SBV gagnrýnir niðurstöðu stýrihóps félagsmálaráðherra 26. september 2006 17:28 MYND/Vilhelm Samtök banka og verðbréfafyrirtækja (SBV) harma niðurstöðu stýrihóps félagsmálaráðherra sem skilaði af sér tillögum um aðkomu ríkisins að húsnæðislánamarkaði. Hópurinn leggur til að komið verði á fót heildsölubanaka sem sinni fjármögnun íbúðarlaána sem síðan yrðu veitt í gengum banka og sparisjóði.Í tilkynningu frá samtökunum kemur fram að SBV telji að tillögur hópsins hindri eðlilega samkeppni á íbúðalánamarkaði og beinist að frekari ríkisvæðingu á húsnæðislánamarkaði.„Það er þvert á nútímaleg viðhorf um hlutverk ríkisins í atvinnulífi, að það skuli halda sig fjarri mörkuðum þar sem samkeppni ríkir, sbr. þær alvarlegu ábendingar sem alþjóðlegar stofnanir og matsfyrirtæki hafa sett fram undanfarin misseri um óeðlileg ríkisafskipti á íslenskum húsnæðislánamarkaði. Stýrihópur lagði þannig upp með að nýr sjóður yrði ekki eiginlegur heildsölusjóður heldur ríkisbanki á fjármálamarkaði sem veitti lán í gegnum dreifinet banka og sparisjóða," segir í tilkynningunni.Enn fremur segir í tilkynningunni„SBV kynntu stýrihópi félagsmálaráðherra tillögur um fjármögnunarsjóð íbúðalána í sumar. Þær fela í sér:· Að settur verði á stofn heildsölu fjármögnunarsjóður sem keypti lán af lánveitendum á grunni staðla sem sjóðurinn setur.· Með því væri verðsamkeppni á húsnæðislánamarkaði tryggð og einstakir lánveitendur gætu keppt sín á milli um lánstíma, vaxtakjör og aðra þætti, s.s. verðtryggð eða óverðtryggð lán o.s.frv.· Að sjóðurinn væri grundvöllur almenns lánakerfis húsnæðislána á Íslandi í takt við það sem þekkist í öðrum ríkjum.· Að skilið verði á milli almenns lánakerfis og félagslegs kerfis. Almennt lánakerfi tryggði þannig lán til allra sem standast greiðslumat óháð búsetu. Félagslegt kerfi sneri að þeim sem ekki stæðust greiðslumat.· Að um einn stóran sameiginlegan sjóð í eigu ríkis og markaðsaðila væri að ræða, sem gæfi út stóra skuldabréfaflokka með miklum seljanleika og dýpt. Með slíkri sameiginlegri aðkomu yrðu útgáfur sjóðsins nægilega stórar til að verða eftirsótt fjárfesting fyrir fjárfesta á alþjóðamarkaði.· Að sett verði almenn löggjöf um varin skuldabréf" Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Sjá meira
Samtök banka og verðbréfafyrirtækja (SBV) harma niðurstöðu stýrihóps félagsmálaráðherra sem skilaði af sér tillögum um aðkomu ríkisins að húsnæðislánamarkaði. Hópurinn leggur til að komið verði á fót heildsölubanaka sem sinni fjármögnun íbúðarlaána sem síðan yrðu veitt í gengum banka og sparisjóði.Í tilkynningu frá samtökunum kemur fram að SBV telji að tillögur hópsins hindri eðlilega samkeppni á íbúðalánamarkaði og beinist að frekari ríkisvæðingu á húsnæðislánamarkaði.„Það er þvert á nútímaleg viðhorf um hlutverk ríkisins í atvinnulífi, að það skuli halda sig fjarri mörkuðum þar sem samkeppni ríkir, sbr. þær alvarlegu ábendingar sem alþjóðlegar stofnanir og matsfyrirtæki hafa sett fram undanfarin misseri um óeðlileg ríkisafskipti á íslenskum húsnæðislánamarkaði. Stýrihópur lagði þannig upp með að nýr sjóður yrði ekki eiginlegur heildsölusjóður heldur ríkisbanki á fjármálamarkaði sem veitti lán í gegnum dreifinet banka og sparisjóða," segir í tilkynningunni.Enn fremur segir í tilkynningunni„SBV kynntu stýrihópi félagsmálaráðherra tillögur um fjármögnunarsjóð íbúðalána í sumar. Þær fela í sér:· Að settur verði á stofn heildsölu fjármögnunarsjóður sem keypti lán af lánveitendum á grunni staðla sem sjóðurinn setur.· Með því væri verðsamkeppni á húsnæðislánamarkaði tryggð og einstakir lánveitendur gætu keppt sín á milli um lánstíma, vaxtakjör og aðra þætti, s.s. verðtryggð eða óverðtryggð lán o.s.frv.· Að sjóðurinn væri grundvöllur almenns lánakerfis húsnæðislána á Íslandi í takt við það sem þekkist í öðrum ríkjum.· Að skilið verði á milli almenns lánakerfis og félagslegs kerfis. Almennt lánakerfi tryggði þannig lán til allra sem standast greiðslumat óháð búsetu. Félagslegt kerfi sneri að þeim sem ekki stæðust greiðslumat.· Að um einn stóran sameiginlegan sjóð í eigu ríkis og markaðsaðila væri að ræða, sem gæfi út stóra skuldabréfaflokka með miklum seljanleika og dýpt. Með slíkri sameiginlegri aðkomu yrðu útgáfur sjóðsins nægilega stórar til að verða eftirsótt fjárfesting fyrir fjárfesta á alþjóðamarkaði.· Að sett verði almenn löggjöf um varin skuldabréf"
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Sjá meira