Taka bíla af ökuníðingum? 26. september 2006 18:02 Sigurður Helgason hjá Umferðarstofu vill skoða þann möguleika að dæma bíla af mönnum sem verða uppvísir að ofsaakstri. Fátt bendir til að dregið hafi úr ofsaakstri eftir að STOPP átak umferðastofu fór af stað um miðjan mánuð. Um hálf sex-leytið síðastliðinn laugardag keyrði til dæmis hvítur sportbíll á uggvænlegum hraða aftan á jeppa sem kastaðist á vegrið í Ártúnsbrekkunni og flaug síðan yfir þrjár akreinar og lenti þar í brekku. Vitni sem NFS ræddi við segist ekki myndu vera til frásagnar ef ekki hefði verið fyrir vegriðið. Hann sagði jafnframt að hraðinn á sportbílnum hefði verið geigvænlegur, meiri en hann hélt að hægt væri að ná í umferðinni innan borgarmarka. Í ágúst voru 67 bílar mældir á yfir 190 kílómetra hraða á Kjalarnesi. Fjölmargar hugmyndir hafa komið upp á síðustu árum til að draga úr hraðakstri. Meðal annars hraðalásar, ökuritar og jafnvel sú leið að dæma bíla af þeim sem verða uppvísir að ofsaakstri. Sigurður Helgason hjá Umferðarstofu bendir á að menn geti lent í því að hald sé lagt á bíla þeirra fyrir að borga eki stöðumælasekt, slíkur kostur sé ekki fyrir hendi hjá þeim sem stefna lífi og limum samborgara sinna í hættu með ofsaakstri. Sigurður bendir líka á að íslensk uppfinning - SAGA ökuritinn - hafi reynst mjög vel til að bæta aksturslag. Ýmis fyrirtæki hafi notað ökuritann með góðum árangri, t.d. hafi tjónum hjá starfsmönnum Póstsins fækkað um 50% á einu ári eftir að ökuritinn var tekinn í notkun. Fréttir Innlent Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Sigurður Helgason hjá Umferðarstofu vill skoða þann möguleika að dæma bíla af mönnum sem verða uppvísir að ofsaakstri. Fátt bendir til að dregið hafi úr ofsaakstri eftir að STOPP átak umferðastofu fór af stað um miðjan mánuð. Um hálf sex-leytið síðastliðinn laugardag keyrði til dæmis hvítur sportbíll á uggvænlegum hraða aftan á jeppa sem kastaðist á vegrið í Ártúnsbrekkunni og flaug síðan yfir þrjár akreinar og lenti þar í brekku. Vitni sem NFS ræddi við segist ekki myndu vera til frásagnar ef ekki hefði verið fyrir vegriðið. Hann sagði jafnframt að hraðinn á sportbílnum hefði verið geigvænlegur, meiri en hann hélt að hægt væri að ná í umferðinni innan borgarmarka. Í ágúst voru 67 bílar mældir á yfir 190 kílómetra hraða á Kjalarnesi. Fjölmargar hugmyndir hafa komið upp á síðustu árum til að draga úr hraðakstri. Meðal annars hraðalásar, ökuritar og jafnvel sú leið að dæma bíla af þeim sem verða uppvísir að ofsaakstri. Sigurður Helgason hjá Umferðarstofu bendir á að menn geti lent í því að hald sé lagt á bíla þeirra fyrir að borga eki stöðumælasekt, slíkur kostur sé ekki fyrir hendi hjá þeim sem stefna lífi og limum samborgara sinna í hættu með ofsaakstri. Sigurður bendir líka á að íslensk uppfinning - SAGA ökuritinn - hafi reynst mjög vel til að bæta aksturslag. Ýmis fyrirtæki hafi notað ökuritann með góðum árangri, t.d. hafi tjónum hjá starfsmönnum Póstsins fækkað um 50% á einu ári eftir að ökuritinn var tekinn í notkun.
Fréttir Innlent Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira