Innlent

Vill að Akureyrarflugvöllur verði lengdur

MYND/KK

Aðalfundur Eyþings, Sambands sveitarfélaga í Eyjafirði og í Þingyejarsýslum, leggur áherslu á að lenging Akureyrarflugvallar verði forgangsmál við næstu endurskoðun samgönguáætlunar. Ályktun þessa efnis var samþykkt á aðalfundi sambandsins um helgina.

Þar segir enn fremur að lenging flugvallarins sé forsenda fyrir áætlunar- og fraktflugi frá Akureyri til annarra landa. Þá vill sambandið að þyrlubjörgunarsveit verði staðsett á Akureyri enda mikilvægt öryggisatriði fyrir norðan- og austanvert landið. Enn fremur ítrekar sambandið mikilvægi þess að miðstöð innanlandsflugs verði áfram staðsett í Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×