaka í Héraðsdómi sé fagleg og hafi allir aðilar sem að málum koma lokið lofsorði á hana. Helgi telur að gagnrýni Braga sé ekki málaflokknum til hagsbóta. Bragi gagnrýndi að tveir nýlegir dómar hefðu misfarist vegna þess að skýrslutaka í Héraðsdómi hefði verið ábótavant. Helgi segir að aðfinnslu hafi verið gerðar - og haft að hluta til áhrif til sýknu en bendir á að ámóta gagnrýni hafi komið fram í Hæstarétti á yfirheyrslu í Barnahúsi. Helgi tekur fram að aðstaðan í Héraðsdómi sé hlutalus vettvangur og umdeilt sé að sama megi segja um Barnahús. Aðspurður hvort aðrir Héraðsdómar væru þá að nota vettvang sem ekki teldist hlutlaus segir Helgi að notkun annara dómstóla á Barnahúsi sé ekki hafin yfir gagnrýni. Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Þingmenn Samfylkingarinnar hafa beðið um fund í allsherjarnefnd til að ræða alvarlegar ásakanir um að réttarstaða barna hafi verið fyrir borð borin með mistökum í lagasetningu og skýrslutökum í dómshúsi en ekki í Barnahúsi. Dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur vísar gagnrýni Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu til föðurhúsanna og segir umdeilt hvort Barnahús geti talist hlutlaus vettvangur fyrir skýrslutöku á börnum sem sætt hafa kynferðislegu ofbeldi. Bragi hélt því fram í Pressunni á NFS á sunnudag að kynferðisbrotamál gegn börnum hefðu spillst fyrir dómi af því skýrslutaka var í Héraðsdómi Reykjavíkur en ekki í Barnahúsi. Ennfremur telur að lagabreyting árið 1999 hafi verið afturför fyrir málaflokkinn en með því var frumskýrslutaka af börnunum gerð að dómsathöfn - sem þýðir að sakborningur getur verið viðstaddur. Þingmenn Samfylkingar í allsherjarnefnd hafa beðið um fund í nefndinni til að ræða þessa alvarlegu gagnrýni, og segir Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingar að breyta þurfi lögunum ef þau vinni gegn hagsmnunum barnanna. Helgi I. Jónsson, dómsstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur telur að skýrslutaka í Héraðsdómi sé fagleg og hafi allir aðilar sem að málum koma lokið lofsorði á hana. Helgi telur að gagnrýni Braga sé ekki málaflokknum til hagsbóta. Bragi gagnrýndi að tveir nýlegir dómar hefðu misfarist vegna þess að skýrslutaka í Héraðsdómi hefði verið ábótavant. Helgi segir að aðfinnslu hafi verið gerðar - og haft að hluta til áhrif til sýknu en bendir á að ámóta gagnrýni hafi komið fram í Hæstarétti á yfirheyrslu í Barnahúsi. Helgi tekur fram að aðstaðan í Héraðsdómi sé hlutalus vettvangur og umdeilt sé að sama megi segja um Barnahús. Aðspurður hvort aðrir Héraðsdómar væru þá að nota vettvang sem ekki teldist hlutlaus segir Helgi að notkun annara dómstóla á Barnahúsi sé ekki hafin yfir gagnrýni.
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira