Útlendingaeftirlitið yfirvarp fyrir íslenska njósnastarfsemi 22. september 2006 12:30 Útlendingaeftirlitið var áratugum saman notað að hluta sem yfirvarp fyrir íslenska njósnastarfsemi. Njósnirnar beindust einkum að starfsemi austantjaldsríkja hérlendis og starfsemi kommúnista og sósísalista. Þetta kemur fram í grein Þórs Whitehead sagnfræðings, sem vakið hefur mikla athygli. Í grein Þórs kemur fram að fyrsti vísir að formlegri leyniþjónustu verði til eftir síðari heimsstyrjöldina þegar Árni Sigurjónsson er ráðinn til starfa, ungur maður hjá lögreglustjóranum í Reykjavík, en hann hafi verið fyrsti maðurinn sem ráðinn var til lögreglunnar beinlínis til að sinna öryggismálum og gagnnjósnum. Fram kemur að Útlendingaeftirlitið var í raun yfirvarp fyrir leynstörf hans næstu áratugi en Bjarni Benediktsson, þáverandi dómsmálaráðherra, stóð á bak við ráðningu Árna. Fram kemur að Árni hlaut þjálfun sína hjá FBI en hún gaf íslensku öryggisþjónustunni einnig tæki en bandamenn héldu áfram allt til loka kalda stríðsins að senda Íslendingum alls kyns njósnatæki. Eftir átökin á Austurvelli 1949 lét Bjarni Benediktsson í skjóli Útlendingaeftirlitsins, setja upp það sem kallað er strangleynilega öryggisþjónustudeild hjá lögreglustjóraembættinu í Reykjavík í nánum tengslum við dómsmálaráðuneytið. Sigurjón Sigurðsson lögreglustjóri valdi Pétur Kristinsson til að stýra starfinu og var Pétri fengin skrifstofa á annarri hæð lögreglustöðvarinnar í Pósthússtræti. Fram kemur í grein Þórs að sú skrifstofa hafi fyllst brátt af skjalaskápum. Einnig hafi verið komið upp tengingu við símstöðina við Austurvöll til að hægt væri að hlera þar síma með því að samstarfsmenn lögreglu hjá Símanum tengdu þræði sína við bæjarkerfið. Þegar lögreglan flutti höfuðstöðvar sínar á Hverfisgötu fékk öryggisþjónustan sérstakt herbergi á þriðju hæð sem var sérstaklega styrkt og hljóðeinangrað og höfðu aðeins þrír menn lyklavöld að herberginu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Veður Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að sviðsetja bílslys Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Sjá meira
Útlendingaeftirlitið var áratugum saman notað að hluta sem yfirvarp fyrir íslenska njósnastarfsemi. Njósnirnar beindust einkum að starfsemi austantjaldsríkja hérlendis og starfsemi kommúnista og sósísalista. Þetta kemur fram í grein Þórs Whitehead sagnfræðings, sem vakið hefur mikla athygli. Í grein Þórs kemur fram að fyrsti vísir að formlegri leyniþjónustu verði til eftir síðari heimsstyrjöldina þegar Árni Sigurjónsson er ráðinn til starfa, ungur maður hjá lögreglustjóranum í Reykjavík, en hann hafi verið fyrsti maðurinn sem ráðinn var til lögreglunnar beinlínis til að sinna öryggismálum og gagnnjósnum. Fram kemur að Útlendingaeftirlitið var í raun yfirvarp fyrir leynstörf hans næstu áratugi en Bjarni Benediktsson, þáverandi dómsmálaráðherra, stóð á bak við ráðningu Árna. Fram kemur að Árni hlaut þjálfun sína hjá FBI en hún gaf íslensku öryggisþjónustunni einnig tæki en bandamenn héldu áfram allt til loka kalda stríðsins að senda Íslendingum alls kyns njósnatæki. Eftir átökin á Austurvelli 1949 lét Bjarni Benediktsson í skjóli Útlendingaeftirlitsins, setja upp það sem kallað er strangleynilega öryggisþjónustudeild hjá lögreglustjóraembættinu í Reykjavík í nánum tengslum við dómsmálaráðuneytið. Sigurjón Sigurðsson lögreglustjóri valdi Pétur Kristinsson til að stýra starfinu og var Pétri fengin skrifstofa á annarri hæð lögreglustöðvarinnar í Pósthússtræti. Fram kemur í grein Þórs að sú skrifstofa hafi fyllst brátt af skjalaskápum. Einnig hafi verið komið upp tengingu við símstöðina við Austurvöll til að hægt væri að hlera þar síma með því að samstarfsmenn lögreglu hjá Símanum tengdu þræði sína við bæjarkerfið. Þegar lögreglan flutti höfuðstöðvar sínar á Hverfisgötu fékk öryggisþjónustan sérstakt herbergi á þriðju hæð sem var sérstaklega styrkt og hljóðeinangrað og höfðu aðeins þrír menn lyklavöld að herberginu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Veður Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að sviðsetja bílslys Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Sjá meira