Lýsing afhendir Þroskahjálp 2 milljónir króna 21. september 2006 12:00 Í tilefni 20 ára afmælis Lýsingar gaf fyrirtækið Landssamtökunum Þroskahjálp 2 milljónir króna en Lýsing er aðalstyrktaraðili samtakanna. Hluti upphæðarinnar rennur til þróunarstarfs Þroskahjálpar í þriðja heiminum. Lýsing fagnaði 20 ára afmæli sínu á dögunum og bauð starfsmönnum og viðskiptavinum til afmælisfagnaðar í nýju Laugardalshöllinni. Á 20 ára ferli fyrirtækisins hefur það styrkt ýmis hjálparsamtök og lagt mörgum einstaklingum lið við að ná markmiðum sínum. Til að mynda hefur Lýsing verið aðalstyrktaraðili Landssamtakanna Þroskahjálpar síðan 2004. Í tilefni afmælisins ákvað Lýsing að styrkja þau enn frekar með 2 milljónum króna. Lýsing hefur lagt mikið upp úr því að vera samtökunum innan handar. Árið 1987 deildu Lýsing og Þroskahjálp húsnæði að Suðurlandsbraut 22 og á þeim tíma kynntist fyrirtækið því óeigingjarna og þarfa starfi sem Þroskahjálp sinnir í þágu þeirra sem minna mega sín. Ólafur Helgi Ólafsson framkvæmdastjóri Lýsingar sagði í ræðu sinni við afhendinguna að málefni fatlaðra séu málefni samfélagsins alls og að nauðsynlegt sé að fatlaðir njóti í hvívetna sömu réttinda og aðstöðu og ófatlaðir. Landssamtökin Þroskahjálp fluttu starfsemi sína af Suðurlandsbraut árið 2004 og seldu Lýsingu húsnæðið. Þá gerði Lýsing styrktarsamning við félagið til fjögurra ára um 500 þúsund króna styrk ár hvert. Það kom því Landssamtökunum Þroskahjálp þægilega á óvart þegar Lýsing veitti þeim 2 milljónir króna aukalega og rennur hluti upphæðarinnar til þróunarstarfs í þriðja heiminum. Gerður A. Árnadóttir, formaður Þroskahjálpar, sagði í ræðu sinni að Lýsing hefði reynst samtökunum ómetanlegur bakhjarl og bandamaður og að slíkt sé afar þýðingarmikið í baráttunni fyrir mannréttindahugsjónum og trúnni á réttlæti til allra manna. Þar sem samtökin gerðu ekki ráð fyrir þessum peningum í fjárhagsáætlun sinni ætla þau að láta langþráðan draum rætast og láta gott af sér leiða í þágu fatlaðra fyrir utan landsteinana. Það voru þau Gerður A. Árnadóttir og Friðrik Sigurðsson sem tóku við styrknum af Ólafi Helga Ólafssyni. Fréttir Innlent Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Sjá meira
Í tilefni 20 ára afmælis Lýsingar gaf fyrirtækið Landssamtökunum Þroskahjálp 2 milljónir króna en Lýsing er aðalstyrktaraðili samtakanna. Hluti upphæðarinnar rennur til þróunarstarfs Þroskahjálpar í þriðja heiminum. Lýsing fagnaði 20 ára afmæli sínu á dögunum og bauð starfsmönnum og viðskiptavinum til afmælisfagnaðar í nýju Laugardalshöllinni. Á 20 ára ferli fyrirtækisins hefur það styrkt ýmis hjálparsamtök og lagt mörgum einstaklingum lið við að ná markmiðum sínum. Til að mynda hefur Lýsing verið aðalstyrktaraðili Landssamtakanna Þroskahjálpar síðan 2004. Í tilefni afmælisins ákvað Lýsing að styrkja þau enn frekar með 2 milljónum króna. Lýsing hefur lagt mikið upp úr því að vera samtökunum innan handar. Árið 1987 deildu Lýsing og Þroskahjálp húsnæði að Suðurlandsbraut 22 og á þeim tíma kynntist fyrirtækið því óeigingjarna og þarfa starfi sem Þroskahjálp sinnir í þágu þeirra sem minna mega sín. Ólafur Helgi Ólafsson framkvæmdastjóri Lýsingar sagði í ræðu sinni við afhendinguna að málefni fatlaðra séu málefni samfélagsins alls og að nauðsynlegt sé að fatlaðir njóti í hvívetna sömu réttinda og aðstöðu og ófatlaðir. Landssamtökin Þroskahjálp fluttu starfsemi sína af Suðurlandsbraut árið 2004 og seldu Lýsingu húsnæðið. Þá gerði Lýsing styrktarsamning við félagið til fjögurra ára um 500 þúsund króna styrk ár hvert. Það kom því Landssamtökunum Þroskahjálp þægilega á óvart þegar Lýsing veitti þeim 2 milljónir króna aukalega og rennur hluti upphæðarinnar til þróunarstarfs í þriðja heiminum. Gerður A. Árnadóttir, formaður Þroskahjálpar, sagði í ræðu sinni að Lýsing hefði reynst samtökunum ómetanlegur bakhjarl og bandamaður og að slíkt sé afar þýðingarmikið í baráttunni fyrir mannréttindahugsjónum og trúnni á réttlæti til allra manna. Þar sem samtökin gerðu ekki ráð fyrir þessum peningum í fjárhagsáætlun sinni ætla þau að láta langþráðan draum rætast og láta gott af sér leiða í þágu fatlaðra fyrir utan landsteinana. Það voru þau Gerður A. Árnadóttir og Friðrik Sigurðsson sem tóku við styrknum af Ólafi Helga Ólafssyni.
Fréttir Innlent Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Sjá meira