Innlent

Íslendingar eignast sína fyrstu herþotu

Íslendingar hafa eignast sína fyrstu herþotu og það gerist við brotthvarf Varnarliðsins. Þotan er þó ekki af nýjustu gerð, heldur er um að ræða F-4 þotu sem sett hefur verið á stall á Keflavíkurflugvelli sem safngripur.

Fram kemur á vef Víkurfrétta að íslensk stjórnvöld taki við þotunni um helgina þegar Varnarliðið kveðji en í október er væntanleg sveit manna sem mun formlega afskrá vélina sem eign Bandaríkjanna og ráðstafa vélinni til Íslendinga.

Vélinni verður komið á herminjasafn sem lengi hefur verið unnið að á Suðurnesjum en innan varnarstöðvarinnar hefur verið safnað hlutum og heimildum sem eiga heima á verðandi herminjasafni. Segir í frétt á vef Víkurfrétta að mikil heimildaöflun hafi farið fram hjá Upplýsingaskrifstofu Varnarliðsins í gegnum tíðina og muni íslensk stjórnvöld taka við lyklavöldum þar eins og annars staðar á vellinum um mánaðarmótin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×