Innlent

Vilja breytingar á tollum, sköttum og vörugjöldum sem allra fyrst

MYND/Pjetur

Stjórn Heimdallar, ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, hvetur ríkisstjórnina til að ráðast í breytingar á fyrirkomulagi vörugjalda, virðisaukaskatts, tolla og annarra innflutningshafta á íslenskum matvörumarkaði og tryggja að þær breytingar nái að ganga í gegn sem allra fyrst. Um sé að ræða gríðarlegt hagsmunamál fyrir allan almenning í landinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Þar segir enn fremur að forysta Sjálfstæðisflokksins verði að vera minnug þess að hlutverk ríkisvaldsins sé ekki að styrkja óhagkvæman atvinnurekstur heldur að jafna samkeppnisstöðuna og draga úr tollavernd og styrkjum. Það sé löngu tímabært að ráðast í uppstokkun á landbúnanaðarkerfinu hér á landi, eins og fram komi í stjórnmálaályktun Heimdallar sem samþykkt var á fjölmennum aðalfundi félagsins í síðustu viku og félagið hefur margoft haldið fram undanfarin ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×