Útlendingaeftirlitið yfirvarp fyrir íslenska njósnastarfsemi 22. september 2006 12:30 Útlendingaeftirlitið var áratugum saman notað að hluta sem yfirvarp fyrir íslenska njósnastarfsemi. Njósnirnar beindust einkum að starfsemi austantjaldsríkja hérlendis og starfsemi kommúnista og sósísalista. Þetta kemur fram í grein Þórs Whitehead sagnfræðings, sem vakið hefur mikla athygli. Í grein Þórs kemur fram að fyrsti vísir að formlegri leyniþjónustu verði til eftir síðari heimsstyrjöldina þegar Árni Sigurjónsson er ráðinn til starfa, ungur maður hjá lögreglustjóranum í Reykjavík, en hann hafi verið fyrsti maðurinn sem ráðinn var til lögreglunnar beinlínis til að sinna öryggismálum og gagnnjósnum. Fram kemur að Útlendingaeftirlitið var í raun yfirvarp fyrir leynstörf hans næstu áratugi en Bjarni Benediktsson, þáverandi dómsmálaráðherra, stóð á bak við ráðningu Árna. Fram kemur að Árni hlaut þjálfun sína hjá FBI en hún gaf íslensku öryggisþjónustunni einnig tæki en bandamenn héldu áfram allt til loka kalda stríðsins að senda Íslendingum alls kyns njósnatæki. Eftir átökin á Austurvelli 1949 lét Bjarni Benediktsson í skjóli Útlendingaeftirlitsins, setja upp það sem kallað er strangleynilega öryggisþjónustudeild hjá lögreglustjóraembættinu í Reykjavík í nánum tengslum við dómsmálaráðuneytið. Sigurjón Sigurðsson lögreglustjóri valdi Pétur Kristinsson til að stýra starfinu og var Pétri fengin skrifstofa á annarri hæð lögreglustöðvarinnar í Pósthússtræti. Fram kemur í grein Þórs að sú skrifstofa hafi fyllst brátt af skjalaskápum. Einnig hafi verið komið upp tengingu við símstöðina við Austurvöll til að hægt væri að hlera þar síma með því að samstarfsmenn lögreglu hjá Símanum tengdu þræði sína við bæjarkerfið. Þegar lögreglan flutti höfuðstöðvar sínar á Hverfisgötu fékk öryggisþjónustan sérstakt herbergi á þriðju hæð sem var sérstaklega styrkt og hljóðeinangrað og höfðu aðeins þrír menn lyklavöld að herberginu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
Útlendingaeftirlitið var áratugum saman notað að hluta sem yfirvarp fyrir íslenska njósnastarfsemi. Njósnirnar beindust einkum að starfsemi austantjaldsríkja hérlendis og starfsemi kommúnista og sósísalista. Þetta kemur fram í grein Þórs Whitehead sagnfræðings, sem vakið hefur mikla athygli. Í grein Þórs kemur fram að fyrsti vísir að formlegri leyniþjónustu verði til eftir síðari heimsstyrjöldina þegar Árni Sigurjónsson er ráðinn til starfa, ungur maður hjá lögreglustjóranum í Reykjavík, en hann hafi verið fyrsti maðurinn sem ráðinn var til lögreglunnar beinlínis til að sinna öryggismálum og gagnnjósnum. Fram kemur að Útlendingaeftirlitið var í raun yfirvarp fyrir leynstörf hans næstu áratugi en Bjarni Benediktsson, þáverandi dómsmálaráðherra, stóð á bak við ráðningu Árna. Fram kemur að Árni hlaut þjálfun sína hjá FBI en hún gaf íslensku öryggisþjónustunni einnig tæki en bandamenn héldu áfram allt til loka kalda stríðsins að senda Íslendingum alls kyns njósnatæki. Eftir átökin á Austurvelli 1949 lét Bjarni Benediktsson í skjóli Útlendingaeftirlitsins, setja upp það sem kallað er strangleynilega öryggisþjónustudeild hjá lögreglustjóraembættinu í Reykjavík í nánum tengslum við dómsmálaráðuneytið. Sigurjón Sigurðsson lögreglustjóri valdi Pétur Kristinsson til að stýra starfinu og var Pétri fengin skrifstofa á annarri hæð lögreglustöðvarinnar í Pósthússtræti. Fram kemur í grein Þórs að sú skrifstofa hafi fyllst brátt af skjalaskápum. Einnig hafi verið komið upp tengingu við símstöðina við Austurvöll til að hægt væri að hlera þar síma með því að samstarfsmenn lögreglu hjá Símanum tengdu þræði sína við bæjarkerfið. Þegar lögreglan flutti höfuðstöðvar sínar á Hverfisgötu fékk öryggisþjónustan sérstakt herbergi á þriðju hæð sem var sérstaklega styrkt og hljóðeinangrað og höfðu aðeins þrír menn lyklavöld að herberginu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira